Íslenskir hönnuðir í brennidepli 1. mars 2014 15:00 Að mati Theodóru hefur vantað sjónvarpsþátt um tísku- og hönnun enda gróskan mikil. MYND/VALLI Lífsstíll er nýr þáttur um tísku, hönnun og lífsstíl sem hefst á Stöð 3 þann 13. mars. Hann verður í umsjá Theodóru Mjallar Skúladóttur Jack, sem gaf út metsölubókina Hárið árið 2012 og fylgdi henni eftir með Lokkum í fyrra. Þátturinn verður í opinni dagskrá. „Við munum fylgjast með öllu því sem er að gerast í tísku- og hönnunargeiranum á Íslandi í dag. Þátturinn verður byggður upp á stuttum innslögum þar sem íslenskir hönnuðir verða í aðalhlutverki. Þá munum við fylgjast með hinum ýmsu viðburðum og gefa góð ráð,“ segir Theodóra Mjöll. Að hennar mati hefur vantað sjónvarpsþátt af þessu tagi. „Það er svo mikil gróska í tísku- og hönnunarheiminum og margir að gera frábæra hluti. Mér finnst þeir ekki allir fá þá umfjöllun sem þeir verðskulda.“ Theodóra Mjöll er hárgreiðslusveinn að mennt og hefur lokið tveimur árum í Listaháskóla Íslands. Hún er greinahöfundur á Nude Magazine ásamt því að halda úti bloggsíðu á Trendnet. Theodóra er því ýmsum hnútum kunnug um tísku og hönnun en þreytir nú frumraun sína í sjónvarpi. „Þátturinn fer í loftið 13. mars en það er án efa stærsti mánuður ársins þegar kemur að hönnun og tísku enda bæði HönnunarMars og Reykjavík Fashion Festival á dagskrá. „Við byrjum því með trukki og munum gera þeim viðburðum góð skil. Í framhaldinu mun ég leggja áherslu á ferskt efni og fjalla um það sem ber hæst hverju sinni.“ Þátturinn verður sýndur á fimmtudögum og verður í opinni dagskrá. HönnunarMars RFF Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira
Lífsstíll er nýr þáttur um tísku, hönnun og lífsstíl sem hefst á Stöð 3 þann 13. mars. Hann verður í umsjá Theodóru Mjallar Skúladóttur Jack, sem gaf út metsölubókina Hárið árið 2012 og fylgdi henni eftir með Lokkum í fyrra. Þátturinn verður í opinni dagskrá. „Við munum fylgjast með öllu því sem er að gerast í tísku- og hönnunargeiranum á Íslandi í dag. Þátturinn verður byggður upp á stuttum innslögum þar sem íslenskir hönnuðir verða í aðalhlutverki. Þá munum við fylgjast með hinum ýmsu viðburðum og gefa góð ráð,“ segir Theodóra Mjöll. Að hennar mati hefur vantað sjónvarpsþátt af þessu tagi. „Það er svo mikil gróska í tísku- og hönnunarheiminum og margir að gera frábæra hluti. Mér finnst þeir ekki allir fá þá umfjöllun sem þeir verðskulda.“ Theodóra Mjöll er hárgreiðslusveinn að mennt og hefur lokið tveimur árum í Listaháskóla Íslands. Hún er greinahöfundur á Nude Magazine ásamt því að halda úti bloggsíðu á Trendnet. Theodóra er því ýmsum hnútum kunnug um tísku og hönnun en þreytir nú frumraun sína í sjónvarpi. „Þátturinn fer í loftið 13. mars en það er án efa stærsti mánuður ársins þegar kemur að hönnun og tísku enda bæði HönnunarMars og Reykjavík Fashion Festival á dagskrá. „Við byrjum því með trukki og munum gera þeim viðburðum góð skil. Í framhaldinu mun ég leggja áherslu á ferskt efni og fjalla um það sem ber hæst hverju sinni.“ Þátturinn verður sýndur á fimmtudögum og verður í opinni dagskrá.
HönnunarMars RFF Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira