Eiga að leggja siðferðismat á grunnskólanemendur Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 22. janúar 2014 06:30 Kennarar eiga að meta ýmsa þætti í fari tíundu bekkinga áður en þeir útskrifa nemendurna. Fréttablaðið/Daníel Samkvæmt nýrri aðalnámsskrá grunnskóla, sem kemur til framkvæmda á næsta ári, á við útskrift úr 10. bekk að gefa nemendum einkunnir meðal annars fyrir persónulega þætti og siðferðileg viðhorf.Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sagði í síðustu viku að ekki kæmi til greina að gefa umsögn um sambærilega þætti á prófskírteini um framhaldsskólapróf. „Að mínu mati er það hvorki á færi skólastjórnenda né kennara að leggja dóm á persónuleika nemenda,“ segir Hilmar Hilmarsson, skólastjóri Réttarholtsskóla. Meðal þess sem á að gefa einkunn á bilinu A til D er hvort nemandi geti „nýtt hæfni sína til að vera virkur og ábyrgur borgari í lýðræðislegu samfélagi“, hvort fólk hafi „skýra sjálfsmynd“ og hvort nemandinn geti „verið meðvitaður um siðferðislegt gildi ábyrgrar netnotkunar og tekið ábyrgð á eigin samskiptum á neti og netmiðlum“.Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla, og Hilmar skólastjóri segja að það geti orðið þrautin þyngri fyrir kennara að gefa sameiginlegt mat um þessa þætti. Hver kennari hafi sitt siðferðismat sem geti verið allt annað en kennarans við hliðina á honum. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sagði í Fréttablaðinu á laugardag að á meðan hann væri menntamálaráðherra yrði „aldrei tekið upp þannig kerfi að skólastjórnendum verði lagt það á herðar að leggja siðferðilegt mat á nemendur“. Ekki náðist í ráðherra við vinnslu þessarar fréttar. Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Sjá meira
Samkvæmt nýrri aðalnámsskrá grunnskóla, sem kemur til framkvæmda á næsta ári, á við útskrift úr 10. bekk að gefa nemendum einkunnir meðal annars fyrir persónulega þætti og siðferðileg viðhorf.Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sagði í síðustu viku að ekki kæmi til greina að gefa umsögn um sambærilega þætti á prófskírteini um framhaldsskólapróf. „Að mínu mati er það hvorki á færi skólastjórnenda né kennara að leggja dóm á persónuleika nemenda,“ segir Hilmar Hilmarsson, skólastjóri Réttarholtsskóla. Meðal þess sem á að gefa einkunn á bilinu A til D er hvort nemandi geti „nýtt hæfni sína til að vera virkur og ábyrgur borgari í lýðræðislegu samfélagi“, hvort fólk hafi „skýra sjálfsmynd“ og hvort nemandinn geti „verið meðvitaður um siðferðislegt gildi ábyrgrar netnotkunar og tekið ábyrgð á eigin samskiptum á neti og netmiðlum“.Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla, og Hilmar skólastjóri segja að það geti orðið þrautin þyngri fyrir kennara að gefa sameiginlegt mat um þessa þætti. Hver kennari hafi sitt siðferðismat sem geti verið allt annað en kennarans við hliðina á honum. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sagði í Fréttablaðinu á laugardag að á meðan hann væri menntamálaráðherra yrði „aldrei tekið upp þannig kerfi að skólastjórnendum verði lagt það á herðar að leggja siðferðilegt mat á nemendur“. Ekki náðist í ráðherra við vinnslu þessarar fréttar.
Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“