Collective Kjarasamningar Agreements Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 30. janúar 2014 06:00 Það eru til orð í íslensku sem eru löngu hætt að hafa þýðingu fyrir mér. Kjarasamningar eru eitt þeirra orða. Jú. Ég veit svo sem hvað kjarasamningar eru en ég velti stundum fyrir mér hvers vegna flytja þarf fréttir af þeim í síbylju. Þegar orðið „kjarasamningar“ heyrist í útvarpinu gætu allt eins heyrst skruðningar fyrir mér. Ég er ágætur í ensku eins og flestir Íslendingar. Ég kann ótrúlegustu hugtök á ensku. Ég veit til dæmis að skiptilykill er „wrench“, örgjörvi er „microprocessor“ en ekki vissi ég hvernig maður segir „kjarasamningar“ á ensku. Ég þurfti að fletta því upp. Þýðingin kemur að vísu ekkert sérlega á óvart, hún er nánast niðurdrepandi fyrirsjáanleg: „collective wage agreement“ (stundum nefnt collective pay agreement eða aðeins collective agreement). En hvers vegna hef ég aldrei heyrt minnst á orðarununa „collective wage agreement“ þó ég hafi heyrt orðið „kjarasamningar“ að lágmarki tíu þúsund sinnum? Ekki er það vegna þess að ég er ekki nógu mikið inni í engilsaxnesku tungutaki. Það er ekki svo enda hef ég þekkt orð eins og „psychoanalysis“ og „bicentennial“ frá unga aldri – og það eru bara nokkuð flókin og sértæk orð. Ástæðan er sú að kjarasamningar hafa aldrei náð að ryðja sér inn í heim bíómynda, sjónvarpsþátta, tölvuleikja eða popptónlistar. Í öllu hugmyndamengi engilsaxneskra listamanna eru kannski 25-50 þúsund hugtök og kjarasamningar eru ekki meðal þeirra. Samt eru kjarasamningar gerðir bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Þeir eru gerðir um gervalla veröld en hvergi eru þeir jafn ágengir og hér á landi. Ástæðan? Jú. Íslenskir launþegar þurfa reglulega að fá magasár af stressi þegar óstöðugur gjaldmiðillinn (og léleg efnahagsstefnan) hóta að taka af þeim lífsviðurværið nema „sögulegum“ kjarasamningum verði náð. Ef það væri svo í Bandaríkjunum þá myndi annað hvert rapplag fjalla um „collective wage agreements“. En þar fá menn bara sinn „ice cream cone“ og geta keypt sér strigaskó án þess að taka lán. Pælið í því! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun
Það eru til orð í íslensku sem eru löngu hætt að hafa þýðingu fyrir mér. Kjarasamningar eru eitt þeirra orða. Jú. Ég veit svo sem hvað kjarasamningar eru en ég velti stundum fyrir mér hvers vegna flytja þarf fréttir af þeim í síbylju. Þegar orðið „kjarasamningar“ heyrist í útvarpinu gætu allt eins heyrst skruðningar fyrir mér. Ég er ágætur í ensku eins og flestir Íslendingar. Ég kann ótrúlegustu hugtök á ensku. Ég veit til dæmis að skiptilykill er „wrench“, örgjörvi er „microprocessor“ en ekki vissi ég hvernig maður segir „kjarasamningar“ á ensku. Ég þurfti að fletta því upp. Þýðingin kemur að vísu ekkert sérlega á óvart, hún er nánast niðurdrepandi fyrirsjáanleg: „collective wage agreement“ (stundum nefnt collective pay agreement eða aðeins collective agreement). En hvers vegna hef ég aldrei heyrt minnst á orðarununa „collective wage agreement“ þó ég hafi heyrt orðið „kjarasamningar“ að lágmarki tíu þúsund sinnum? Ekki er það vegna þess að ég er ekki nógu mikið inni í engilsaxnesku tungutaki. Það er ekki svo enda hef ég þekkt orð eins og „psychoanalysis“ og „bicentennial“ frá unga aldri – og það eru bara nokkuð flókin og sértæk orð. Ástæðan er sú að kjarasamningar hafa aldrei náð að ryðja sér inn í heim bíómynda, sjónvarpsþátta, tölvuleikja eða popptónlistar. Í öllu hugmyndamengi engilsaxneskra listamanna eru kannski 25-50 þúsund hugtök og kjarasamningar eru ekki meðal þeirra. Samt eru kjarasamningar gerðir bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Þeir eru gerðir um gervalla veröld en hvergi eru þeir jafn ágengir og hér á landi. Ástæðan? Jú. Íslenskir launþegar þurfa reglulega að fá magasár af stressi þegar óstöðugur gjaldmiðillinn (og léleg efnahagsstefnan) hóta að taka af þeim lífsviðurværið nema „sögulegum“ kjarasamningum verði náð. Ef það væri svo í Bandaríkjunum þá myndi annað hvert rapplag fjalla um „collective wage agreements“. En þar fá menn bara sinn „ice cream cone“ og geta keypt sér strigaskó án þess að taka lán. Pælið í því!
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun