Nissan Leaf að ná heildarsölu Chevrolet Volt Finnur Thorlacius skrifar 29. desember 2014 10:19 Nissan Leaf. Tveir mest seldu rafmagnsbílar heims, Chevrolet Volt og Nissan Leaf komu báðir á markað árið 2010. Chevrolet Volt tók strax forystuna í sölu bílanna tveggja en það mun væntanlega breytast mjög fljótt á næsta ári. Frá nóvember 2010 og til sama mánaðar í ár hefur Volt selst í 71.867 eintökum en Nissan Leaf í 69.220 eintökum. Nissan Leaf selst nú í um 2.500 til 2.700 eintökum á mánuði, en Volt í 1.500 til 1.700 eintökum, svo ætla má að Nissan Leaf taki forystuna í febrúar, eða mars. Þegar þeirri forystu verður náð má búast við að Nissan Leaf muni halda henni lengi, því enginn annar bíll ógnar henni sem stendur. Ný kynslóð Chevrolet Volt kemur á markað um mitt næsta ár og má þá búast við aukinni sölu hans. Ólíklegt þykir þó að Volt muni ná forystunni af Nissan Leaf á næsta ári. Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent
Tveir mest seldu rafmagnsbílar heims, Chevrolet Volt og Nissan Leaf komu báðir á markað árið 2010. Chevrolet Volt tók strax forystuna í sölu bílanna tveggja en það mun væntanlega breytast mjög fljótt á næsta ári. Frá nóvember 2010 og til sama mánaðar í ár hefur Volt selst í 71.867 eintökum en Nissan Leaf í 69.220 eintökum. Nissan Leaf selst nú í um 2.500 til 2.700 eintökum á mánuði, en Volt í 1.500 til 1.700 eintökum, svo ætla má að Nissan Leaf taki forystuna í febrúar, eða mars. Þegar þeirri forystu verður náð má búast við að Nissan Leaf muni halda henni lengi, því enginn annar bíll ógnar henni sem stendur. Ný kynslóð Chevrolet Volt kemur á markað um mitt næsta ár og má þá búast við aukinni sölu hans. Ólíklegt þykir þó að Volt muni ná forystunni af Nissan Leaf á næsta ári.
Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent