Mikil gleði og kraftur í kringum Floru Stefán Árni Pálsson skrifar 16. janúar 2014 07:30 Florentina Stanciu, sem sést hér í landsleik með Íslandi, hefur verið ótrúleg í marki Stjörnunnar á tímabilinu. Mynd/Vilhelm Fréttablaðið fékk þjálfara Olís-deildar kvenna til að velja þá leikmenn sem skara fram úr í deildinni. Í dag skoðum við hver er mikilvægasti leikmaður deildarinnar að mati þjálfaranna tólf en sami leikmaður er einnig besti markvörður deildarinnar. Florentina Stanciu eða Flora eins og hún er oftast kölluð er mikilvægasti leikmaður deildarinnar að mati þjálfaranna en hún stendur í marki Stjörnunnar á ný eftir nokkra fjarveru frá liðinu. Florentina er einnig besti markvörður deildarinnar. Valið kemur þjálfara hennar, Skúla Gunnsteinssyni, ekki á óvart. „Flora hefur allt að bera sem afreksíþróttamaður þarf að hafa til þess að ná langt í sinni grein,“ segir Skúli. „Hún leggur rosalega hart að sér og æfir ekki bara vel heldur einnig mjög skynsamlega. Hún hugsar mjög vel um sig og æfir aukalega sjálf. Flora er mjög svo fagleg í sinni nálgun á íþróttinni og er gríðarlegur keppnismaður í öllu,“ segir Skúli en Stjarnan er í efsta sæti deildarinnar eins og er. Skúli segir að það skipti engu máli hvort um sé að ræða upphitunarfótboltann eða alvöru keppnisleiki, Flora verður alltaf að fara með sigur af hólmi.Mikilvæg liðinu „Fyrir liðið er hún ótrúlega mikilvæg og það er ávallt ofboðslega mikil gleði og kraftur í kringum hana. Hún hefur jákvæð áhrif á liðið og gerir í leiðinni verkefni okkar mun skemmtilegri. Hún skilar mun meira til liðsins en bara að vera góð í marki og hvetur liðsfélaga sína alltaf áfram.“ Florentina lék fyrst með ÍBV á Íslandi áður en hún gekk til liðs við Stjörnuna árið 2006. Hún gekk síðan aftur í raðir ÍBV árið 2011 en fyrir núverandi tímabil kom markvörðurinn síðan aftur í Stjörnuna. Florentina hefur einnig leikið erlendis með Handball Metz Metropole í Frakklandi og Uni Ursus Cluj í Rúmeníu. Á ferlinum hefur hún unnið marga titla og orðið Íslandsmeistari bæði með ÍBV og Stjörnunni. „Ég held að flestir séu sammála því að markmannsstaðan sé mikilvægasta staðan á vellinum. Ef markmaðurinn ver öll skot andstæðingsins þá er ekki hægt að tapa og Flora er ótrúlega öflugur markvörður. Hún á mikinn þátt í því að liðinu gengur vel. Varnarleikur liðsins í heild sinni hefur verið góður í vetur og það hefur sitt að segja upp á markvörslu. Florentina er klárlega gríðarlega mikilvæg liðinu en ég myndi segja að andlegir og félagslegir eiginleikar hennar séu það sem gerir hana í raun ómissandi fyrir liðið.“ Flott fyrirmynd Að mati þjálfarans er Florentina mikill sigurvegari og ungum handknattleikskonum frábær fyrirmynd. „Hún er rosalega góð auglýsing fyrir handboltann og hefur mjög jákvæð áhrif hér á landi. Ég er ekki í nokkrum vafa um að hún eigi eftir að verða mjög skemmtileg í úrslitakeppninni fyrir alla þá sem fylgjast með handbolta.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Fréttablaðið fékk þjálfara Olís-deildar kvenna til að velja þá leikmenn sem skara fram úr í deildinni. Í dag skoðum við hver er mikilvægasti leikmaður deildarinnar að mati þjálfaranna tólf en sami leikmaður er einnig besti markvörður deildarinnar. Florentina Stanciu eða Flora eins og hún er oftast kölluð er mikilvægasti leikmaður deildarinnar að mati þjálfaranna en hún stendur í marki Stjörnunnar á ný eftir nokkra fjarveru frá liðinu. Florentina er einnig besti markvörður deildarinnar. Valið kemur þjálfara hennar, Skúla Gunnsteinssyni, ekki á óvart. „Flora hefur allt að bera sem afreksíþróttamaður þarf að hafa til þess að ná langt í sinni grein,“ segir Skúli. „Hún leggur rosalega hart að sér og æfir ekki bara vel heldur einnig mjög skynsamlega. Hún hugsar mjög vel um sig og æfir aukalega sjálf. Flora er mjög svo fagleg í sinni nálgun á íþróttinni og er gríðarlegur keppnismaður í öllu,“ segir Skúli en Stjarnan er í efsta sæti deildarinnar eins og er. Skúli segir að það skipti engu máli hvort um sé að ræða upphitunarfótboltann eða alvöru keppnisleiki, Flora verður alltaf að fara með sigur af hólmi.Mikilvæg liðinu „Fyrir liðið er hún ótrúlega mikilvæg og það er ávallt ofboðslega mikil gleði og kraftur í kringum hana. Hún hefur jákvæð áhrif á liðið og gerir í leiðinni verkefni okkar mun skemmtilegri. Hún skilar mun meira til liðsins en bara að vera góð í marki og hvetur liðsfélaga sína alltaf áfram.“ Florentina lék fyrst með ÍBV á Íslandi áður en hún gekk til liðs við Stjörnuna árið 2006. Hún gekk síðan aftur í raðir ÍBV árið 2011 en fyrir núverandi tímabil kom markvörðurinn síðan aftur í Stjörnuna. Florentina hefur einnig leikið erlendis með Handball Metz Metropole í Frakklandi og Uni Ursus Cluj í Rúmeníu. Á ferlinum hefur hún unnið marga titla og orðið Íslandsmeistari bæði með ÍBV og Stjörnunni. „Ég held að flestir séu sammála því að markmannsstaðan sé mikilvægasta staðan á vellinum. Ef markmaðurinn ver öll skot andstæðingsins þá er ekki hægt að tapa og Flora er ótrúlega öflugur markvörður. Hún á mikinn þátt í því að liðinu gengur vel. Varnarleikur liðsins í heild sinni hefur verið góður í vetur og það hefur sitt að segja upp á markvörslu. Florentina er klárlega gríðarlega mikilvæg liðinu en ég myndi segja að andlegir og félagslegir eiginleikar hennar séu það sem gerir hana í raun ómissandi fyrir liðið.“ Flott fyrirmynd Að mati þjálfarans er Florentina mikill sigurvegari og ungum handknattleikskonum frábær fyrirmynd. „Hún er rosalega góð auglýsing fyrir handboltann og hefur mjög jákvæð áhrif hér á landi. Ég er ekki í nokkrum vafa um að hún eigi eftir að verða mjög skemmtileg í úrslitakeppninni fyrir alla þá sem fylgjast með handbolta.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira