Þegar sjóliðarnir neituðu að deyja Illugi Jökulsson skrifar 15. febrúar 2014 12:30 Hipper Eitthvað er það í sálartetri mannsins sem veldur því að hann er veikur fyrir tilhugsuninni um að fórna sér. Það er reyndar ekkert erfitt að skilja grunn þeirrar tilfinningar – því í hópi frummanna gat verið nauðsynlegt að kasta sér af fífldirfsku fyrir óvininn til að bjarga loðnum barnahópnum, og menn eru æ betur að átta sig á því að hinn darwinski (og dawkinski) hugsunarháttur um mikilvægi þess að bjarga genum sínum, hann á ekki endilega bara við um okkur sem einstaklinga, heldur getum við líka hugsað þannig um allan hópinn. Og barist fram í rauðan dauðann fyrir börn alls hópsins, en ekki bara okkar eigin börn. En einhvers staðar á leið Homo sapiens frá gresjunum í Afríku hljóp ofvöxtur í þennan eðlisþátt, rétt eins og svo marga aðra sem við erum síðan búin. Þessi ofvöxtur gerði okkur vissulega að því sem við erum, en fór stundum út fyrir allan þjófabálk. Sú hvöt að hafa allan vara á sér og skima sífellt eftir hlébarða í grasinu, hún hefur í verstu tilfellum gert okkur vænisjúk og kvíðin. Þegar við lærðum að tala til að skiptast á orðum um hvert væri vænlegast að fara til að veiða, þá endaði það með því að sumir geta nú bara alls ekki haldið kjafti. Og sá hæfileiki að geta blístrað hvellt til að láta félagana vita að kannski sé hlébarðinn að koma, hann hefur náð hámarki sínu með Evrovisionsöngvakeppninni.Orrustuskipið BadenMannskæðar deilur Þannig er eins með hvöt okkar til að fórna lífinu fyrir ungviðið – hún hefur þróast út í rugl eins og það að sumir vilja ólmir leggja líf sitt í hættu fyrir svo fáfengileg fyrirbæri eins og skoðanir, hugmyndir, jafnvel heiður! Frá fimmtu og fram á sjöundu öld geisuðu ógurlegar deilur í austurrómverska ríkinu um svokallað eðli Krists, var það eitt eða tvennt eða þrennt og hvað var þá öðru æðra, um þetta gátu menn rifist af þvílíkri sannfæringu að þeir voru til í að fórna lífinu fyrir þá trú að eðli hans væri svona en ekki hinsegin. Að lokum voru allir orðnir svo leiðir á þessum mannskæðu deilum að það var kallað saman kirkjuþing sem komst að þeirri niðurstöðu að þetta skipti bara ekki nokkru einasta máli, og þá fóru allir heim og gleymdu þessu. En þá víkur sögunni til fyrri heimsstyrjaldar, þessa rammaslags sem hófst fyrir réttum 100 árum. Ein ástæða þess hildarleiks – að minnsta kosti frá sjónarhóli Breta – var að herramenn hins nýja keisaradæmis Þjóðverja vildu allt í einu ólmir keppa við breska flotann um yfirráðin á heimshöfunum. Þjóðverjar höfðu aldrei átt neinn herskipaflota að gagni og ekki saknað þess neitt, en í byrjun 20. aldar tókst flotaforingja að nafni Tirpitz að æsa upp í hálfvitlausum keisaranum Vilhjálmi II ákafa þrá eftir stórum og þungum orrustuskipum, eins og Bretar áttu svo mikið af. Og þýski flotinn tók að bólgna út, hvert stórskipið af öðru hljóp til sjávar. Á augabragði þóttust Þjóðverjar koma sér upp aldalöngum hefðum um sjómennsku og létu eins og þeim væri beinlínis í blóð borin siglingaleiðin um Magellan-sund; þessum prússnesku sveitastrákum sem nú var sópað til sjós í stórhópum að manna hin nýju skip. Bretum leist ekki á blikuna og hertu sig um allan helming við eigin skipasmíðar.SheerStærri orrustuskip Árið 1906 tóku þeir í notkun nýtt orrustuskip sem hét Dreadnought, en það þótti svo fullkomið að samstundis urðu öll eldri orrustuskip úrelt. Bretar og Þjóðverjar hófu æðisgengið kapphlaup um að smíða sífellt stærri og fullkomnari orrustuskip, sem byggðu á þeim nýjungum sem fram höfðu komið með Dreadnought. Á aðeins tíu árum eftir 1906 lét Tirpitz smíða 26 tröllaukin fallbyssuskip sem urðu sífellt þyngri, hraðskreiðari og öflugri. Framfarirnar voru slíkar að í stríðsbyrjun 1914 var Dreadnought orðið nálega jafn úrelt og línuskip Nelsons lávarðar frá því um 1800. Og þessir dallar voru engin smásmíði, þeir stærstu sem Þjóðverjar réðu voru næstum 35.000 tonn og tæpir 200 metrar á lengd og höfðu fallbyssur að hlaupvídd 38 sentímetrar. Bretar voru nú helteknir af ótta við alla þessa uppbyggingu Þjóðverja og smíðuðu sjálfir 45 sams konar skip á sama tíma. Þjóðverjar vissu að þeir myndu ekki geta náð breska flotanum að stærð á næstunni, en hugsun þeirra var sú að þýski flotinn yrði svo öflugur að þegar kæmi til stríðs (þegar, ekki ef) þá myndu Bretar hika við að leggja til sjóorrustu af hræðslu við að tapa svo stórum hluta flotans að hann gæti ekki lengur gegnt skyldum sínum öllum. Nú, síðan braust stríðið út og þá fór nú svo að það voru Þjóðverjar sem lögðu ekki til orrustu af ótta við að tapa skipum sínum. Aðeins einu sinni vógust öll þessi risaskip á, það var út af Jótlandsströndum um mánaðamótin maí-júní 1916. Þá var heilmiklu púðri eytt en svo lögðu Þjóðverjar á flótta áður en hámarki bardagans væri náð. Og hímdu í höfn til stríðsloka, mórallinn hjá mannskapnum fór veg allrar veraldar með tímanum, þeim fannst þeir gagnslausir sjóliðarnir, lágu í kojum sínum í þessum ógnarskipum, til hvers voru eiginlega allar þessar fallbyssur? Tirpitz var þá horfinn á braut enda kominn að þeirri niðurstöðu að öll þessi stóru fallbyssuskip væru meira og minna gagnslaus við að knésetja Breta – það væru kafbátar og aftur kafbátar sem þar dygðu til. En jafnvel þegar Þjóðverjar slepptu að lokum öllum kafbátum sínum lausum, þá var það orðið of seint og stríðið augljóslega tapað. Í október 1918 var bara orðið tímaspursmál hvenær Þýskaland gæfist upp.Stórslagur í Ermasundi En þá greip fórnarlundin yfirmenn flotans, þá aðmírálana Reinhard Scheer og Franz von Hipper. Loks skyldi siglt til hafs, kúlur settar í byssur á ný, öslað suður í Ermarsund og látið sverfa til stáls gegn breska flotanum. Og barist til þrautar í þetta sinn. Þeir Hipper og Scheer vissu þá fullvel að þetta var sjálfsmorð, flotinn þeirra myndi sennilega farast meira og minna allur, en hugmynd þeirra var sú að greiða breska flotanum eins þungt högg og þeir gætu – það myndi, sögðu þeir, á einhvern hátt bæta samningsstöðu Þjóðverja nú þegar hin óhjákvæmilega uppgjöf blasti við. Það var reyndar allt frekar óljóst hvernig stórslagur í Ermarsundi gæti bætt samningsstöðuna, en það var líka fyrst og fremst hin eðlislæga en úttútnaða sjálfsfórnarlund sálarinnar sem hafði heltekið þá félaga. Scheer var reyndar kominn í land og átti ekki að sigla sjálfur þessa hinstu för, en Hipper var óður og uppvægur. Hann skrifaði: „Orrusta um heiður flotans, jafnvel þótt hún leiði til bana, verður kveikjan að nýjum þýskum flota… [nýr] floti er óhugsandi ef friðarsamningum fylgir ekki heiður.“ Heiður, já, það lá að. Það loftkennda hugtak, heiður. Hipper vildi fórna sér fyrir heiður flotans. Og fórna flotanum öllum í leiðinni, honum fannst eitthvað fallegt við það. Hann hafði stikað svo lengi um þilför skipanna þar sem þau lágu aðgerðarlaus í höfn í Wilhelmshaven að hann var farinn að trúa því að þessar járnahrúgur byggju yfir prívat og persónulegum heiðri, og honum væri ætlað að gæta hans. Hugsunin um að flotinn þyrfti að farast, svo nýr floti gæti fæðst – það er auðvitað hugmyndin um ragnarök sem því miður hafði þá síast djúpt inní sálir Þjóðverja, líklega út af öllum þessum Wagner sem afbakaði hina eðlislægu hvöt til að hætta lífinu fyrir ungviðið, svo úr varð útblásin sjálfsfórn í þágu óljósrar hugmyndar, hvaða hugmyndar sem var, nánast, en með skyldi fylgja algjör eyðilegging og svo upprisa. Þannig vildu Hipper og Scheer hafa það, en nú gerðist undrið. Sveitastrákarnir frá Prússlandi, kolanámuþjarkar frá Ruhr, stuttbuxnastrákar frá Bæjaralandi – þeir sem höfðu húkt um borð í skipunum í fjögur ár samfleytt og áttu samkvæmt skilgreiningu að þrá ekkert heitar en fá að fórna sér fyrir heiðurinn, þeir sögðu hingað og ekki lengra. Þeir höfðu horft upp á bræður sína fórna sér möglunarlaust fyrir heiðurinn í helvíti skotgrafanna á vesturvígstöðvunum, nú sáu þeir ekki tilganginn í að vera att út í dauðann í sjálfsfórnarsælu aðmírálanna. Aðfaranótt 30. október 1918 neituðu sjóliðar orrustuskipanna í Wilhelmshaven að létta akkerum þegar átti að sigla útí dauðann. Án sjóliðanna voru skipin sannarlega ekki annað en járnahrúgur, hvað sem leið meintum heiðri þeirra. Þetta er ein fegursta stundin í samanlagðri hernaðarsögu heimsins, þegar óbreyttu dátarnir neituðu að deyja. Flækjusaga Menning Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Eitthvað er það í sálartetri mannsins sem veldur því að hann er veikur fyrir tilhugsuninni um að fórna sér. Það er reyndar ekkert erfitt að skilja grunn þeirrar tilfinningar – því í hópi frummanna gat verið nauðsynlegt að kasta sér af fífldirfsku fyrir óvininn til að bjarga loðnum barnahópnum, og menn eru æ betur að átta sig á því að hinn darwinski (og dawkinski) hugsunarháttur um mikilvægi þess að bjarga genum sínum, hann á ekki endilega bara við um okkur sem einstaklinga, heldur getum við líka hugsað þannig um allan hópinn. Og barist fram í rauðan dauðann fyrir börn alls hópsins, en ekki bara okkar eigin börn. En einhvers staðar á leið Homo sapiens frá gresjunum í Afríku hljóp ofvöxtur í þennan eðlisþátt, rétt eins og svo marga aðra sem við erum síðan búin. Þessi ofvöxtur gerði okkur vissulega að því sem við erum, en fór stundum út fyrir allan þjófabálk. Sú hvöt að hafa allan vara á sér og skima sífellt eftir hlébarða í grasinu, hún hefur í verstu tilfellum gert okkur vænisjúk og kvíðin. Þegar við lærðum að tala til að skiptast á orðum um hvert væri vænlegast að fara til að veiða, þá endaði það með því að sumir geta nú bara alls ekki haldið kjafti. Og sá hæfileiki að geta blístrað hvellt til að láta félagana vita að kannski sé hlébarðinn að koma, hann hefur náð hámarki sínu með Evrovisionsöngvakeppninni.Orrustuskipið BadenMannskæðar deilur Þannig er eins með hvöt okkar til að fórna lífinu fyrir ungviðið – hún hefur þróast út í rugl eins og það að sumir vilja ólmir leggja líf sitt í hættu fyrir svo fáfengileg fyrirbæri eins og skoðanir, hugmyndir, jafnvel heiður! Frá fimmtu og fram á sjöundu öld geisuðu ógurlegar deilur í austurrómverska ríkinu um svokallað eðli Krists, var það eitt eða tvennt eða þrennt og hvað var þá öðru æðra, um þetta gátu menn rifist af þvílíkri sannfæringu að þeir voru til í að fórna lífinu fyrir þá trú að eðli hans væri svona en ekki hinsegin. Að lokum voru allir orðnir svo leiðir á þessum mannskæðu deilum að það var kallað saman kirkjuþing sem komst að þeirri niðurstöðu að þetta skipti bara ekki nokkru einasta máli, og þá fóru allir heim og gleymdu þessu. En þá víkur sögunni til fyrri heimsstyrjaldar, þessa rammaslags sem hófst fyrir réttum 100 árum. Ein ástæða þess hildarleiks – að minnsta kosti frá sjónarhóli Breta – var að herramenn hins nýja keisaradæmis Þjóðverja vildu allt í einu ólmir keppa við breska flotann um yfirráðin á heimshöfunum. Þjóðverjar höfðu aldrei átt neinn herskipaflota að gagni og ekki saknað þess neitt, en í byrjun 20. aldar tókst flotaforingja að nafni Tirpitz að æsa upp í hálfvitlausum keisaranum Vilhjálmi II ákafa þrá eftir stórum og þungum orrustuskipum, eins og Bretar áttu svo mikið af. Og þýski flotinn tók að bólgna út, hvert stórskipið af öðru hljóp til sjávar. Á augabragði þóttust Þjóðverjar koma sér upp aldalöngum hefðum um sjómennsku og létu eins og þeim væri beinlínis í blóð borin siglingaleiðin um Magellan-sund; þessum prússnesku sveitastrákum sem nú var sópað til sjós í stórhópum að manna hin nýju skip. Bretum leist ekki á blikuna og hertu sig um allan helming við eigin skipasmíðar.SheerStærri orrustuskip Árið 1906 tóku þeir í notkun nýtt orrustuskip sem hét Dreadnought, en það þótti svo fullkomið að samstundis urðu öll eldri orrustuskip úrelt. Bretar og Þjóðverjar hófu æðisgengið kapphlaup um að smíða sífellt stærri og fullkomnari orrustuskip, sem byggðu á þeim nýjungum sem fram höfðu komið með Dreadnought. Á aðeins tíu árum eftir 1906 lét Tirpitz smíða 26 tröllaukin fallbyssuskip sem urðu sífellt þyngri, hraðskreiðari og öflugri. Framfarirnar voru slíkar að í stríðsbyrjun 1914 var Dreadnought orðið nálega jafn úrelt og línuskip Nelsons lávarðar frá því um 1800. Og þessir dallar voru engin smásmíði, þeir stærstu sem Þjóðverjar réðu voru næstum 35.000 tonn og tæpir 200 metrar á lengd og höfðu fallbyssur að hlaupvídd 38 sentímetrar. Bretar voru nú helteknir af ótta við alla þessa uppbyggingu Þjóðverja og smíðuðu sjálfir 45 sams konar skip á sama tíma. Þjóðverjar vissu að þeir myndu ekki geta náð breska flotanum að stærð á næstunni, en hugsun þeirra var sú að þýski flotinn yrði svo öflugur að þegar kæmi til stríðs (þegar, ekki ef) þá myndu Bretar hika við að leggja til sjóorrustu af hræðslu við að tapa svo stórum hluta flotans að hann gæti ekki lengur gegnt skyldum sínum öllum. Nú, síðan braust stríðið út og þá fór nú svo að það voru Þjóðverjar sem lögðu ekki til orrustu af ótta við að tapa skipum sínum. Aðeins einu sinni vógust öll þessi risaskip á, það var út af Jótlandsströndum um mánaðamótin maí-júní 1916. Þá var heilmiklu púðri eytt en svo lögðu Þjóðverjar á flótta áður en hámarki bardagans væri náð. Og hímdu í höfn til stríðsloka, mórallinn hjá mannskapnum fór veg allrar veraldar með tímanum, þeim fannst þeir gagnslausir sjóliðarnir, lágu í kojum sínum í þessum ógnarskipum, til hvers voru eiginlega allar þessar fallbyssur? Tirpitz var þá horfinn á braut enda kominn að þeirri niðurstöðu að öll þessi stóru fallbyssuskip væru meira og minna gagnslaus við að knésetja Breta – það væru kafbátar og aftur kafbátar sem þar dygðu til. En jafnvel þegar Þjóðverjar slepptu að lokum öllum kafbátum sínum lausum, þá var það orðið of seint og stríðið augljóslega tapað. Í október 1918 var bara orðið tímaspursmál hvenær Þýskaland gæfist upp.Stórslagur í Ermasundi En þá greip fórnarlundin yfirmenn flotans, þá aðmírálana Reinhard Scheer og Franz von Hipper. Loks skyldi siglt til hafs, kúlur settar í byssur á ný, öslað suður í Ermarsund og látið sverfa til stáls gegn breska flotanum. Og barist til þrautar í þetta sinn. Þeir Hipper og Scheer vissu þá fullvel að þetta var sjálfsmorð, flotinn þeirra myndi sennilega farast meira og minna allur, en hugmynd þeirra var sú að greiða breska flotanum eins þungt högg og þeir gætu – það myndi, sögðu þeir, á einhvern hátt bæta samningsstöðu Þjóðverja nú þegar hin óhjákvæmilega uppgjöf blasti við. Það var reyndar allt frekar óljóst hvernig stórslagur í Ermarsundi gæti bætt samningsstöðuna, en það var líka fyrst og fremst hin eðlislæga en úttútnaða sjálfsfórnarlund sálarinnar sem hafði heltekið þá félaga. Scheer var reyndar kominn í land og átti ekki að sigla sjálfur þessa hinstu för, en Hipper var óður og uppvægur. Hann skrifaði: „Orrusta um heiður flotans, jafnvel þótt hún leiði til bana, verður kveikjan að nýjum þýskum flota… [nýr] floti er óhugsandi ef friðarsamningum fylgir ekki heiður.“ Heiður, já, það lá að. Það loftkennda hugtak, heiður. Hipper vildi fórna sér fyrir heiður flotans. Og fórna flotanum öllum í leiðinni, honum fannst eitthvað fallegt við það. Hann hafði stikað svo lengi um þilför skipanna þar sem þau lágu aðgerðarlaus í höfn í Wilhelmshaven að hann var farinn að trúa því að þessar járnahrúgur byggju yfir prívat og persónulegum heiðri, og honum væri ætlað að gæta hans. Hugsunin um að flotinn þyrfti að farast, svo nýr floti gæti fæðst – það er auðvitað hugmyndin um ragnarök sem því miður hafði þá síast djúpt inní sálir Þjóðverja, líklega út af öllum þessum Wagner sem afbakaði hina eðlislægu hvöt til að hætta lífinu fyrir ungviðið, svo úr varð útblásin sjálfsfórn í þágu óljósrar hugmyndar, hvaða hugmyndar sem var, nánast, en með skyldi fylgja algjör eyðilegging og svo upprisa. Þannig vildu Hipper og Scheer hafa það, en nú gerðist undrið. Sveitastrákarnir frá Prússlandi, kolanámuþjarkar frá Ruhr, stuttbuxnastrákar frá Bæjaralandi – þeir sem höfðu húkt um borð í skipunum í fjögur ár samfleytt og áttu samkvæmt skilgreiningu að þrá ekkert heitar en fá að fórna sér fyrir heiðurinn, þeir sögðu hingað og ekki lengra. Þeir höfðu horft upp á bræður sína fórna sér möglunarlaust fyrir heiðurinn í helvíti skotgrafanna á vesturvígstöðvunum, nú sáu þeir ekki tilganginn í að vera att út í dauðann í sjálfsfórnarsælu aðmírálanna. Aðfaranótt 30. október 1918 neituðu sjóliðar orrustuskipanna í Wilhelmshaven að létta akkerum þegar átti að sigla útí dauðann. Án sjóliðanna voru skipin sannarlega ekki annað en járnahrúgur, hvað sem leið meintum heiðri þeirra. Þetta er ein fegursta stundin í samanlagðri hernaðarsögu heimsins, þegar óbreyttu dátarnir neituðu að deyja.
Flækjusaga Menning Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira