Opinberun Starwalker á Sónar Gunnar Leó Pálsson skrifar 30. janúar 2014 12:30 Hljómsveitin Starwalker kemur fram í fyrsta sinn opinberlega á Sónar Reykjavík. mynd/Jeaneen Lund „Við höfum aldrei spilað opinberlega enda höfum við bara gefið út eitt lag eins og er,“ segir Barði Jóhannsson sem skipar hljómsveitina Starwalker ásamt JD Dunckel úr hljómsveitinni Air. Barði er líklega best þekktur sem forsprakki hljómsveitarinnar Bang Gang en hann og Dunckel hófu sitt samstarf á síðasta ári. Á sviðinu með þeim félögum verða þau Sarah Jones, en hún trommar meðal annars með hljómsveitinni Hot Chip, Ása Dýradóttir, bassaleikari úr Mammút og Bjarni Þór Jensson, gítarleikari úr hljómsveitinni Cliff Clavin. Fyrstu afurðir Starwalker voru í rólegri kantinum en Barði segir sveitina hafa fundið sinn tón. „Við erum að finna okkar „sound“ og það mætti segja að tónlistin okkar sé svona tjillað diskó,“ segir Barði. Sveitin gefur út nýtt smáskífulag sitt á næstunni en það fer í útvarpsspilun í næstu viku. „Við ætlum að gefa út EP-plötu þann 17. mars næstkomandi, úti um allan heim. Við erum að verða búnir að semja efni í heila plötu en ég geri ráð fyrir að við spilum megnið af þeim lögum á Sónar,“ útskýrir Barði. Hann segir jafnframt að hann hlakki til að spila á Sónar Reykjvík. „Þetta er voða spennandi, ég veit að hátíðin heppnaðist vel í fyrra.“ Sónar Reykjavík fer fram dagana þrettánda til fimmtánda febrúar næstkomandi. Sónar Tónlist Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Við höfum aldrei spilað opinberlega enda höfum við bara gefið út eitt lag eins og er,“ segir Barði Jóhannsson sem skipar hljómsveitina Starwalker ásamt JD Dunckel úr hljómsveitinni Air. Barði er líklega best þekktur sem forsprakki hljómsveitarinnar Bang Gang en hann og Dunckel hófu sitt samstarf á síðasta ári. Á sviðinu með þeim félögum verða þau Sarah Jones, en hún trommar meðal annars með hljómsveitinni Hot Chip, Ása Dýradóttir, bassaleikari úr Mammút og Bjarni Þór Jensson, gítarleikari úr hljómsveitinni Cliff Clavin. Fyrstu afurðir Starwalker voru í rólegri kantinum en Barði segir sveitina hafa fundið sinn tón. „Við erum að finna okkar „sound“ og það mætti segja að tónlistin okkar sé svona tjillað diskó,“ segir Barði. Sveitin gefur út nýtt smáskífulag sitt á næstunni en það fer í útvarpsspilun í næstu viku. „Við ætlum að gefa út EP-plötu þann 17. mars næstkomandi, úti um allan heim. Við erum að verða búnir að semja efni í heila plötu en ég geri ráð fyrir að við spilum megnið af þeim lögum á Sónar,“ útskýrir Barði. Hann segir jafnframt að hann hlakki til að spila á Sónar Reykjvík. „Þetta er voða spennandi, ég veit að hátíðin heppnaðist vel í fyrra.“ Sónar Reykjavík fer fram dagana þrettánda til fimmtánda febrúar næstkomandi.
Sónar Tónlist Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira