Furðar sig á STEF-gjöldum: Fengi 22 milljónir í Bretlandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. desember 2014 20:29 Dr. Gunni verður ekki milljónamæringur af því að semja lög þó að þau verði mjög vinsæl. Vísir/Vilhelm Dr. Gunni furðar sig á lágum STEF-gjöldum í færslu sem hann setti á Facebook-síðu sína fyrr í kvöld. Þar greinir hann frá því að hann hafi núna fengið greitt fyrir útvarpsspilun á síðasta ári en þá átti hann eitt vinsælasta lag landsins, Glaðasti hundur í heimi. Fyrir það fékk hann 114.594 krónur og segir að draumurinn um að lifa af einu jólalagi eins og Hugh Grant gerði í myndinni About a Boy sé því fjarlægur. „Mér finnst skrýtið að ég fái minna núna en fyrir árið 2012 þegar ég var í rauninni ekki með neitt. En maður tekur bara því sem maður fær, það er í rauninni ekkert hægt að gera í þessu,“ segir Dr. Gunni í samtali við Vísi. Hann segist ekki vita hvernig STEF-gjöldin séu reiknuð en finnst þetta allt frekar óskiljanlegt. „Það má reyndar alveg reikna þetta upp á Bretland miðað við höfðatölu en þá væri ég að fá svona 22 milljónir fyrir spilun á Glaðasta hundi í heimi. Maður mun náttúrulega aldrei sjá slíka upphæð, ég held að það mesta sem ég hafi fengið sé svona 500-600.000 krónur.“ Dr. Gunni segist heldur ekki hafa fengið greitt frá tonlist.is en Glaðasti hundur í heimi var mest selda lag tónlistarveitunnar í fyrra. „Ég átti að fá borgað fyrir það í júní en svo kom bara ekki neitt. Ég fór því að athuga málið og þá kom í ljós að þetta hefði verið eitthvað vitlaust bókað. Ég á því að fá það greitt núna í janúar en það verður heldur ekkert mikil upphæð.“Keypti sér hárkollu áður en hann fékk greitt fyrir Prumpulagið Annað mjög vinsælt lag eftir Dr. Gunna sem margir muna eftir er Prumpulagið. Hann fékk þó ekki nærri því það sama í STEF-gjöld fyrir það og Glaðasta hund í heimi. „Ég keypti mér hárkollu á 20.000 kall áður en ég fékk greitt fyrir Prumpulagið því ég hélt að ég væri að fara að verða svo ríkur af því. Svo fékk ég STEF-gjöldin fyrir lagið og það var akkúrat 20.000 krónur svo ég kom bara út á núlli,“ segir hann hlæjandi. Aðspurður hvort hann hafi aftur keypt sér hárkollu út á Glaðasta hund í heimi segir hann svo ekki vera. „Nei, maður gerir nú ekki sömu mistökin tvisvar.“ Post by Gunnar Larus Hjalmarsson. Tónlist Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Dr. Gunni furðar sig á lágum STEF-gjöldum í færslu sem hann setti á Facebook-síðu sína fyrr í kvöld. Þar greinir hann frá því að hann hafi núna fengið greitt fyrir útvarpsspilun á síðasta ári en þá átti hann eitt vinsælasta lag landsins, Glaðasti hundur í heimi. Fyrir það fékk hann 114.594 krónur og segir að draumurinn um að lifa af einu jólalagi eins og Hugh Grant gerði í myndinni About a Boy sé því fjarlægur. „Mér finnst skrýtið að ég fái minna núna en fyrir árið 2012 þegar ég var í rauninni ekki með neitt. En maður tekur bara því sem maður fær, það er í rauninni ekkert hægt að gera í þessu,“ segir Dr. Gunni í samtali við Vísi. Hann segist ekki vita hvernig STEF-gjöldin séu reiknuð en finnst þetta allt frekar óskiljanlegt. „Það má reyndar alveg reikna þetta upp á Bretland miðað við höfðatölu en þá væri ég að fá svona 22 milljónir fyrir spilun á Glaðasta hundi í heimi. Maður mun náttúrulega aldrei sjá slíka upphæð, ég held að það mesta sem ég hafi fengið sé svona 500-600.000 krónur.“ Dr. Gunni segist heldur ekki hafa fengið greitt frá tonlist.is en Glaðasti hundur í heimi var mest selda lag tónlistarveitunnar í fyrra. „Ég átti að fá borgað fyrir það í júní en svo kom bara ekki neitt. Ég fór því að athuga málið og þá kom í ljós að þetta hefði verið eitthvað vitlaust bókað. Ég á því að fá það greitt núna í janúar en það verður heldur ekkert mikil upphæð.“Keypti sér hárkollu áður en hann fékk greitt fyrir Prumpulagið Annað mjög vinsælt lag eftir Dr. Gunna sem margir muna eftir er Prumpulagið. Hann fékk þó ekki nærri því það sama í STEF-gjöld fyrir það og Glaðasta hund í heimi. „Ég keypti mér hárkollu á 20.000 kall áður en ég fékk greitt fyrir Prumpulagið því ég hélt að ég væri að fara að verða svo ríkur af því. Svo fékk ég STEF-gjöldin fyrir lagið og það var akkúrat 20.000 krónur svo ég kom bara út á núlli,“ segir hann hlæjandi. Aðspurður hvort hann hafi aftur keypt sér hárkollu út á Glaðasta hund í heimi segir hann svo ekki vera. „Nei, maður gerir nú ekki sömu mistökin tvisvar.“ Post by Gunnar Larus Hjalmarsson.
Tónlist Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira