Pabbinn mætir sonum sínum 28. febrúar 2014 07:00 Bjarki með tveimur eldri sonum sínum, Erni Inga og Kristni, sem spila báðir með Aftureldingu. Bjarki mætir þeim í bikarnum sem þjálfari ÍR í dag. fréttablaðið/stefán Margir bíða spenntir eftir undanúrslitaleikjunum tveimur í Coca-Cola bikar karla sem fara fram í Laugardalshöllinni í kvöld. Klukkan 17.15 mætast ÍR og Afturelding en að leik loknum hefst stórslagur Hafnarfjarðarliðanna Hauka og FH. Sá leikur byrjar klukkan 20.00. Rimmur Hauka og FH hafa vakið mikla athygli síðustu ár og eiga orðið fastan sess í handboltalífi landsins. En í kvöld verður einnig forvitnilegt að fylgjast með slag feðganna í viðureign ÍR og Aftureldingar. Bjarki Sigurðsson er sem kunnugt er þjálfari ÍR en synir hans, Örn Ingi og Kristinn, eru báðir í lykilhlutverkum hjá Aftureldingu. „Það er mikil spenna í hópnum,“ sagði Örn Ingi þegar Fréttablaðið hitti þá feðga að máli í gær. Afturelding er eina liðið í undanúrslitum bikarsins sem leikur ekki í efstu deild. Mosfellingar eru hins vegar efstir og ósigraðir í 1. deildinni og slógu út tvö úrvalsdeildarfélög, ÍBV og Fram, á leið sinni í undanúrslitin. „Við höfum sýnt að við höfum roð við hvaða liði sem er á Íslandi,“ bætir Örn Ingi við.Fékk heilahimnubólgu Kristinn er fimm árum yngri en Örn Ingi, sem sneri aftur í Mosfellsbæinn árið 2012 eftir fjögurra ára dvöl í FH. Örn Ingi hefur glímt við erfið hnémeiðsli á ferlinum en fór í aðgerð fyrir rúmu ári sem virðist hafa borið góðan árangur. „Það veit vonandi á gott fyrir framhaldið og að hann fái ef til vill tækifæri í atvinnumennsku,“ segir Bjarki um elsta son sinn. Kristinn verður átján ára á þessu ári en hann hefur einnig þurft að glíma við mikið mótlæti síðustu ár. „Árið 2010, þegar hann var fimmtán ára, fékk Kristinn heilahimnubólgu og missti við það hluta af heyrninni. Hann hefur í raun átt við veikindi að stríða frá þeim degi,“ segir Bjarki. „En hann hefur unnið mjög vel í þeim málum og náð að spila reglulega vel í vetur. Hann ætlar sér líka langt og hefur metnað til þess. Hann getur verið fljótur að brjóta sig niður en það sést á frammistöðu hans í vetur hvað hann ætlar sér mikið.“Mosfellingar til alls líklegir Bjarki minnir þó á að leikurinn snúist um fleira en bara þá þrjá. „Leikurinn sjálfur má ekki falla í skuggann,“ segir hann í léttum dúr. „Þetta snýst fyrst og fremst um handbolta – að koma liðinu sínu í úrslit og það ætla ég mér að gera. Ég þoli ekki að tapa og veit alveg hvað gerist þá – strákarnir verða á bakinu á mér það sem eftir lifir vetrarins,“ segir hann og brosir út í annað. Hann veit vel hvað Mosfellingar geta og ætlar ekki að vanmeta þá. „Afturelding var óheppin með meiðsli lykilmanna í fyrra og líklega hefði liðið ekki fallið nema vegna þess. Nánast allir leikmenn í liðinu eru uppaldir þar og ég þekki sjálfur nokkra þeirra eftir að hafa þjálfað þá fyrir nokkrum árum. Það er mikil samheldni í liðinu og þeir hafa sýnt að þeir eru til alls líklegir.“ÍR með frábært sóknarlið ÍR-ingar hafa komið vel undan vetrarfríinu og unnið alla fjóra leiki sína í febrúar til þessa. Bræðurnir vita hvað þeir eiga að varast í kvöld. „ÍR er með frábært sóknarlið og góða hraðaupphlaupsmenn. Við þurfum að skipuleggja sóknarleik okkar vel og sýna skynsemi. Ef okkur tekst að takmarka möguleika þeirra í hraðaupphlaupum þá er heilmikið unnið,“ segir Örn Ingi. Kristinn bætir við að það þurfi einnig að standa vaktina í vörninni. „Við þurfum að passa Bjögga [Björgvin Hólmgeirsson] sérstaklega og vera duglegir að ganga út í hann. Hann er frábær skytta en einnig góður í gegnumbrotunum. Það fer mikið í gegnum hann,“ segir Kristinn. Olís-deild karla Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira
Margir bíða spenntir eftir undanúrslitaleikjunum tveimur í Coca-Cola bikar karla sem fara fram í Laugardalshöllinni í kvöld. Klukkan 17.15 mætast ÍR og Afturelding en að leik loknum hefst stórslagur Hafnarfjarðarliðanna Hauka og FH. Sá leikur byrjar klukkan 20.00. Rimmur Hauka og FH hafa vakið mikla athygli síðustu ár og eiga orðið fastan sess í handboltalífi landsins. En í kvöld verður einnig forvitnilegt að fylgjast með slag feðganna í viðureign ÍR og Aftureldingar. Bjarki Sigurðsson er sem kunnugt er þjálfari ÍR en synir hans, Örn Ingi og Kristinn, eru báðir í lykilhlutverkum hjá Aftureldingu. „Það er mikil spenna í hópnum,“ sagði Örn Ingi þegar Fréttablaðið hitti þá feðga að máli í gær. Afturelding er eina liðið í undanúrslitum bikarsins sem leikur ekki í efstu deild. Mosfellingar eru hins vegar efstir og ósigraðir í 1. deildinni og slógu út tvö úrvalsdeildarfélög, ÍBV og Fram, á leið sinni í undanúrslitin. „Við höfum sýnt að við höfum roð við hvaða liði sem er á Íslandi,“ bætir Örn Ingi við.Fékk heilahimnubólgu Kristinn er fimm árum yngri en Örn Ingi, sem sneri aftur í Mosfellsbæinn árið 2012 eftir fjögurra ára dvöl í FH. Örn Ingi hefur glímt við erfið hnémeiðsli á ferlinum en fór í aðgerð fyrir rúmu ári sem virðist hafa borið góðan árangur. „Það veit vonandi á gott fyrir framhaldið og að hann fái ef til vill tækifæri í atvinnumennsku,“ segir Bjarki um elsta son sinn. Kristinn verður átján ára á þessu ári en hann hefur einnig þurft að glíma við mikið mótlæti síðustu ár. „Árið 2010, þegar hann var fimmtán ára, fékk Kristinn heilahimnubólgu og missti við það hluta af heyrninni. Hann hefur í raun átt við veikindi að stríða frá þeim degi,“ segir Bjarki. „En hann hefur unnið mjög vel í þeim málum og náð að spila reglulega vel í vetur. Hann ætlar sér líka langt og hefur metnað til þess. Hann getur verið fljótur að brjóta sig niður en það sést á frammistöðu hans í vetur hvað hann ætlar sér mikið.“Mosfellingar til alls líklegir Bjarki minnir þó á að leikurinn snúist um fleira en bara þá þrjá. „Leikurinn sjálfur má ekki falla í skuggann,“ segir hann í léttum dúr. „Þetta snýst fyrst og fremst um handbolta – að koma liðinu sínu í úrslit og það ætla ég mér að gera. Ég þoli ekki að tapa og veit alveg hvað gerist þá – strákarnir verða á bakinu á mér það sem eftir lifir vetrarins,“ segir hann og brosir út í annað. Hann veit vel hvað Mosfellingar geta og ætlar ekki að vanmeta þá. „Afturelding var óheppin með meiðsli lykilmanna í fyrra og líklega hefði liðið ekki fallið nema vegna þess. Nánast allir leikmenn í liðinu eru uppaldir þar og ég þekki sjálfur nokkra þeirra eftir að hafa þjálfað þá fyrir nokkrum árum. Það er mikil samheldni í liðinu og þeir hafa sýnt að þeir eru til alls líklegir.“ÍR með frábært sóknarlið ÍR-ingar hafa komið vel undan vetrarfríinu og unnið alla fjóra leiki sína í febrúar til þessa. Bræðurnir vita hvað þeir eiga að varast í kvöld. „ÍR er með frábært sóknarlið og góða hraðaupphlaupsmenn. Við þurfum að skipuleggja sóknarleik okkar vel og sýna skynsemi. Ef okkur tekst að takmarka möguleika þeirra í hraðaupphlaupum þá er heilmikið unnið,“ segir Örn Ingi. Kristinn bætir við að það þurfi einnig að standa vaktina í vörninni. „Við þurfum að passa Bjögga [Björgvin Hólmgeirsson] sérstaklega og vera duglegir að ganga út í hann. Hann er frábær skytta en einnig góður í gegnumbrotunum. Það fer mikið í gegnum hann,“ segir Kristinn.
Olís-deild karla Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira