Lykilspurningin er einmitt hvað gæti mögulega klikkað. Að mínu mati er það gjörsamlega allt í þessu tilviki. Brandararnir missa nánast allir marks og maður verður eiginlega sorgmæddur að horfa á þessar stórkostlegu leikara, Robert DeNiro, Morgan Freeman, Kevin Kline og Michael Douglas, ná sér aldrei á strik.
Leikararnir eru í raun eina ástæðan fyrir því að ég gef þessari mynd tvær stjörnur. Annars fengi hún hauskúpu.
Niðurstaða:
Hér er hið fornkveðna afsannað – sumt verður ekki betra með aldrinum.