Fékk góð leiklistarráð frá Richard Gere Álfrún Pálsdóttir skrifar 11. mars 2014 12:00 Eydís Helena Evensen tók upp japanska sjónvarpsauglýsingu með Hollywood-leikaranum Richard Gere en vel fór á með þeim á meðan á tökum stóð. „Þetta var ótrúleg reynsla og Richard er mjög jarðbundinn,“ segir fyrirsætan Eydís Helena Evensen sem lék í japanskri sjónvarpsauglýsingu á Ítalíu með engum öðrum en Hollywood-hjartaknúsaranum Richard Gere. Eydís Helena er í fullu starfi sem fyrirsæta í London fyrir Elite Model Management en hún flutti út í október í fyrra. Ofangreind sjónvarpsauglýsing var tekin upp á Suður-Ítalíu og ber Eydís leikaranum fræga vel söguna. „Við áttum gott spjall um Ísland og hann gaf mér einnig nokkur góð ráð fyrir leiklistina.“ Eydís segir fyrirsætustarfið vera meiri vinnu en fólk geri sér grein fyrir. „Þá daga sem ég er ekki í myndatökum þá fer ég að meðaltali í 5-6 „casting“ á hverjum degi til þess að hitta ljósmyndara, hönnuði, stílista og fólk fyrir komandi verkefni. Þetta er frábært tækifæri til þess að ferðast, skoða heiminn og vinna á sama tíma,“ segir Eydís og bætir við að hún sé mjög þakklát og hamingjusöm með að fá að starfa í þessum geira. Næst á dagskrá hjá Eydísi Helenu er að koma heim og ganga tískupallana fyrir íslenska hönnuði á Reykjavík Fashion Festival en tískuhátíðin fer fram þann 29.mars næstkomandi. „Ég er rosalega spennt að vera að koma heim fyrir RFF. Þetta er uppskeruhátíð fyrir íslenska hönnuði og það er alltaf jafn gaman að taka þátt í þessari frábæru hátíð,“ segir Eydís, en er einhver íslenskur hönnuður í uppáhaldi? „Ég á ekki beint einhvern einn uppáhaldshönnuð, þetta eru allt mjög góðir og áhugaverðir hönnuðir með mismunandi stíl.“ RFF Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Fleiri fréttir Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Sjá meira
„Þetta var ótrúleg reynsla og Richard er mjög jarðbundinn,“ segir fyrirsætan Eydís Helena Evensen sem lék í japanskri sjónvarpsauglýsingu á Ítalíu með engum öðrum en Hollywood-hjartaknúsaranum Richard Gere. Eydís Helena er í fullu starfi sem fyrirsæta í London fyrir Elite Model Management en hún flutti út í október í fyrra. Ofangreind sjónvarpsauglýsing var tekin upp á Suður-Ítalíu og ber Eydís leikaranum fræga vel söguna. „Við áttum gott spjall um Ísland og hann gaf mér einnig nokkur góð ráð fyrir leiklistina.“ Eydís segir fyrirsætustarfið vera meiri vinnu en fólk geri sér grein fyrir. „Þá daga sem ég er ekki í myndatökum þá fer ég að meðaltali í 5-6 „casting“ á hverjum degi til þess að hitta ljósmyndara, hönnuði, stílista og fólk fyrir komandi verkefni. Þetta er frábært tækifæri til þess að ferðast, skoða heiminn og vinna á sama tíma,“ segir Eydís og bætir við að hún sé mjög þakklát og hamingjusöm með að fá að starfa í þessum geira. Næst á dagskrá hjá Eydísi Helenu er að koma heim og ganga tískupallana fyrir íslenska hönnuði á Reykjavík Fashion Festival en tískuhátíðin fer fram þann 29.mars næstkomandi. „Ég er rosalega spennt að vera að koma heim fyrir RFF. Þetta er uppskeruhátíð fyrir íslenska hönnuði og það er alltaf jafn gaman að taka þátt í þessari frábæru hátíð,“ segir Eydís, en er einhver íslenskur hönnuður í uppáhaldi? „Ég á ekki beint einhvern einn uppáhaldshönnuð, þetta eru allt mjög góðir og áhugaverðir hönnuðir með mismunandi stíl.“
RFF Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Fleiri fréttir Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Sjá meira