Bílaþjófnaður seinkar tökum á nýju James Bond myndinni Finnur Thorlacius skrifar 10. desember 2014 11:19 Kannski var bílþjófanðurinn þessu líkur? Níu lúxusbílum, sem nota átti við tökur á nýju James Bond myndinni, var stolið úr vörugeymslu í Þýskalandi. Þjófnaðurinn hefur tafið tökur á myndinni, sem nú standa yfir. Fimm Range Rover Sport bílar eru á meðal stolnu bílanna og hafði þessum bílum öllum verið breytt vegna myndarinnar. Virði stolnu bílanna er 133 milljónir króna. Þýska lögreglan hefur engar ábendingar um hvarf bílanna en rannsakar nú þjófnaðinn. Nota átti bílana við tökur í Ölpunum í Spectre myndinni nýju. Tökur fara einnig fram í Róm, London, Mexico City og í eyðimörkum Marokkó. Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður
Níu lúxusbílum, sem nota átti við tökur á nýju James Bond myndinni, var stolið úr vörugeymslu í Þýskalandi. Þjófnaðurinn hefur tafið tökur á myndinni, sem nú standa yfir. Fimm Range Rover Sport bílar eru á meðal stolnu bílanna og hafði þessum bílum öllum verið breytt vegna myndarinnar. Virði stolnu bílanna er 133 milljónir króna. Þýska lögreglan hefur engar ábendingar um hvarf bílanna en rannsakar nú þjófnaðinn. Nota átti bílana við tökur í Ölpunum í Spectre myndinni nýju. Tökur fara einnig fram í Róm, London, Mexico City og í eyðimörkum Marokkó.
Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður