Ráðherrar Íslands verði í augnhæð Sigurjón M. Egilsson skrifar 27. desember 2014 12:03 Hér urðu kosningar, sagði stjórnarþingmaður fyrir ekki svo löngu. Það er rétt, Íslendingar kusu sér nýtt þing vorið 2013. Ný ríkisstjórn tók við völdum. Og hennar eru völdin, það er hennar að ráða fram úr þeim vanda sem þjóðin stendur frammi fyrir, ekki síst þeim sem ríkisstjórnin ratar sjálf í. Fólkið sem skipar ríkisstjórn Íslands situr þar af fúsum og frjálsum vilja. Til þessa fólks verður að gera strangar og miklar kröfur. Aðeins eitt getur leyst læknaverkfallið. Og það eru peningar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er gjaldkeri hinna sameiginlegu sjóða okkar. Hann verður að gera betur, hann verður að finna þá peninga sem eru lausn hins ömurlega verkfalls lækna. Hann á engan annan kost. Það er hans, og hans samstarfsfólks, að gera það sem gera þarf. Þetta gengur ekki lengur, löngu er nóg komið. Afleiðingar ráðaleysisins kosta svo sannarlega líka peninga, mikla peninga. Ekki er lengur hægt að guma af góðu heilbrigðiskerfi. Það skaðast nánast hvern dag. Læknar hætta og yfirgefa okkur. Það er ömurlegt að fylgjast með þessu. Við verðum að gefa þeim fullyrðingum gaum, að heilbrigðiskerfi okkar hafi hrakað í gæðum. Í fréttum, í viðtölum og eflaust víðar hefur málsmetandi fólk fullyrt þetta. Á aðeins örfáaum árum hefur íslenska heilbrigðiskerfið fallið úr fyrsta flokki og jafnvel niður í þriðja. Það gerðist ekki vegna þess að læknar og annað starfsfólk sé síðra nú en áður. Nei, það gerðist vegna þess að verr er að öllu búið. Niðurrifið hófst meðan flestir Íslendingar, ekki síst stjórnmálamenn þess tíma, töldu að hér væri komið heimsins mesta góðæri og það myndi ríkja hér um alla eilífð. Þá byrjaði bakslagið. Bjarni Benediktsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Kristján Þór Júlíusson og þið öll hin, þetta er enn að gerast og nú á ykkar vakt. Þið óskuðuð eftir að fá að leiða þessi mál og árangurinn, eða réttara sagt, árangursleysið blasir við öllum, og það með stórskaðlegum afleiðingum. Þið verðið að gyrða ykkur í brók. Núna. Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands mega dást að persónulegri upphefð í eigin hugarheimi, en þeir verða þess á milli að gæta sín og vera í augnhæð við okkur hin. Annað gengur ekki. Nýfengnar brjóstnælur eru einskis virði meðan eins er ástatt fyrir okkur og dæmin sanna. Hér urðu kosningar, sagði stjórnarþingmaðurinn. Eins er hægt að segja, að ekki aðeins hafi orðið læknaverkfall, hér er læknaverkfall og frá fyrsta degi þess lá fyrir hver lausnin á því er. Í mánuði hefur aum samninganefnd ríkisins setið sáttafundi, umboðslaus með öllu. Á meðan blæðir heilbrigðiskerfinu og með hverju augnabliki sem fer í aðgerðarleysi ráðherranna versnar staðan og það mun taka langan tíma, mörg ár, að laga það sem þegar hefur tapast. Lækningar eiga og verða að vera fremst í forgangsröðinni. Ráðherrar Íslands. Þið verðið að gera betur. Þá fyrst kann að verða við hæfi að bera orðu, þá sem er mest allra hér á landi, en þangað til er hún einskis virði, frekar til háðungar en vegsauka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Hér urðu kosningar, sagði stjórnarþingmaður fyrir ekki svo löngu. Það er rétt, Íslendingar kusu sér nýtt þing vorið 2013. Ný ríkisstjórn tók við völdum. Og hennar eru völdin, það er hennar að ráða fram úr þeim vanda sem þjóðin stendur frammi fyrir, ekki síst þeim sem ríkisstjórnin ratar sjálf í. Fólkið sem skipar ríkisstjórn Íslands situr þar af fúsum og frjálsum vilja. Til þessa fólks verður að gera strangar og miklar kröfur. Aðeins eitt getur leyst læknaverkfallið. Og það eru peningar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er gjaldkeri hinna sameiginlegu sjóða okkar. Hann verður að gera betur, hann verður að finna þá peninga sem eru lausn hins ömurlega verkfalls lækna. Hann á engan annan kost. Það er hans, og hans samstarfsfólks, að gera það sem gera þarf. Þetta gengur ekki lengur, löngu er nóg komið. Afleiðingar ráðaleysisins kosta svo sannarlega líka peninga, mikla peninga. Ekki er lengur hægt að guma af góðu heilbrigðiskerfi. Það skaðast nánast hvern dag. Læknar hætta og yfirgefa okkur. Það er ömurlegt að fylgjast með þessu. Við verðum að gefa þeim fullyrðingum gaum, að heilbrigðiskerfi okkar hafi hrakað í gæðum. Í fréttum, í viðtölum og eflaust víðar hefur málsmetandi fólk fullyrt þetta. Á aðeins örfáaum árum hefur íslenska heilbrigðiskerfið fallið úr fyrsta flokki og jafnvel niður í þriðja. Það gerðist ekki vegna þess að læknar og annað starfsfólk sé síðra nú en áður. Nei, það gerðist vegna þess að verr er að öllu búið. Niðurrifið hófst meðan flestir Íslendingar, ekki síst stjórnmálamenn þess tíma, töldu að hér væri komið heimsins mesta góðæri og það myndi ríkja hér um alla eilífð. Þá byrjaði bakslagið. Bjarni Benediktsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Kristján Þór Júlíusson og þið öll hin, þetta er enn að gerast og nú á ykkar vakt. Þið óskuðuð eftir að fá að leiða þessi mál og árangurinn, eða réttara sagt, árangursleysið blasir við öllum, og það með stórskaðlegum afleiðingum. Þið verðið að gyrða ykkur í brók. Núna. Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands mega dást að persónulegri upphefð í eigin hugarheimi, en þeir verða þess á milli að gæta sín og vera í augnhæð við okkur hin. Annað gengur ekki. Nýfengnar brjóstnælur eru einskis virði meðan eins er ástatt fyrir okkur og dæmin sanna. Hér urðu kosningar, sagði stjórnarþingmaðurinn. Eins er hægt að segja, að ekki aðeins hafi orðið læknaverkfall, hér er læknaverkfall og frá fyrsta degi þess lá fyrir hver lausnin á því er. Í mánuði hefur aum samninganefnd ríkisins setið sáttafundi, umboðslaus með öllu. Á meðan blæðir heilbrigðiskerfinu og með hverju augnabliki sem fer í aðgerðarleysi ráðherranna versnar staðan og það mun taka langan tíma, mörg ár, að laga það sem þegar hefur tapast. Lækningar eiga og verða að vera fremst í forgangsröðinni. Ráðherrar Íslands. Þið verðið að gera betur. Þá fyrst kann að verða við hæfi að bera orðu, þá sem er mest allra hér á landi, en þangað til er hún einskis virði, frekar til háðungar en vegsauka.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun