Tvær milljónir manna hafa streymt plötunni Gunnar Leó Pálsson skrifar 13. mars 2014 15:00 Hljómsveitin Mono Town heldur tvenna útgáfutónleika í næsta mánuði en fyrsta breiðskífa sveitarinnar, In The Eye of the Storm, kom út síðastliðinn þriðjudag á geisladiski og vínyl. mynd/hörður sveinsson „Við fengum á dögunum staðfestingu á að plötunni hafi verið streymt oftar en tveimur milljón sinnum á Deezer,“ segir Börkur Hrafn Birgisson, gítarleikari hljómsveitarinnar Mono Town, en fyrsta breiðskífa sveitarinnar, In The Eye of the Storm kom út á geisladiski og vínyl í vikunni. Hún kom þó út á streymissíðunni Deezer fyrir um tveimur mánuðum og hefur fengið frábærar viðtökur, og hefur eins og fyrr segir verið streymt yfir tveimur milljón sinnum. „Deezer er eins og Spotify nema bara stærri á meginlandi Evrópu. Samstarf okkar við þá var mjög spennandi,“ segir Börkur Hrafn. Í kjölfarið hefur sveitin fengið athygli út um allan heim. „Við höfum ekki enn fengið uppgjör frá Deezer en við fáum greitt samkvæmt þeirra töxtum. Það sem er okkur mjög mikils virði er hins vegar það að nú er fullt af fólki út um allan heim að hlusta á plötuna. Það er rosalega verðmætt,“ segir Börkur Hrafn spurður út í arðinn af svo miklu streymi á netinu. Platan kom út á vegum Record Records síðastliðinn þriðjudag á geisladiski og vínyli og fæst því í öllum helstu verslunum. Hljómsveitin sá sjálf um upptökur á plötunni í Reykjavík og ferðaðist svo til New York-borgar þar sem Grammy-verðlaunahafinn Michael Brauer sá um hljóðblöndun. Sveitin stefnir á að fara með plötuna víðar og hefur í hyggju að fara í tónleikaferðalag um Evrópu með hækkandi sól. Hljómsveitin Mono Town var stofnuð árið 2007. „Sveitin hefur verið til síðan 2007. Við byrjuðum að semja tónlist og vinna að plötunni þá en þó ekki af fullum krafti fyrr en árið 2010.“ Hana skipa bræðurnir Börkur Hrafn og Daði Birgissynir ásamt Bjarka Sigurðssyni en þeir eru allir laga- og textahöfundar sveitarinnar. Þeim til aðstoðar eru meðal annars þeir Guðmundur Óskar Guðmundsson bassaleikari og Magnús Tryggvason Elíassen trommuleikari. Mono Town hefur staðfest tvenna útgáfutónleika í tilefni af útgáfu plötunnar, annars vegar þann 3. apríl í Gamla Bíói í Reykjavík og hins vegar 12. apríl á Græna hattinum á Akureyri. „Á útgáfutónleikunum verðum við með strengjasveit og kór með okkur. Við leggjum mikið í tónleikana,“ bætir Börkur Hrafn við. Hljómsveitin ætlar einnig að spila í Lucky Records laugardaginn 15. mars. Miðasala á útgáfutónleikana fer fram á Miði.is. Nánari upplýsingar á vefsíðu sveitarinnar og einnig á fésbókarsíðu sveitarinnar. Einnig á Twitter.) Tónlist Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Við fengum á dögunum staðfestingu á að plötunni hafi verið streymt oftar en tveimur milljón sinnum á Deezer,“ segir Börkur Hrafn Birgisson, gítarleikari hljómsveitarinnar Mono Town, en fyrsta breiðskífa sveitarinnar, In The Eye of the Storm kom út á geisladiski og vínyl í vikunni. Hún kom þó út á streymissíðunni Deezer fyrir um tveimur mánuðum og hefur fengið frábærar viðtökur, og hefur eins og fyrr segir verið streymt yfir tveimur milljón sinnum. „Deezer er eins og Spotify nema bara stærri á meginlandi Evrópu. Samstarf okkar við þá var mjög spennandi,“ segir Börkur Hrafn. Í kjölfarið hefur sveitin fengið athygli út um allan heim. „Við höfum ekki enn fengið uppgjör frá Deezer en við fáum greitt samkvæmt þeirra töxtum. Það sem er okkur mjög mikils virði er hins vegar það að nú er fullt af fólki út um allan heim að hlusta á plötuna. Það er rosalega verðmætt,“ segir Börkur Hrafn spurður út í arðinn af svo miklu streymi á netinu. Platan kom út á vegum Record Records síðastliðinn þriðjudag á geisladiski og vínyli og fæst því í öllum helstu verslunum. Hljómsveitin sá sjálf um upptökur á plötunni í Reykjavík og ferðaðist svo til New York-borgar þar sem Grammy-verðlaunahafinn Michael Brauer sá um hljóðblöndun. Sveitin stefnir á að fara með plötuna víðar og hefur í hyggju að fara í tónleikaferðalag um Evrópu með hækkandi sól. Hljómsveitin Mono Town var stofnuð árið 2007. „Sveitin hefur verið til síðan 2007. Við byrjuðum að semja tónlist og vinna að plötunni þá en þó ekki af fullum krafti fyrr en árið 2010.“ Hana skipa bræðurnir Börkur Hrafn og Daði Birgissynir ásamt Bjarka Sigurðssyni en þeir eru allir laga- og textahöfundar sveitarinnar. Þeim til aðstoðar eru meðal annars þeir Guðmundur Óskar Guðmundsson bassaleikari og Magnús Tryggvason Elíassen trommuleikari. Mono Town hefur staðfest tvenna útgáfutónleika í tilefni af útgáfu plötunnar, annars vegar þann 3. apríl í Gamla Bíói í Reykjavík og hins vegar 12. apríl á Græna hattinum á Akureyri. „Á útgáfutónleikunum verðum við með strengjasveit og kór með okkur. Við leggjum mikið í tónleikana,“ bætir Börkur Hrafn við. Hljómsveitin ætlar einnig að spila í Lucky Records laugardaginn 15. mars. Miðasala á útgáfutónleikana fer fram á Miði.is. Nánari upplýsingar á vefsíðu sveitarinnar og einnig á fésbókarsíðu sveitarinnar. Einnig á Twitter.)
Tónlist Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira