Eftirlitsflug Nató í nágrenni Úkraínu Freyr Bjarnason skrifar 13. mars 2014 07:00 AWACS, eftirlitsflugvél Nató, tekur á loft í Geilenkirchen í Þýskalandi. Mynd/AP Tvær eftirlitsflugvélar á vegum Atlantshafsbandalagsins sveimuðu yfir Póllandi og Rúmeníu í gær til að fylgjast með ástandinu í nágrannaríkinu Úkraínu. Vélarnar, sem eru af tegundinni AWACS, tóku á loft frá herstöðvum í Þýskalandi og Bretlandi. Þær yfirgáfu ekki lofthelgi Póllands og Rúmeníu og flugu því ekki inn í lofthelgi Úkraínu eða Rússlands, að sögn talsmanns Nató í Belgíu. „Flugvélarnar geta rannsakað yfir 300 þúsund ferkílómetra svæði og munu aðallega skoða það sem er að gerast í lofti og á hafi úti,“ sagði hershöfðinginn Jay Janzen og bætti við að önnur AWCS-flugvél hefði farið í eftirlitsflug yfir Rúmeníu á þriðjudag og að verið væri að undirbúa fleiri slík flug. „Okkar flugvélar munu ekki yfirgefa lofthelgi Nató,“ áréttaði hann. „Samt sem áður getum við fylgst vel með því sem er að gerast langt í burtu.“ 28 aðildarríki Nató ákváðu á mánudag að bregðast við ástandinu í Úkraínu með því að senda eftirlitsvélarnar á vettvang. Ákvörðunin var tekin eftir að bandarískar herþotur voru sendar til austur-evrópskra ríkja sem eiga landamæri að Rússlandi, þar á meðal Póllands og Litháens. Bronislaw Komorowski, forseti Póllands, segist vilja sjá fleiri hermenn frá Bandaríkjunum í landinu til að tryggja öryggi þess innan Nató. Í þessari viku eru liðin fimmtán ár síðan Pólland gekk inn í Atlantshafsbandalagið. Um þrjú hundruð liðsmenn bandaríska flughersins og tólf F-16-herþotur eru væntanlegar til Póllands í þessari viku til að taka þátt í sameiginlegum heræfingum. Pólska ríkisstjórnin óskaði eftir liðsstyrknum eftir að Rússar tóku völdin á Krímskaga.Taka ekki mark á atkvæðagreiðslu Leiðtogar sjö helstu iðnríkja heims munu ekki taka mark á niðurstöðum atkvæðagreiðslu um það hvort Krímskagi verði aðskilinn frá Úkraínu og verði hluti af Rússlandi. Í yfirlýsingu frá ríkjunum og Evrópusambandinu eru Rússar hvattir til að „hætta tilraunum sínum til að breyta ástandi mála á Krímskaga þvert gegn úkraínskum og alþjóðlegum lögum“. Þar sagði einnig að atkvæðagreiðslan sem er fyrirhuguð á Krímskaga um helgina „muni ekki hafa neitt lögfræðilegt vægi“ og að skipulagning hennar væri gölluð. Leiðtogarnir bættu við að þeir myndu grípa til frekari ráðstafana, bæði hver í sínu horni og í sameiningu, ef Rússar reyna að innlima Krímskaga í ríki sitt. Undir yfirlýsinguna skrifuðu leiðtogar Kanada, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Japans, Bretlands, Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Úkraína Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira
Tvær eftirlitsflugvélar á vegum Atlantshafsbandalagsins sveimuðu yfir Póllandi og Rúmeníu í gær til að fylgjast með ástandinu í nágrannaríkinu Úkraínu. Vélarnar, sem eru af tegundinni AWACS, tóku á loft frá herstöðvum í Þýskalandi og Bretlandi. Þær yfirgáfu ekki lofthelgi Póllands og Rúmeníu og flugu því ekki inn í lofthelgi Úkraínu eða Rússlands, að sögn talsmanns Nató í Belgíu. „Flugvélarnar geta rannsakað yfir 300 þúsund ferkílómetra svæði og munu aðallega skoða það sem er að gerast í lofti og á hafi úti,“ sagði hershöfðinginn Jay Janzen og bætti við að önnur AWCS-flugvél hefði farið í eftirlitsflug yfir Rúmeníu á þriðjudag og að verið væri að undirbúa fleiri slík flug. „Okkar flugvélar munu ekki yfirgefa lofthelgi Nató,“ áréttaði hann. „Samt sem áður getum við fylgst vel með því sem er að gerast langt í burtu.“ 28 aðildarríki Nató ákváðu á mánudag að bregðast við ástandinu í Úkraínu með því að senda eftirlitsvélarnar á vettvang. Ákvörðunin var tekin eftir að bandarískar herþotur voru sendar til austur-evrópskra ríkja sem eiga landamæri að Rússlandi, þar á meðal Póllands og Litháens. Bronislaw Komorowski, forseti Póllands, segist vilja sjá fleiri hermenn frá Bandaríkjunum í landinu til að tryggja öryggi þess innan Nató. Í þessari viku eru liðin fimmtán ár síðan Pólland gekk inn í Atlantshafsbandalagið. Um þrjú hundruð liðsmenn bandaríska flughersins og tólf F-16-herþotur eru væntanlegar til Póllands í þessari viku til að taka þátt í sameiginlegum heræfingum. Pólska ríkisstjórnin óskaði eftir liðsstyrknum eftir að Rússar tóku völdin á Krímskaga.Taka ekki mark á atkvæðagreiðslu Leiðtogar sjö helstu iðnríkja heims munu ekki taka mark á niðurstöðum atkvæðagreiðslu um það hvort Krímskagi verði aðskilinn frá Úkraínu og verði hluti af Rússlandi. Í yfirlýsingu frá ríkjunum og Evrópusambandinu eru Rússar hvattir til að „hætta tilraunum sínum til að breyta ástandi mála á Krímskaga þvert gegn úkraínskum og alþjóðlegum lögum“. Þar sagði einnig að atkvæðagreiðslan sem er fyrirhuguð á Krímskaga um helgina „muni ekki hafa neitt lögfræðilegt vægi“ og að skipulagning hennar væri gölluð. Leiðtogarnir bættu við að þeir myndu grípa til frekari ráðstafana, bæði hver í sínu horni og í sameiningu, ef Rússar reyna að innlima Krímskaga í ríki sitt. Undir yfirlýsinguna skrifuðu leiðtogar Kanada, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Japans, Bretlands, Bandaríkjanna og Evrópusambandsins.
Úkraína Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira