Fylgjum smyglað af fæðingardeildinni Jóhannes Stefánsson skrifar 6. mars 2014 08:30 Sumir telja neyslu fylgjunnar leiða af sér heilsufarslegan ávinning. vísir/pjetur/Jeremy Kemp Mörg dæmi eru um að ljósmæður hafi orðið við beiðni nýbakaðra mæðra sem hafa viljað taka fylgjuna með sér heim af fæðingardeildinni. Þetta tíðkast þó að óheimilt sé samkvæmt reglugerð að fjarlægja líkamshluta eða vefi af spítalanum. „Frá mínum bæjardyrum séð þá er ekki eðlilegt að afhenda líffæri og meðhöndla utan stofnunarinnar,“ segir Hildur Harðardóttir, yfirlæknir á kvennadeild Landspítalans. Hildur segir að sóttvarnasjónarmið vegi þar þyngst. „Það kemur til greina að setja þetta í sérstaka verklagsreglu, um hvernig fylgjan er meðhöndluð,“ segir Hildur. Undir þessi sjónarmið tekur Haraldur Briem sóttvarnalæknir. „Þetta hljómar ekki vel og er eitthvað sem þarf að skoða nánar,“ segir Haraldur.Hildur HarðardóttirSamkvæmt verklagsreglum Landspítalans og reglugerð um meðhöndlun úrgangs eru fylgjan og aðrir líkamshlutar sem falla til jafnan brenndir. Kona, sem starfar sem dúla og vildi ekki láta nafns síns getið, segir afar sjaldgæft að mæður vilji taka fylgjuna heim af fæðingardeildinni. „Það er alltaf gert í samráði við starfsfólk spítalans,“ segir konan. Hún segir ólíkar ástæður geta verið fyrir því en sumar mæður vilji borða fylgjuna. „Ég hef aðstoðað þær með að útbúa hylki með þurrkaðri fylgju,“ segir konan. Í þeim tilfellum er fylgjan þurrkuð og mulin og sett í hylki, sem móðirin tekur síðan inn. Hún segir það gert fyrir þær mæður sem hugnist ekki að borða fylgjuna en vilji samt neyta hennar. Sumar borði hana þó án þurrkunar að sögn konunnar. Á netinu og í bókum má finna fjölda uppskrifta þar sem fylgjan er hluti af matreiðslunni. Konan segist ekki þiggja greiðslu fyrir þessa þjónustu. „Þetta er ekki hefðbundin dúluþjónusta.“ Hún neitar því að mæðurnar óski eftir þjónustunni vegna ráðlegginga hennar. „Það eru til rannsóknir sem að hafa sýnt fram á ávinning af þessu,“ segir konan. Hvað er dúla?„Dúlur eru konur sem aðstoða barnshafandi konur og fjölskyldur þeirra í, fyrir og eftir fæðingu og veita samfellda þjónustu og eru stuðningsaðilar,“ segir Soffía Bæringsdóttir dúla. „Hlutverk þeirra er ekki klínískt og við vinnum fyrir fjölskyldurnar á þeirra forsendum,“ bætir hún við. Soffía segir að dúlur geti meðal annars hjálpað til við að veita jákvæðari upplifun af fæðingum. Soffía segir það af og frá að matreiðsla fylgju sé hefðbundin þjónusta dúlu. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Mörg dæmi eru um að ljósmæður hafi orðið við beiðni nýbakaðra mæðra sem hafa viljað taka fylgjuna með sér heim af fæðingardeildinni. Þetta tíðkast þó að óheimilt sé samkvæmt reglugerð að fjarlægja líkamshluta eða vefi af spítalanum. „Frá mínum bæjardyrum séð þá er ekki eðlilegt að afhenda líffæri og meðhöndla utan stofnunarinnar,“ segir Hildur Harðardóttir, yfirlæknir á kvennadeild Landspítalans. Hildur segir að sóttvarnasjónarmið vegi þar þyngst. „Það kemur til greina að setja þetta í sérstaka verklagsreglu, um hvernig fylgjan er meðhöndluð,“ segir Hildur. Undir þessi sjónarmið tekur Haraldur Briem sóttvarnalæknir. „Þetta hljómar ekki vel og er eitthvað sem þarf að skoða nánar,“ segir Haraldur.Hildur HarðardóttirSamkvæmt verklagsreglum Landspítalans og reglugerð um meðhöndlun úrgangs eru fylgjan og aðrir líkamshlutar sem falla til jafnan brenndir. Kona, sem starfar sem dúla og vildi ekki láta nafns síns getið, segir afar sjaldgæft að mæður vilji taka fylgjuna heim af fæðingardeildinni. „Það er alltaf gert í samráði við starfsfólk spítalans,“ segir konan. Hún segir ólíkar ástæður geta verið fyrir því en sumar mæður vilji borða fylgjuna. „Ég hef aðstoðað þær með að útbúa hylki með þurrkaðri fylgju,“ segir konan. Í þeim tilfellum er fylgjan þurrkuð og mulin og sett í hylki, sem móðirin tekur síðan inn. Hún segir það gert fyrir þær mæður sem hugnist ekki að borða fylgjuna en vilji samt neyta hennar. Sumar borði hana þó án þurrkunar að sögn konunnar. Á netinu og í bókum má finna fjölda uppskrifta þar sem fylgjan er hluti af matreiðslunni. Konan segist ekki þiggja greiðslu fyrir þessa þjónustu. „Þetta er ekki hefðbundin dúluþjónusta.“ Hún neitar því að mæðurnar óski eftir þjónustunni vegna ráðlegginga hennar. „Það eru til rannsóknir sem að hafa sýnt fram á ávinning af þessu,“ segir konan. Hvað er dúla?„Dúlur eru konur sem aðstoða barnshafandi konur og fjölskyldur þeirra í, fyrir og eftir fæðingu og veita samfellda þjónustu og eru stuðningsaðilar,“ segir Soffía Bæringsdóttir dúla. „Hlutverk þeirra er ekki klínískt og við vinnum fyrir fjölskyldurnar á þeirra forsendum,“ bætir hún við. Soffía segir að dúlur geti meðal annars hjálpað til við að veita jákvæðari upplifun af fæðingum. Soffía segir það af og frá að matreiðsla fylgju sé hefðbundin þjónusta dúlu.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira