Sjá merki um nýja bólu á hlutabréfamarkaði Haraldur Guðmundsson skrifar 9. janúar 2014 07:00 Heildarviðskipti með hlutabréf námu á síðasta ári 1.018 milljónum á dag. Fréttablaðið/Stefán „Það eru merki um að eignabóla geti farið að myndast á íslenskum hlutabréfamarkaði. Þegar mikið fjármagn er að leita að fáum fjárfestingarkostum er alltaf hætta á því að bóla myndist og það er svolítið það sem við gætum farið að upplifa hér á Íslandi,“ segir Stefán Broddi Guðjónsson hjá Greiningardeild Arion Banka, spurður hvort líkur á eignabólu á innlendum hlutabréfamarkaði hafi aukist að undanförnu. Heildarviðskipti með hlutabréf í Kauphöll Íslands námu 251 milljarði króna á síðasta ári samanborið við 89 milljarða veltu árið 2012. Þrjú félög, N1, TM og VÍS, voru skráð á Aðalmarkað Kauphallarinnar árið 2013 og fagfjárfestar jafnt sem almennir sýndu hlutafjárútboðum þeirra mikinn áhuga. „Hlutabréfamarkaðir hafa yfirhöfuð, bæði hér á landi og annars staðar, hækkað töluvert mikið á undanförnum tveimur árum. Fjárfestar hafa verið heldur bjartsýnir og þeir hafa verið tilbúnir í aðeins meiri áhættu. Ísland hefur því ekkert verið að þróast neitt öðru vísi en önnur lönd og íslenskar hlutabréfavísitölur hafa þróast á sambærilegan hátt og annars staðar,“ segir Stefán. Hann segir mikla þátttöku í hlutafjárútboðum eiga sér augljósa skýringu í því að fagfjárfestar og almenningur horfa í auknum mæli á þau sem auðvelda leið til að hagnast á stuttum tíma. „Það er samt ekki alltaf þannig. Það er heilmikil áhætta fólgin í því að taka þátt í hlutafjárútboðum og ég tala ekki um þegar fólk tekur lán til að taka þátt í þeim.“Jóhann Viðar Ívarsson, greinandi hjá IFS Greiningu, tekur í sama streng og Stefán varðandi möguleikann á eignabólu. Hann segir fjárfesta þurfa að vera varkára varðandi verðlagningu hlutabréfa. „Helstu verðkennitölur á íslenska markaðnum eru í frekar háum gildum í samanburði við verðkennitölur á öðrum mörkuðum, án þess að vera komnar út fyrir þessi mörk sem mætti kalla bóluástand. Sögulega hefur íslenski markaðurinn ekki verið feiminn við að verðleggja sig við hliðina á stærstu mörkuðum heims en að minnsta kosti án gjaldeyrishafta má færa góð rök fyrir því að lægri kennitölur hæfi honum, meðal annars vegna hærra vaxtastigs, smæðar og grunnleika,“ segir Jóhann. Spurður hvort það sé næg innistæða fyrir þessum hækkunum á verði hlutabréfa bendir Stefán á að breytingar á verði félaganna hafi oftast tekið mið af afkomu þeirra og öðrum tíðindum. „Það er stærsti mælikvarðinn. Hins vegar má það ekki gleymast að sum félög voru ekkert að hækka. Það er ákveðið heilbrigðismerki að í fyrra voru félög sem stóðu ekki undir væntingum og þeim var refsað þannig að þau lækkuðu á markaði,“ segir Stefán og nefnir fyrirtækin Marel og Vodafone sem dæmi. „Ég vona svo sannarlega að þetta haldi áfram því það er auðvitað óhollt og skaðlegt til lengri tíma litið ef markaðurinn fer að hegða sér þannig að öll félög fari að hækka óháð frammistöðu og afkomu.“ Mest lesið Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Viðskipti innlent Verðmæti Haga aukist um 5,8 milljarða fari áfengi í búðir Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Sjá meira
„Það eru merki um að eignabóla geti farið að myndast á íslenskum hlutabréfamarkaði. Þegar mikið fjármagn er að leita að fáum fjárfestingarkostum er alltaf hætta á því að bóla myndist og það er svolítið það sem við gætum farið að upplifa hér á Íslandi,“ segir Stefán Broddi Guðjónsson hjá Greiningardeild Arion Banka, spurður hvort líkur á eignabólu á innlendum hlutabréfamarkaði hafi aukist að undanförnu. Heildarviðskipti með hlutabréf í Kauphöll Íslands námu 251 milljarði króna á síðasta ári samanborið við 89 milljarða veltu árið 2012. Þrjú félög, N1, TM og VÍS, voru skráð á Aðalmarkað Kauphallarinnar árið 2013 og fagfjárfestar jafnt sem almennir sýndu hlutafjárútboðum þeirra mikinn áhuga. „Hlutabréfamarkaðir hafa yfirhöfuð, bæði hér á landi og annars staðar, hækkað töluvert mikið á undanförnum tveimur árum. Fjárfestar hafa verið heldur bjartsýnir og þeir hafa verið tilbúnir í aðeins meiri áhættu. Ísland hefur því ekkert verið að þróast neitt öðru vísi en önnur lönd og íslenskar hlutabréfavísitölur hafa þróast á sambærilegan hátt og annars staðar,“ segir Stefán. Hann segir mikla þátttöku í hlutafjárútboðum eiga sér augljósa skýringu í því að fagfjárfestar og almenningur horfa í auknum mæli á þau sem auðvelda leið til að hagnast á stuttum tíma. „Það er samt ekki alltaf þannig. Það er heilmikil áhætta fólgin í því að taka þátt í hlutafjárútboðum og ég tala ekki um þegar fólk tekur lán til að taka þátt í þeim.“Jóhann Viðar Ívarsson, greinandi hjá IFS Greiningu, tekur í sama streng og Stefán varðandi möguleikann á eignabólu. Hann segir fjárfesta þurfa að vera varkára varðandi verðlagningu hlutabréfa. „Helstu verðkennitölur á íslenska markaðnum eru í frekar háum gildum í samanburði við verðkennitölur á öðrum mörkuðum, án þess að vera komnar út fyrir þessi mörk sem mætti kalla bóluástand. Sögulega hefur íslenski markaðurinn ekki verið feiminn við að verðleggja sig við hliðina á stærstu mörkuðum heims en að minnsta kosti án gjaldeyrishafta má færa góð rök fyrir því að lægri kennitölur hæfi honum, meðal annars vegna hærra vaxtastigs, smæðar og grunnleika,“ segir Jóhann. Spurður hvort það sé næg innistæða fyrir þessum hækkunum á verði hlutabréfa bendir Stefán á að breytingar á verði félaganna hafi oftast tekið mið af afkomu þeirra og öðrum tíðindum. „Það er stærsti mælikvarðinn. Hins vegar má það ekki gleymast að sum félög voru ekkert að hækka. Það er ákveðið heilbrigðismerki að í fyrra voru félög sem stóðu ekki undir væntingum og þeim var refsað þannig að þau lækkuðu á markaði,“ segir Stefán og nefnir fyrirtækin Marel og Vodafone sem dæmi. „Ég vona svo sannarlega að þetta haldi áfram því það er auðvitað óhollt og skaðlegt til lengri tíma litið ef markaðurinn fer að hegða sér þannig að öll félög fari að hækka óháð frammistöðu og afkomu.“
Mest lesið Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Viðskipti innlent Verðmæti Haga aukist um 5,8 milljarða fari áfengi í búðir Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur