Pólítíkin: Vill setja velferðarmál í forgang Höskuldur Kári Schram skrifar 22. mars 2014 08:00 Þorleifur Gunnlaugsson, oddviti Dögunar í Reykjavík, telur nauðsynlegt að setja meiri pening í velferðarmál í borginni og byggja upp fleiri félagslegar íbúðir. Hann vill ráða ópólitískan borgarstjóra og auka íbúalýðræði. Þorleifur segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta í Vinstri grænum á sínum tíma en hann var einn af stofnendum flokksins. „Ég var einn af stofnendum Vinstri grænna. Ég fann mig hins vegar ekki lengur í flokknum og hafði ekki liðið vel þarna í nokkur misseri þó að þar sé mikið af góðu fólki,“ segir Þorleifur sem hætti í Vinstri grænum í byrjun árs. Hann segir að það hafi verið erfið ákvörðun. „Auðvitað eru tilfinningar í þessu en stóra málið er að þetta er ekkert persónulegt. Ég hef reynt að halda því þannig að ég hef ekki verið að ráðast á mínu gömlu félaga. Ég á marga góða vini þarna sem ég hef haldið góðu sambandi við. Ég hef viljað halda þessu á málefnalegum nótum en ekki persónulegum.“Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, lýsti í vikunni yfir stuðningi við framboð Þorleifs og þau málefni sem hann stendur fyrir. „Við Ögmundur höfum verið miklir og góðir samstarfsmenn í gegnum tíðina. Þegar ég kem inn í VG á sínum tíma þá var það hann sem tók fyrst á móti mér. Við höfum alla tíð starfað mjög vel saman. Þannig að [stuðningsyfirlýsing Ögmundar] kemur mér ekki á óvart en mér þykir ákaflega vænt um þennan stuðning frá þessum merka manni sem ég lít mikið upp til,“ segir Þorleifur.Tekjutengdar gjaldskrár Dögun hefur ekki áður boðið fram í borgarstjórnarkosningum og Þorleifur segir að málefnavinnu sé ekki lokið. Hann segir þó ljóst að flokkurinn muni leggja áherslu á velferðarmál í komandi kosningum. „Okkar áherslur eru mikið á sviði velferðarmála og gagnvart láglaunafólki í Reykjavík. Við tölum um réttlátara samfélag sem felst í því að allir eigi að hafa í sig og á og þak yfir höfuðið. Öll börn eiga að hafa rétt á því að þroskast á eðlilegan hátt óháð efnahag foreldra. Við viljum að gjaldskrár verði tekjutengdar þannig að fátækasta fólkið geti líka látið börnin sín í leikskóla, í skólamáltíðir og frístundaheimili. Að okkar mati er þetta grunnþjónusta sem á að vera gjaldfrjáls. Ríkið þyrfti að koma meira inn í þetta eins og gengur og gerist í nágrannaríkjum okkar. En á meðan það er ekki þá viljum við taka þetta skref og tryggja að öll börn eigi rétt á sömu þjónustu.“Vill ópólitískan borgarstjóra Þorleifur vill auka íbúalýðræði og setja völdin út í hverfin. Hann segir óeðlilegt að flokkar sem ná oddastöðu setji fram kröfu um borgarstjórastólinn. „Ég myndi aldrei fara fram á það að fá að vera borgarstjóri ef ég myndi komast í oddastöðu. Það er bara ólýðræðislegt í mínum huga. Ég held hins vegar að það væri gáfulegt að hætta að tala um minnihluta og meirihluta. Við eigum bara að ráða framkvæmdastjóra í stól borgarstjóra. Borgarfulltrúar eiga að nálgast málin á málefnalegan hátt en ekki vera bundnir af flokkum. Við eigum bara að taka hvert og eitt mál og afgreiða það málefnalega,“ segir Þorleifur. Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Þorleifur Gunnlaugsson, oddviti Dögunar í Reykjavík, telur nauðsynlegt að setja meiri pening í velferðarmál í borginni og byggja upp fleiri félagslegar íbúðir. Hann vill ráða ópólitískan borgarstjóra og auka íbúalýðræði. Þorleifur segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta í Vinstri grænum á sínum tíma en hann var einn af stofnendum flokksins. „Ég var einn af stofnendum Vinstri grænna. Ég fann mig hins vegar ekki lengur í flokknum og hafði ekki liðið vel þarna í nokkur misseri þó að þar sé mikið af góðu fólki,“ segir Þorleifur sem hætti í Vinstri grænum í byrjun árs. Hann segir að það hafi verið erfið ákvörðun. „Auðvitað eru tilfinningar í þessu en stóra málið er að þetta er ekkert persónulegt. Ég hef reynt að halda því þannig að ég hef ekki verið að ráðast á mínu gömlu félaga. Ég á marga góða vini þarna sem ég hef haldið góðu sambandi við. Ég hef viljað halda þessu á málefnalegum nótum en ekki persónulegum.“Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, lýsti í vikunni yfir stuðningi við framboð Þorleifs og þau málefni sem hann stendur fyrir. „Við Ögmundur höfum verið miklir og góðir samstarfsmenn í gegnum tíðina. Þegar ég kem inn í VG á sínum tíma þá var það hann sem tók fyrst á móti mér. Við höfum alla tíð starfað mjög vel saman. Þannig að [stuðningsyfirlýsing Ögmundar] kemur mér ekki á óvart en mér þykir ákaflega vænt um þennan stuðning frá þessum merka manni sem ég lít mikið upp til,“ segir Þorleifur.Tekjutengdar gjaldskrár Dögun hefur ekki áður boðið fram í borgarstjórnarkosningum og Þorleifur segir að málefnavinnu sé ekki lokið. Hann segir þó ljóst að flokkurinn muni leggja áherslu á velferðarmál í komandi kosningum. „Okkar áherslur eru mikið á sviði velferðarmála og gagnvart láglaunafólki í Reykjavík. Við tölum um réttlátara samfélag sem felst í því að allir eigi að hafa í sig og á og þak yfir höfuðið. Öll börn eiga að hafa rétt á því að þroskast á eðlilegan hátt óháð efnahag foreldra. Við viljum að gjaldskrár verði tekjutengdar þannig að fátækasta fólkið geti líka látið börnin sín í leikskóla, í skólamáltíðir og frístundaheimili. Að okkar mati er þetta grunnþjónusta sem á að vera gjaldfrjáls. Ríkið þyrfti að koma meira inn í þetta eins og gengur og gerist í nágrannaríkjum okkar. En á meðan það er ekki þá viljum við taka þetta skref og tryggja að öll börn eigi rétt á sömu þjónustu.“Vill ópólitískan borgarstjóra Þorleifur vill auka íbúalýðræði og setja völdin út í hverfin. Hann segir óeðlilegt að flokkar sem ná oddastöðu setji fram kröfu um borgarstjórastólinn. „Ég myndi aldrei fara fram á það að fá að vera borgarstjóri ef ég myndi komast í oddastöðu. Það er bara ólýðræðislegt í mínum huga. Ég held hins vegar að það væri gáfulegt að hætta að tala um minnihluta og meirihluta. Við eigum bara að ráða framkvæmdastjóra í stól borgarstjóra. Borgarfulltrúar eiga að nálgast málin á málefnalegan hátt en ekki vera bundnir af flokkum. Við eigum bara að taka hvert og eitt mál og afgreiða það málefnalega,“ segir Þorleifur.
Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira