Adrenalínið á fullu baksviðs Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 28. mars 2014 12:00 Guðbjörg er önnur tveggja förðunarfræðinga sem heldur utan um alla förðunarvinnu á Reykjavík Fashion Festival. Jóhanna B. Christensen Förðunarfræðingarnir Guðbjörg Huldís Kristinsdóttir og Fríða María Harðardóttir munu bera ábyrgð á allri förðun á tískusýningum Reykjavík Fashion Festival sem fram fer í Hörpu nú um helgina. Guðbjörg segir mikla undirbúningsvinnu vera á bak við viðburð af þessari stærðargráðu. „Við erum búnar að vera allavega í tvær vikur á fullu í undirbúningi. Við hittum hönnuðina og förum í hugmyndavinnu með þeim. Svo komum við með tillögur og þegar niðurstaða er fengin er hún prófuð. Við erum búin að taka eina prufu og svo verður önnur tekin í dag í Hörpu í réttri lýsingu.“Spennufall eftir sýningu Þær Fríða María stjórna allri förðunarvinnunni en eru með teymi förðunarfræðinga frá MAC með sér. „Við tókum þær í próf og röðuðum þeim svo saman í teymi eftir þeirra styrkleikum. Fyrir sýningarnar á morgun verðum við búnar að tímasetja allt og raða upp teymunum. Við Fríða María verðum með yfirsýnina og sleppum ekki hendinni af módelunum fyrr en þau fara inn á sviðið. Svo höfum við bara nokkrar sekúndur á milli til að laga þau módel sem eru með fleiri en eina innkomu. Það getur ýmislegt gerst þegar þau skipta um föt, varaliturinn smyrst og fleira. Það er mikið stress og adrenalínflæði í gangi. Þegar sýningarnar eru búnar verður ákveðið spennufall, hver tískusýning er bara í tíu til fimmtán mínútur en við búnar að eyða einhverjum vikum í undirbúning. Það er samt mjög góð tilfinning þegar vel gengur,“ segir Guðbjörg.Fengist við allt milli himins og jarðar Guðbjörg lærði förðun í London College of Fashion og útskrifaðist árið 2001. Síðan 2005 hefur hún verið verktaki og starfað að mestu í auglýsinga- og kvikmyndagerð bæði hér heima og erlendis. „Ég hef í rauninni fengist við allt milli himins og jarðar. Ég hef unnið á tískuvikum í Danmörku og í London, gert eina bíómynd og eina sjónvarpsmynd og var að vinna við Game of Thrones. Ég fæst við alls konar förðun og alls ekki bara „beauty“-förðun. Í auglýsingum þarf að koma ýmsum skilaboðum á framfæri og þá eru leikararnir til dæmis sveittir eða með áverka þannig að þetta er mjög fjölbreytt starf. Við erum svo fá í þessum bransa hér á landi að við getum ekki sérhæft okkur í einhverju einu. Ég er samt sterkust í alls kyns húðvinnu og finnst skemmtilegast að vinna með hvers konar smáatriði. Það er helst hægt að gera það í kvikmyndum, þá þarf að búa til einhvern karakter með ákveðið útlit og hægt að leika sér með það.“Eins og sjómannslíf Guðbjörg segir þá sem starfa í þessum bransa þurfa að hafa óendanlegan áhuga og ástríðu fyrir sminki. „Það er þó ekki það eina sem til þarf. Það er mjög óreglulegur vinnutími í þessu, stundum er mikið að gera en stundum ekki. Þegar mikið er að gera eru fjarvistir frá fjölskyldunni langar og þetta verður nokkurs konar sjómannslíf. Einnig er nauðsynlegt að geta unnið við mismunandi aðstæður, í kulda, í myrkri og á nóttunni. Þetta er alls ekki fyrir alla en ég hef mjög gaman af starfinu.“ Game of Thrones RFF Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Förðunarfræðingarnir Guðbjörg Huldís Kristinsdóttir og Fríða María Harðardóttir munu bera ábyrgð á allri förðun á tískusýningum Reykjavík Fashion Festival sem fram fer í Hörpu nú um helgina. Guðbjörg segir mikla undirbúningsvinnu vera á bak við viðburð af þessari stærðargráðu. „Við erum búnar að vera allavega í tvær vikur á fullu í undirbúningi. Við hittum hönnuðina og förum í hugmyndavinnu með þeim. Svo komum við með tillögur og þegar niðurstaða er fengin er hún prófuð. Við erum búin að taka eina prufu og svo verður önnur tekin í dag í Hörpu í réttri lýsingu.“Spennufall eftir sýningu Þær Fríða María stjórna allri förðunarvinnunni en eru með teymi förðunarfræðinga frá MAC með sér. „Við tókum þær í próf og röðuðum þeim svo saman í teymi eftir þeirra styrkleikum. Fyrir sýningarnar á morgun verðum við búnar að tímasetja allt og raða upp teymunum. Við Fríða María verðum með yfirsýnina og sleppum ekki hendinni af módelunum fyrr en þau fara inn á sviðið. Svo höfum við bara nokkrar sekúndur á milli til að laga þau módel sem eru með fleiri en eina innkomu. Það getur ýmislegt gerst þegar þau skipta um föt, varaliturinn smyrst og fleira. Það er mikið stress og adrenalínflæði í gangi. Þegar sýningarnar eru búnar verður ákveðið spennufall, hver tískusýning er bara í tíu til fimmtán mínútur en við búnar að eyða einhverjum vikum í undirbúning. Það er samt mjög góð tilfinning þegar vel gengur,“ segir Guðbjörg.Fengist við allt milli himins og jarðar Guðbjörg lærði förðun í London College of Fashion og útskrifaðist árið 2001. Síðan 2005 hefur hún verið verktaki og starfað að mestu í auglýsinga- og kvikmyndagerð bæði hér heima og erlendis. „Ég hef í rauninni fengist við allt milli himins og jarðar. Ég hef unnið á tískuvikum í Danmörku og í London, gert eina bíómynd og eina sjónvarpsmynd og var að vinna við Game of Thrones. Ég fæst við alls konar förðun og alls ekki bara „beauty“-förðun. Í auglýsingum þarf að koma ýmsum skilaboðum á framfæri og þá eru leikararnir til dæmis sveittir eða með áverka þannig að þetta er mjög fjölbreytt starf. Við erum svo fá í þessum bransa hér á landi að við getum ekki sérhæft okkur í einhverju einu. Ég er samt sterkust í alls kyns húðvinnu og finnst skemmtilegast að vinna með hvers konar smáatriði. Það er helst hægt að gera það í kvikmyndum, þá þarf að búa til einhvern karakter með ákveðið útlit og hægt að leika sér með það.“Eins og sjómannslíf Guðbjörg segir þá sem starfa í þessum bransa þurfa að hafa óendanlegan áhuga og ástríðu fyrir sminki. „Það er þó ekki það eina sem til þarf. Það er mjög óreglulegur vinnutími í þessu, stundum er mikið að gera en stundum ekki. Þegar mikið er að gera eru fjarvistir frá fjölskyldunni langar og þetta verður nokkurs konar sjómannslíf. Einnig er nauðsynlegt að geta unnið við mismunandi aðstæður, í kulda, í myrkri og á nóttunni. Þetta er alls ekki fyrir alla en ég hef mjög gaman af starfinu.“
Game of Thrones RFF Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp