Lítur á tölvuárás Norður-Kóreu sem skemmdarverk ekki árás Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2014 18:40 Obama hefði viljað að Sony hefði haft samband við sig áður en hætt var við birtingu The Interview. Vísir/AP Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segist ekki líta á tölvuárás Norður-Kóreu á tölvukerfi Sony, sem stríðsaðgerð. Þess í stað horfi yfirvöld þar í landi á árásina sem skemmdarverk. Washington íhugar nú að setja Norður-Kóreu aftur á lista yfir ríki sem styðja við hryðjuverk. Kvikmyndadeild Sony hætti við útgáfu myndarinnar The Interview eftir að kvikmyndahús hættu við að sýna hana. Hakkararnir höfðu þá hótað að gera árásir á kvikmyndahús þar sem myndin væri sýnd. Sony vill þrátt fyrir það sýna myndina á einhvern hátt. „Hvernig það verður gert veit enginn enn,“ hefur AP fréttaveitan eftir lögmanni Sony. Í myndinni er Kim Jong-un, einræðisherra Norður Kóreu ráðinn af dögum. Obama lofar þó að bregðast við árásinni og segir að Bandaríkin muni ekki sæta sig við ógnanir hakkara. „Í lít ekki á þetta sem árás í stríði. Ég tel að þetta hafi verið skemmdarverk sem reyndist okkur mjög dýrt. Við tökum þessu að mikilli alvöru,“ segir Obama.Ný tegund stríðs Repúblikaninn John McCain er þó ekki sáttur við þessa skilgreiningu forsetans. „Þetta er ný tegund stríðs og við verðum að bregðast við þeirri tegund með betri tegund stríðs. Flokkssystir McCain, Lindsey Graham segir árásina vera hryðjuverk og segir að herða eigi viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. Hann vill einnig að landinu verði bætt aftur við listann yfir ríki sem styðja við hryðjuverk. Norður-Kórea var á þeim lista í tvo áratugi, en ríkisstjórn George Bush tók þá af listanum árið 2008 þegar kjarnorkuviðræður stóðu yfir. Einungis Íran, Súdan, Sýrland og Kúba eru á listanum. Þá hafa yfirvöld í Pyonyang hótað því að bregðast hart við verði landið sett aftur á umræddan lista. þetta kom fram í tilkynningu frá þjóðaröryggisráði Norður-Kóreu, en ekkert var tekið fram um hver þau viðbrögð yrðu.Hafa beðið Kína um aðstoð AP hefur heimildir fyrir því að Washington hafi beðið stjórnvöld í Kína um hugmyndir hvernig bregðast ætti við tölvuárásinni. Þá segja þeir að ríkin hafi skipst á upplýsingum um árásina. Þrátt fyrir að Obama hafi áður sakað Kína um tölvuárásir á Bandaríkin. Í nýlegu viðtali við CNN ítrekaði Obama að hann væri óánægður ákvörðun Sony um að birta The Interview ekki. Sony hefur hins vegar gefið út að þeir hefðu ekki haft aðra kosti eftir að kvikmyndahús hættu við að sýna myndina. Obama sagðist hafa viljað að Sony hefði haft samband við sig. „Ég hefði mögulega haft samband við kvikmyndahúsakeðjurnar og dreifingaraðila og spurt þá um hvað málið snerist.“ Norður-Kórea hefur neitað því að hafa komið að árásinni og buðu yfirvöld þar fram hjálp sína við rannsókn málsins í gær. Hvíta húsið hafnaði því og segjast þeir vera öryggir með að Norður-Kórea hafi komið að árásinni. Sony-hakkið Tengdar fréttir Obama segir það mistök að hafa hætt við sýningu myndarinnar Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur heitið því að Bandaríkjastjórn muni bregðast við tölvuárás Norður-Kóreumanna á Sony Pictures vegna kvikmyndarinnar The Interview. 19. desember 2014 23:36 Fullyrða að Norður-Kórea hafi staðið að árásinni á Sony „Það var mjög viturt af ykkur að hætta við útgáfu The Interview,“ sagði meðal annars í póstinum sem yfirmenn hjá Sony fengu frá tölvuþrjótunum í gær. 19. desember 2014 16:15 Leikarar reiðir yfir ákvörðun kvikmyndahúsa Hakkarar sagðir hafa unnið með hótunum og ákvörðunin talin gefa slæmt fordæmi. 18. desember 2014 10:40 Segir það mistök hjá Sony að hætta við dreifingu myndarinnar Barack Obama forseti Bandaríkjanna segir að það hafi verið mistök hjá Sony að hætta við dreifingu kvikmyndarinnar the Interview og Bandaríkjamenn geti ekki látið einræðisherra út í heimi ritskoða bandarísku þjóðina. 20. desember 2014 13:50 Sony hættir við að sýna The Interview Ákvörðunin er tekin eftir að stærstu kvikmyndahúsakeðjur Bandaríkjanna tilkynntu að myndin yrði ekki tekin til sýninga. 17. desember 2014 23:19 Norður-Kóreumenn vilja sameiginlega rannsókn Stjórnvöld í Norður-Kóreu segja engan fót fyrir ásökunum um aðild þeirra að tölvuárásum á Sony. 20. desember 2014 23:17 Team America tekin úr sýningu Kvikmyndahús ætluðu að sýna brúðumyndina í stað The Interview, en dreifingaraðili myndarinnar bannaði það. 19. desember 2014 10:10 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segist ekki líta á tölvuárás Norður-Kóreu á tölvukerfi Sony, sem stríðsaðgerð. Þess í stað horfi yfirvöld þar í landi á árásina sem skemmdarverk. Washington íhugar nú að setja Norður-Kóreu aftur á lista yfir ríki sem styðja við hryðjuverk. Kvikmyndadeild Sony hætti við útgáfu myndarinnar The Interview eftir að kvikmyndahús hættu við að sýna hana. Hakkararnir höfðu þá hótað að gera árásir á kvikmyndahús þar sem myndin væri sýnd. Sony vill þrátt fyrir það sýna myndina á einhvern hátt. „Hvernig það verður gert veit enginn enn,“ hefur AP fréttaveitan eftir lögmanni Sony. Í myndinni er Kim Jong-un, einræðisherra Norður Kóreu ráðinn af dögum. Obama lofar þó að bregðast við árásinni og segir að Bandaríkin muni ekki sæta sig við ógnanir hakkara. „Í lít ekki á þetta sem árás í stríði. Ég tel að þetta hafi verið skemmdarverk sem reyndist okkur mjög dýrt. Við tökum þessu að mikilli alvöru,“ segir Obama.Ný tegund stríðs Repúblikaninn John McCain er þó ekki sáttur við þessa skilgreiningu forsetans. „Þetta er ný tegund stríðs og við verðum að bregðast við þeirri tegund með betri tegund stríðs. Flokkssystir McCain, Lindsey Graham segir árásina vera hryðjuverk og segir að herða eigi viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. Hann vill einnig að landinu verði bætt aftur við listann yfir ríki sem styðja við hryðjuverk. Norður-Kórea var á þeim lista í tvo áratugi, en ríkisstjórn George Bush tók þá af listanum árið 2008 þegar kjarnorkuviðræður stóðu yfir. Einungis Íran, Súdan, Sýrland og Kúba eru á listanum. Þá hafa yfirvöld í Pyonyang hótað því að bregðast hart við verði landið sett aftur á umræddan lista. þetta kom fram í tilkynningu frá þjóðaröryggisráði Norður-Kóreu, en ekkert var tekið fram um hver þau viðbrögð yrðu.Hafa beðið Kína um aðstoð AP hefur heimildir fyrir því að Washington hafi beðið stjórnvöld í Kína um hugmyndir hvernig bregðast ætti við tölvuárásinni. Þá segja þeir að ríkin hafi skipst á upplýsingum um árásina. Þrátt fyrir að Obama hafi áður sakað Kína um tölvuárásir á Bandaríkin. Í nýlegu viðtali við CNN ítrekaði Obama að hann væri óánægður ákvörðun Sony um að birta The Interview ekki. Sony hefur hins vegar gefið út að þeir hefðu ekki haft aðra kosti eftir að kvikmyndahús hættu við að sýna myndina. Obama sagðist hafa viljað að Sony hefði haft samband við sig. „Ég hefði mögulega haft samband við kvikmyndahúsakeðjurnar og dreifingaraðila og spurt þá um hvað málið snerist.“ Norður-Kórea hefur neitað því að hafa komið að árásinni og buðu yfirvöld þar fram hjálp sína við rannsókn málsins í gær. Hvíta húsið hafnaði því og segjast þeir vera öryggir með að Norður-Kórea hafi komið að árásinni.
Sony-hakkið Tengdar fréttir Obama segir það mistök að hafa hætt við sýningu myndarinnar Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur heitið því að Bandaríkjastjórn muni bregðast við tölvuárás Norður-Kóreumanna á Sony Pictures vegna kvikmyndarinnar The Interview. 19. desember 2014 23:36 Fullyrða að Norður-Kórea hafi staðið að árásinni á Sony „Það var mjög viturt af ykkur að hætta við útgáfu The Interview,“ sagði meðal annars í póstinum sem yfirmenn hjá Sony fengu frá tölvuþrjótunum í gær. 19. desember 2014 16:15 Leikarar reiðir yfir ákvörðun kvikmyndahúsa Hakkarar sagðir hafa unnið með hótunum og ákvörðunin talin gefa slæmt fordæmi. 18. desember 2014 10:40 Segir það mistök hjá Sony að hætta við dreifingu myndarinnar Barack Obama forseti Bandaríkjanna segir að það hafi verið mistök hjá Sony að hætta við dreifingu kvikmyndarinnar the Interview og Bandaríkjamenn geti ekki látið einræðisherra út í heimi ritskoða bandarísku þjóðina. 20. desember 2014 13:50 Sony hættir við að sýna The Interview Ákvörðunin er tekin eftir að stærstu kvikmyndahúsakeðjur Bandaríkjanna tilkynntu að myndin yrði ekki tekin til sýninga. 17. desember 2014 23:19 Norður-Kóreumenn vilja sameiginlega rannsókn Stjórnvöld í Norður-Kóreu segja engan fót fyrir ásökunum um aðild þeirra að tölvuárásum á Sony. 20. desember 2014 23:17 Team America tekin úr sýningu Kvikmyndahús ætluðu að sýna brúðumyndina í stað The Interview, en dreifingaraðili myndarinnar bannaði það. 19. desember 2014 10:10 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Obama segir það mistök að hafa hætt við sýningu myndarinnar Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur heitið því að Bandaríkjastjórn muni bregðast við tölvuárás Norður-Kóreumanna á Sony Pictures vegna kvikmyndarinnar The Interview. 19. desember 2014 23:36
Fullyrða að Norður-Kórea hafi staðið að árásinni á Sony „Það var mjög viturt af ykkur að hætta við útgáfu The Interview,“ sagði meðal annars í póstinum sem yfirmenn hjá Sony fengu frá tölvuþrjótunum í gær. 19. desember 2014 16:15
Leikarar reiðir yfir ákvörðun kvikmyndahúsa Hakkarar sagðir hafa unnið með hótunum og ákvörðunin talin gefa slæmt fordæmi. 18. desember 2014 10:40
Segir það mistök hjá Sony að hætta við dreifingu myndarinnar Barack Obama forseti Bandaríkjanna segir að það hafi verið mistök hjá Sony að hætta við dreifingu kvikmyndarinnar the Interview og Bandaríkjamenn geti ekki látið einræðisherra út í heimi ritskoða bandarísku þjóðina. 20. desember 2014 13:50
Sony hættir við að sýna The Interview Ákvörðunin er tekin eftir að stærstu kvikmyndahúsakeðjur Bandaríkjanna tilkynntu að myndin yrði ekki tekin til sýninga. 17. desember 2014 23:19
Norður-Kóreumenn vilja sameiginlega rannsókn Stjórnvöld í Norður-Kóreu segja engan fót fyrir ásökunum um aðild þeirra að tölvuárásum á Sony. 20. desember 2014 23:17
Team America tekin úr sýningu Kvikmyndahús ætluðu að sýna brúðumyndina í stað The Interview, en dreifingaraðili myndarinnar bannaði það. 19. desember 2014 10:10
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“