Lavrov hunsaði kollega frá Úkraínu Freyr Bjarnason skrifar 6. mars 2014 07:00 Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, tekur í höndina á François Hollande, forseta Frakklands, í gær. Nordicphotos/AFP Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, fundaði í París í gær með John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og kollegum sínum frá stærstu ríkjum Evrópusambandsins. ESB hefur boðið Úkraínu fimmtán milljarða evra björgunarpakka en Úkraínumenn segjast þurfa 35 milljarða evra til að komast hjá gjaldþroti. Samkvæmt upplýsingum frá háttsettum frönskum samningamanni vildi Lavrov ekki hitta úkraínska kollega sína í gær. Lavrov sagði Rússa vera opna fyrir samningaumleitunum en vandamálið væri að þeir þverneituðu að viðurkenna nýja ríkisstjórn Úkraínu og hvað þá að sitja með henni til borðs og ræða málin. Herlið Rússa er enn staðsett á Krímskaga. Rússar telja Úkraínu vera mikilvægan hluta af sínu pólitíska landslagi. Lavrov sagði á fundinum í París að Vesturlönd hefðu stutt atburði í Úkraínu sem Rússar líti á sem valdarán. Um leið hafi þau með stuðningi sínum sett slæmt fordæmi fyrir þá sem hyggi á valdarán í öðrum ríkjum. Ríkisstjórn Bandaríkjanna er byrjuð að styrkja varnir bandamanna sinna í Evrópu vegna ástandsins á Krímskaga. Að sögn Chucks Hagel, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, eru sameiginlegar flugæfingar hafnar með pólska lofthernum. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna ætlar einnig að taka meiri þátt en áður í herflugi NATO-ríkjanna innan Eystrasaltsríkjanna. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra átti fund með Urmas Paet, utanríkisráðherra Eistlands, í Tallin í gær. Þeir ræddu framvindu mála í Úkraínu síðustu daga og með hvaða hætti alþjóðasamfélagið geti brugðist við hernaðaraðgerðum Rússa á Krímskaga. Gunnar Bragi ítrekaði fordæmingu Íslands á framferði Rússa. Hann sagði aðgerðir þeirra á Krímskaga brot á alþjóðalögum og undirstrikaði að rússneskur liðsafli yrði að hverfa aftur til bækistöðva sinna svo hægt verði að leita sátta með friðsamlegum hætti. Úkraína Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, fundaði í París í gær með John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og kollegum sínum frá stærstu ríkjum Evrópusambandsins. ESB hefur boðið Úkraínu fimmtán milljarða evra björgunarpakka en Úkraínumenn segjast þurfa 35 milljarða evra til að komast hjá gjaldþroti. Samkvæmt upplýsingum frá háttsettum frönskum samningamanni vildi Lavrov ekki hitta úkraínska kollega sína í gær. Lavrov sagði Rússa vera opna fyrir samningaumleitunum en vandamálið væri að þeir þverneituðu að viðurkenna nýja ríkisstjórn Úkraínu og hvað þá að sitja með henni til borðs og ræða málin. Herlið Rússa er enn staðsett á Krímskaga. Rússar telja Úkraínu vera mikilvægan hluta af sínu pólitíska landslagi. Lavrov sagði á fundinum í París að Vesturlönd hefðu stutt atburði í Úkraínu sem Rússar líti á sem valdarán. Um leið hafi þau með stuðningi sínum sett slæmt fordæmi fyrir þá sem hyggi á valdarán í öðrum ríkjum. Ríkisstjórn Bandaríkjanna er byrjuð að styrkja varnir bandamanna sinna í Evrópu vegna ástandsins á Krímskaga. Að sögn Chucks Hagel, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, eru sameiginlegar flugæfingar hafnar með pólska lofthernum. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna ætlar einnig að taka meiri þátt en áður í herflugi NATO-ríkjanna innan Eystrasaltsríkjanna. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra átti fund með Urmas Paet, utanríkisráðherra Eistlands, í Tallin í gær. Þeir ræddu framvindu mála í Úkraínu síðustu daga og með hvaða hætti alþjóðasamfélagið geti brugðist við hernaðaraðgerðum Rússa á Krímskaga. Gunnar Bragi ítrekaði fordæmingu Íslands á framferði Rússa. Hann sagði aðgerðir þeirra á Krímskaga brot á alþjóðalögum og undirstrikaði að rússneskur liðsafli yrði að hverfa aftur til bækistöðva sinna svo hægt verði að leita sátta með friðsamlegum hætti.
Úkraína Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira