Fjórtán þingmenn vilja fordæma pyndingar CIA Aðalsteinn Kjartansson skrifar 12. desember 2014 11:01 Birgitta er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Vísir/Stefán Fjórtán þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa lagt fram þingsályktunartillögu þar sem pyndingar leyniþjónustu Bandaríkjanna frá hryðjuverkaárásunum 11. september 2001 eru harðlega fordæmdar. Tilefnið er birting skýrslu öldungadeildar bandaríska þingsins sem lýsir hrottalegum pyndingum á mönnum sem voru fangelsaðir í kjölfar hryðjuverkaárásanna og framkvæmdar voru undir stjórn CIA.Forstjóri CIA hefur verið harðlega gagnrýndur í kjölfar skýrslunnar en hann hefur reynt að verja pyndingarnar.Vísir/AFPÍ greinargerð þingsályktunartillögunnar eru tekin dæmi um það sam fram kemur í skýrslunni. „Meðal annars er því lýst hvernig föngum var haldið vakandi, jafnvel í heila viku, stundum standandi, stundum með handleggi hlekkjaða fyrir ofan höfuð,“ segir meðal annars. „Sumum föngum var gefinn vökvi í gegnum endaþarm, án læknisfræðilegrar nauðsynjar. Var þetta framkvæmt með offorsi, sem leiddi í a.m.k. einu tilviki til skemmda á endaþarmi. Einum fanga, Majid Khan, var gefinn matur í gegnum endaþarm; hummus, pastasósu, hnetum og rúsínum var maukað saman og troðið inn um endaþarm,“ segir í greinargerðinni. Þá er einnig tekið dæmi um meðferð CIA á Gul Rahman sem var haldið vakandi í tvo sólarhringa. „Hann var látinn þola ærandi hávaða í algeru myrkri og einangrun, settur í kaldar sturtur og hlekkjaður við vegg í stellingu sem neyddi hann til að leggjast á kalt gólf,“ segir í greinargerðinni. Föt hans voru tekin og látinn vera í peysu einum fata. Hann lést úr ofkælingu.Meðferð fanga í Guantanamo var fordæmd á Alþingi árið 2007.Vísir/APFleiri dæmi eru tekin í greinargerðinni. Þingmennirnir telja afar brýnt að sú hræðilega meðferð á fólki sem lýst er í skýrslunni verði fordæmd um heim allan. Mælast þeir til að Alþingi bregðist fljótt við og fordæmi grimmdarverkin með formlegum og opinberum hætti. Verði tillagan samþykkt er það ekki í fyrsta sinn sem Alþingi fordæmir mannréttindabrot og ómannúðlega meðferð á föngum Bandaríkjamanna en það gerði þingi árið 2007 vegna meðferðar fanga í Guantanamo. Flutningsmenn tillögunnar eru Birgitta Jónsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Árni Páll Árnason, Óttarr Proppé, Helgi Hrafn Gunnarsson, Össur Skarphéðinsson, Ögmundur Jónasson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Katrín Júlíusdóttir, Jón Þór Ólafsson, Brynhildur Pétursdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Róbert Marshall. Alþingi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Fjórtán þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa lagt fram þingsályktunartillögu þar sem pyndingar leyniþjónustu Bandaríkjanna frá hryðjuverkaárásunum 11. september 2001 eru harðlega fordæmdar. Tilefnið er birting skýrslu öldungadeildar bandaríska þingsins sem lýsir hrottalegum pyndingum á mönnum sem voru fangelsaðir í kjölfar hryðjuverkaárásanna og framkvæmdar voru undir stjórn CIA.Forstjóri CIA hefur verið harðlega gagnrýndur í kjölfar skýrslunnar en hann hefur reynt að verja pyndingarnar.Vísir/AFPÍ greinargerð þingsályktunartillögunnar eru tekin dæmi um það sam fram kemur í skýrslunni. „Meðal annars er því lýst hvernig föngum var haldið vakandi, jafnvel í heila viku, stundum standandi, stundum með handleggi hlekkjaða fyrir ofan höfuð,“ segir meðal annars. „Sumum föngum var gefinn vökvi í gegnum endaþarm, án læknisfræðilegrar nauðsynjar. Var þetta framkvæmt með offorsi, sem leiddi í a.m.k. einu tilviki til skemmda á endaþarmi. Einum fanga, Majid Khan, var gefinn matur í gegnum endaþarm; hummus, pastasósu, hnetum og rúsínum var maukað saman og troðið inn um endaþarm,“ segir í greinargerðinni. Þá er einnig tekið dæmi um meðferð CIA á Gul Rahman sem var haldið vakandi í tvo sólarhringa. „Hann var látinn þola ærandi hávaða í algeru myrkri og einangrun, settur í kaldar sturtur og hlekkjaður við vegg í stellingu sem neyddi hann til að leggjast á kalt gólf,“ segir í greinargerðinni. Föt hans voru tekin og látinn vera í peysu einum fata. Hann lést úr ofkælingu.Meðferð fanga í Guantanamo var fordæmd á Alþingi árið 2007.Vísir/APFleiri dæmi eru tekin í greinargerðinni. Þingmennirnir telja afar brýnt að sú hræðilega meðferð á fólki sem lýst er í skýrslunni verði fordæmd um heim allan. Mælast þeir til að Alþingi bregðist fljótt við og fordæmi grimmdarverkin með formlegum og opinberum hætti. Verði tillagan samþykkt er það ekki í fyrsta sinn sem Alþingi fordæmir mannréttindabrot og ómannúðlega meðferð á föngum Bandaríkjamanna en það gerði þingi árið 2007 vegna meðferðar fanga í Guantanamo. Flutningsmenn tillögunnar eru Birgitta Jónsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Árni Páll Árnason, Óttarr Proppé, Helgi Hrafn Gunnarsson, Össur Skarphéðinsson, Ögmundur Jónasson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Katrín Júlíusdóttir, Jón Þór Ólafsson, Brynhildur Pétursdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Róbert Marshall.
Alþingi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira