Vinsæl sminka í New York Ugla Egilsdóttir skrifar 17. febrúar 2014 10:30 Tinna Empera Arlexdóttir ásamt samstarfskonu á New York Fasion Week. Mynd/Úr Einkasafni. „Þetta er í fyrsta skiptið sem ég gegni starfi yfirförðunarmeistara og það spillir ekki fyrir að það gerist á New York Fashion Week,“ segir Tinna Empera Arlexdóttir, sem var yfir förðun hjá fatamerkinu María Ke Fisherman á tískusýningu á New York Fashion Week, sem er nýafstaðin. „Það var brjálað að gera meðan á hátíðinni stóð. Það er loksins aðeins byrjað að róast í dag. Merkið er spænskt, og hefur verið að ryðja sér til rúms. Þau eru búin að fá verðlaun hjá Vogue og Style, og bæði Katy Perry og Miley Cyrus hafa klæðst fötum frá þeim á tónleikum hjá sér. Öll fötin frá þeim eru rosa 90‘s. Ekki eitthvað sem ég myndi klæða mig í, en þau eru að verða ansi stór, og það er gaman að taka þátt í þessu.“ María Ke Fisherman var að sýna í fyrsta skipti á New York Fashion Week. „Undirbúningi var þannig háttað að við sátum fundi með hönnuðum og hárgreiðslumeisturum til þess að ákveða heildarlúkk út frá fatalínunni. Allar ákvarðanir voru teknar í sameiningu. Hönnuðirnir komu ekki til New York fyrr en þremur dögum fyrir sýningu, en við vorum í samskiptum á netinu fram að því.“ Tinna hefur búið í New York í tæp þrjú ár. „Ég hef séð um förðun í fullt af sýningum, bæði hér og heima. Ég hef meðal annars unnið með Andreu Helgadóttur og gert ýmislegt fyrir Reykjavík Fashion Festival heima, og hef farðað fyrir ýmis tímarit. Meðal íslenskra merkja sem ég hef ég unnið fyrir eru Kríu Jewellery og KALDA.“ Tinna var ráðin í gegnum umboðsskrifstofu sem heitir Laicale. „Hún er tengd hárgreiðslustofu sem ég vinn á, sem heitir líka Laicale. Ég lærði hárgreiðslu heima, og líka förðun hjá skóla sem hét M Make-up school, sem er ekki til lengur. Svo byrjaði ég að vinna í Mac og vann þar í einhvern tíma áður en ég fluttist hingað. Ég er með bandarískan ríkisborgararétt og vildi nýta hann áður en ég festist heima.“ Hárgreiðslunám frá Íslandi gefur forskot í Bandaríkjunum. „Hér úti er mismunandi eftir fylkjum hvað hárgreiðslunámið er langt. Sums staðar er það ekki nema sex vikur. Í New York og Los Angeles er langlengsta námið, sem er samt ekki nema níu mánuðir. Heima er allt hárgreiðslunám fjögur ár. En það er mikið um námskeið alls staðar hér í New York sem fólk nýtir sér, og ef þú vilt vera á góðri stofu þarftu að læra á hárgreiðslustofu í mörg ár. En hárgreiðslumenn hafa allavegana mjög mismikla menntun og reynslu, og hárgreiðsla er mjög misdýr. Hér er hægt að fá klippingu fyrir sjö dollara og líka fyrir tvö þúsund dollara. Stofan sem ég vinn á er miðlungsdýr og er í Soho. Klipping hér kostar frá 90 dollurum upp í 160.“ RFF Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
„Þetta er í fyrsta skiptið sem ég gegni starfi yfirförðunarmeistara og það spillir ekki fyrir að það gerist á New York Fashion Week,“ segir Tinna Empera Arlexdóttir, sem var yfir förðun hjá fatamerkinu María Ke Fisherman á tískusýningu á New York Fashion Week, sem er nýafstaðin. „Það var brjálað að gera meðan á hátíðinni stóð. Það er loksins aðeins byrjað að róast í dag. Merkið er spænskt, og hefur verið að ryðja sér til rúms. Þau eru búin að fá verðlaun hjá Vogue og Style, og bæði Katy Perry og Miley Cyrus hafa klæðst fötum frá þeim á tónleikum hjá sér. Öll fötin frá þeim eru rosa 90‘s. Ekki eitthvað sem ég myndi klæða mig í, en þau eru að verða ansi stór, og það er gaman að taka þátt í þessu.“ María Ke Fisherman var að sýna í fyrsta skipti á New York Fashion Week. „Undirbúningi var þannig háttað að við sátum fundi með hönnuðum og hárgreiðslumeisturum til þess að ákveða heildarlúkk út frá fatalínunni. Allar ákvarðanir voru teknar í sameiningu. Hönnuðirnir komu ekki til New York fyrr en þremur dögum fyrir sýningu, en við vorum í samskiptum á netinu fram að því.“ Tinna hefur búið í New York í tæp þrjú ár. „Ég hef séð um förðun í fullt af sýningum, bæði hér og heima. Ég hef meðal annars unnið með Andreu Helgadóttur og gert ýmislegt fyrir Reykjavík Fashion Festival heima, og hef farðað fyrir ýmis tímarit. Meðal íslenskra merkja sem ég hef ég unnið fyrir eru Kríu Jewellery og KALDA.“ Tinna var ráðin í gegnum umboðsskrifstofu sem heitir Laicale. „Hún er tengd hárgreiðslustofu sem ég vinn á, sem heitir líka Laicale. Ég lærði hárgreiðslu heima, og líka förðun hjá skóla sem hét M Make-up school, sem er ekki til lengur. Svo byrjaði ég að vinna í Mac og vann þar í einhvern tíma áður en ég fluttist hingað. Ég er með bandarískan ríkisborgararétt og vildi nýta hann áður en ég festist heima.“ Hárgreiðslunám frá Íslandi gefur forskot í Bandaríkjunum. „Hér úti er mismunandi eftir fylkjum hvað hárgreiðslunámið er langt. Sums staðar er það ekki nema sex vikur. Í New York og Los Angeles er langlengsta námið, sem er samt ekki nema níu mánuðir. Heima er allt hárgreiðslunám fjögur ár. En það er mikið um námskeið alls staðar hér í New York sem fólk nýtir sér, og ef þú vilt vera á góðri stofu þarftu að læra á hárgreiðslustofu í mörg ár. En hárgreiðslumenn hafa allavegana mjög mismikla menntun og reynslu, og hárgreiðsla er mjög misdýr. Hér er hægt að fá klippingu fyrir sjö dollara og líka fyrir tvö þúsund dollara. Stofan sem ég vinn á er miðlungsdýr og er í Soho. Klipping hér kostar frá 90 dollurum upp í 160.“
RFF Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp