Konungarnir mætast á sviðinu í Hörpu Gunnar Leó Pálsson skrifar 7. febrúar 2014 10:00 Björgvin Halldórsson og Bubbi Morthens koma fram saman á tónleikum í Hörpu. mynd/gassi „Þessi tónleikar eiga sér langa forsögu, það er búið að tala um að gera þetta í nokkur ár en það hefur aldrei gefist tími. Það er að gera þetta núna eða aldrei,“ segir Björgvin Halldórsson sem heldur í fyrsta skipti tónleika ásamt Bubba Morthens í Hörpu í apríl. Eins og alþjóð veit, er um að ræða líklega tvö af stærstu nöfnum íslenskrar tónlistarsögu. „Við Bubbi höfum þekkst mjög lengi og höfum sungið saman áður eins og á Jólagestunum í hittifyrra og á nýju dúettaplötunni minni. Ég hef einnig verið gestur í þættinum hans Bubba þannig að við þekkjumst vel,“ útskýrir Björgvin. Blaðamaður gat ekki annað en spurt hvort konungarnir tveir væru farnir að búa til nýja tónlist saman. „Það er ekki komið að því enn. Maður veit þó aldrei, það gæti vel verið að við kæmum með eitthvert nýtt efni,“ segir Björgvin. Þessir tveir mikilvirkustu og vinsælustu söngvarar landsins, sem stundum hafa eldað saman grátt silfur, munu slíðra sverðin og ganga til leiks í sameiginlegri ást sinni á tónlistinni, hvort heldur það eru dægurvísur, sveitasöngvar eða rokk og ról. Þeir munu syngja sín eigin lög og lög hvor annars og flytja saman margar gersemar úr söngbókinni. „Þetta er ofsalega spennandi og ögrandi verkefni. Við ætlum ekkert að hafa þetta of stórt og mikið, frekar kósí og létt.“ Þeir félagar ætla að spjalla um ferilinn og segja góðar sögur á milli laga. Með þeim á sviðinu verður sérvalin hljómsveit en hana skipa Þórir Úlfarsson á hljómborð, Þórir Baldursson á Hammond-orgel, Jón Elvar Hafsteinsson og Guðmundur Pétursson á gítar, Benedikt Brynleifsson á trommur og Eiður Arnarsson á bassa. Kynnir á tónleikunum verður einn vinsælasti grínisti landsins, Ari Eldjárn.Tónleikarnir fara fram laugardagurinn 5. apríl, í Eldborgarsalnum í Hörpu og hefjast klukkan 20.00. Miðasala hefst á þriðjudaginn á midi.is. Tónlist Mest lesið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Þessi tónleikar eiga sér langa forsögu, það er búið að tala um að gera þetta í nokkur ár en það hefur aldrei gefist tími. Það er að gera þetta núna eða aldrei,“ segir Björgvin Halldórsson sem heldur í fyrsta skipti tónleika ásamt Bubba Morthens í Hörpu í apríl. Eins og alþjóð veit, er um að ræða líklega tvö af stærstu nöfnum íslenskrar tónlistarsögu. „Við Bubbi höfum þekkst mjög lengi og höfum sungið saman áður eins og á Jólagestunum í hittifyrra og á nýju dúettaplötunni minni. Ég hef einnig verið gestur í þættinum hans Bubba þannig að við þekkjumst vel,“ útskýrir Björgvin. Blaðamaður gat ekki annað en spurt hvort konungarnir tveir væru farnir að búa til nýja tónlist saman. „Það er ekki komið að því enn. Maður veit þó aldrei, það gæti vel verið að við kæmum með eitthvert nýtt efni,“ segir Björgvin. Þessir tveir mikilvirkustu og vinsælustu söngvarar landsins, sem stundum hafa eldað saman grátt silfur, munu slíðra sverðin og ganga til leiks í sameiginlegri ást sinni á tónlistinni, hvort heldur það eru dægurvísur, sveitasöngvar eða rokk og ról. Þeir munu syngja sín eigin lög og lög hvor annars og flytja saman margar gersemar úr söngbókinni. „Þetta er ofsalega spennandi og ögrandi verkefni. Við ætlum ekkert að hafa þetta of stórt og mikið, frekar kósí og létt.“ Þeir félagar ætla að spjalla um ferilinn og segja góðar sögur á milli laga. Með þeim á sviðinu verður sérvalin hljómsveit en hana skipa Þórir Úlfarsson á hljómborð, Þórir Baldursson á Hammond-orgel, Jón Elvar Hafsteinsson og Guðmundur Pétursson á gítar, Benedikt Brynleifsson á trommur og Eiður Arnarsson á bassa. Kynnir á tónleikunum verður einn vinsælasti grínisti landsins, Ari Eldjárn.Tónleikarnir fara fram laugardagurinn 5. apríl, í Eldborgarsalnum í Hörpu og hefjast klukkan 20.00. Miðasala hefst á þriðjudaginn á midi.is.
Tónlist Mest lesið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira