Land Rover á beltum í miðbænum Finnur Thorlacius skrifar 10. desember 2014 15:39 Tekur sig vel út í miðbænum. Vilhelm Eins og greint var frá hér í gær eru margir Land Rover jeppar staddir hér á landi vegna blaðamannakynningar á nýjum jeppa frá Land Rover. Ekki eru það eingöngu jeppar af þeirri nýju gerð sem kynnt er, Land Rover Discovery Sport, heldur einnig aðrar gerðir Land Rover og Range Rover bíla. Einn þeirra er þessi óvenjulegi Land Rover Defender á beltum, sem sést hér á ferð í miðbænum í dag. Leiða má getum að því að ekki hafi viðrað í dag fyrir fjallaferðir með þá blaðamenn sem nú eru staddir hér á landi og því hafi verið brugðið á það ráð að skreppa bara í bæinn og viðra bílana aðeins í leiðinni. Vafalaust hefur þá verið skemmtilegast að aka honum þessum, þó svo hann sé vanur erfiðari færð. Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent
Eins og greint var frá hér í gær eru margir Land Rover jeppar staddir hér á landi vegna blaðamannakynningar á nýjum jeppa frá Land Rover. Ekki eru það eingöngu jeppar af þeirri nýju gerð sem kynnt er, Land Rover Discovery Sport, heldur einnig aðrar gerðir Land Rover og Range Rover bíla. Einn þeirra er þessi óvenjulegi Land Rover Defender á beltum, sem sést hér á ferð í miðbænum í dag. Leiða má getum að því að ekki hafi viðrað í dag fyrir fjallaferðir með þá blaðamenn sem nú eru staddir hér á landi og því hafi verið brugðið á það ráð að skreppa bara í bæinn og viðra bílana aðeins í leiðinni. Vafalaust hefur þá verið skemmtilegast að aka honum þessum, þó svo hann sé vanur erfiðari færð.
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent