Allir eru asnalegir Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 3. mars 2014 07:00 Þegar ég sæki ljósmyndir af fólki til að nota í fréttir sem ég skrifa, hvort sem þær koma frá erlendum myndabönkum eða ljósmyndurum fréttastofunnar, þarf ég alltaf að byrja á því að minnka þær. Iðulega eru þær milljón sinnum skrilljón pixlar að stærð og áður en ég minnka þær sé ég hlutina sem þú færð aldrei að sjá. Ég sé exemið í hársverðinum, svitaholurnar á nefinu, stírurnar í augunum, örin eftir unglingabólurnar og tannsteininn í trantinum. „Bíddu nú við, hvað er þetta á skónum hans? Hann hlýtur að hafa stigið í hundaskít.“ Reyndar er Barack Obama undantekningin. Ég hef grun um að hann sé tölvuteiknaður. Þegar myndirnar eru svo komnar í eðlilega stærð færð þú að sjá þær. Fallegar myndir af fallegu fólki sem er í flestum tilfellum bæði ríkara og valdameira en þú. Þetta er fólkið sem þú kaust á þing. Fólkið sem þú dáðist að á rauða dreglinum. Þú fékkst aldrei að sjá flösuna á jakkafatajakkanum og krumpurnar á buxnaskálminni. „Nei, halló, appelsínuhúð!“ En stöku sinnum fá allir að sjá hlægilegu myndirnar sem skána ekkert þó þær séu minnkaðar. Sigmund Davíð stangandi úr tönnunum í þingsal. Hvað var hann að borða? Ég veðja á harðfisk eða popp. Æðaþrútna Beyoncé á tónleikum að breytast í Hulk. Róleg gamla! Svo eru það myndskeiðin. Hvaða ráðherra finnst þér hlægilegastur á dansgólfinu? Segir þetta okkur eitthvað? Jú, virðuleiki er ekki til og allir eru asnalegir. Lygaþvæla úr munni jakkafataklæddra manna hljómar að vísu oft ágætlega. Fötin, hárið og sminkið gefa henni aukið vægi. En þegar hnökrarnir á yfirborðinu sjást svona vel er ekkert eftir. Ekkert nema venjulegt, kjánalegt fólk með slæma húð eins og við hin, á fimmta bjór að setja hálsbindið á hausinn. Eini munurinn er sá að þetta fólk ræður öllu en þú ekki neinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun
Þegar ég sæki ljósmyndir af fólki til að nota í fréttir sem ég skrifa, hvort sem þær koma frá erlendum myndabönkum eða ljósmyndurum fréttastofunnar, þarf ég alltaf að byrja á því að minnka þær. Iðulega eru þær milljón sinnum skrilljón pixlar að stærð og áður en ég minnka þær sé ég hlutina sem þú færð aldrei að sjá. Ég sé exemið í hársverðinum, svitaholurnar á nefinu, stírurnar í augunum, örin eftir unglingabólurnar og tannsteininn í trantinum. „Bíddu nú við, hvað er þetta á skónum hans? Hann hlýtur að hafa stigið í hundaskít.“ Reyndar er Barack Obama undantekningin. Ég hef grun um að hann sé tölvuteiknaður. Þegar myndirnar eru svo komnar í eðlilega stærð færð þú að sjá þær. Fallegar myndir af fallegu fólki sem er í flestum tilfellum bæði ríkara og valdameira en þú. Þetta er fólkið sem þú kaust á þing. Fólkið sem þú dáðist að á rauða dreglinum. Þú fékkst aldrei að sjá flösuna á jakkafatajakkanum og krumpurnar á buxnaskálminni. „Nei, halló, appelsínuhúð!“ En stöku sinnum fá allir að sjá hlægilegu myndirnar sem skána ekkert þó þær séu minnkaðar. Sigmund Davíð stangandi úr tönnunum í þingsal. Hvað var hann að borða? Ég veðja á harðfisk eða popp. Æðaþrútna Beyoncé á tónleikum að breytast í Hulk. Róleg gamla! Svo eru það myndskeiðin. Hvaða ráðherra finnst þér hlægilegastur á dansgólfinu? Segir þetta okkur eitthvað? Jú, virðuleiki er ekki til og allir eru asnalegir. Lygaþvæla úr munni jakkafataklæddra manna hljómar að vísu oft ágætlega. Fötin, hárið og sminkið gefa henni aukið vægi. En þegar hnökrarnir á yfirborðinu sjást svona vel er ekkert eftir. Ekkert nema venjulegt, kjánalegt fólk með slæma húð eins og við hin, á fimmta bjór að setja hálsbindið á hausinn. Eini munurinn er sá að þetta fólk ræður öllu en þú ekki neinu.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun