Var uppgötvuð í H&M Baldvin Þormóðsson skrifar 3. apríl 2014 11:00 Sigrún Eva kann vel við sig í New York. mynd/Frederik Lentz Andersen-Euroman „Ég kann mjög vel við mig hérna,“ segir hin 23 ára Sigrún Eva Jónsdóttir en hún er búsett í New York þar sem hún starfar sem fyrirsæta. „Það er samt gott að taka pásur inn á milli til þess að koma heim til Íslands og ná sér niður á jörðina,“ segir fyrirsætan sem var einmitt stödd hér á landi um síðustu helgi þar sem hún tók þátt í Reykjavík Fashion Festival. „Það var rosalega gaman en líka rosalega mikil vinna,“ segir Sigrún Eva sem gekk sýningarpallinn fyrir fimm mismunandi hönnuði. „Það var ekki mikið sofið. Það var smá skrítið að koma heim í svona þunga vinnuferð,“ segir Sigrún Eva en hún lenti á fimmtudeginum og fór strax í myndatöku fyrir Smáralindarblaðið og mátun fyrir RFF. „Síðan sýndi ég fyrir Hildi Yeoman á föstudagskvöldinu. Á laugardaginn sýndi ég síðan fyrir Cintamani, Farmers Market, Magneu og REY,“ segir Sigrún Eva sem hafði varla tíma til þess að setjast niður og anda.Var send til Kóreu Fyrirsætuferill Sigrúnar hófst óvænt þegar hún var sautján ára og stödd í New York ásamt foreldrum sínum. „Ég var í H&M þegar það kemur einhver kona upp að mér og vildi fá mig á skrá sem fyrirsætu,“ segir Sigrún Eva en konan var útsendari fyrir umboðsskrifstofu Wilhelmina Models þar sem hún starfar í dag. „Ég var ennþá í menntaskóla á þessum tíma þannig að ég var send í sumarfríinu árið eftir til Kóreu til þess að byrja að vinna. Til þess að fá vinnuleyfi í Bandaríkjunum þarf maður víst að safna ákveðinni reynslu og hafa starfað áður sem fyrirsæta,“ segir Sigrún Eva en hún var send til Kóreu í þeim tilgangi að sitja fyrir á auglýsingum sem birtust í kóreskum tímaritum.Sigrún Eva sýndi á RFF fyrir hönnuði á borð við Magnea.mynd/einkasafn„Þetta var rosalega fyndið. Ég vissi voðalega lítið um Kóreu,“ segir Sigrún Eva en hún þurfti að taka úr ferðatöskunni á flugvellinum vegna yfirþyngdar. „Mamma hafði pakkað svo miklu nesti fyrir mig,“ segir Sigrún Eva og hlær. „Ég var þar í 2 mánuði áður en ég flutti síðan aftur heim til þess að klára skólann,“ segir Sigrún Eva sem flutti eftir framhaldsskólann til New York þar sem hún hefur búið í næstum því 3 ár. „New York er algjör suðupottur af alls kyns fólki, mér finnst það frábært,“ segir Sigrún Eva sem heldur samt góðu sambandi við vini og fjölskyldu á Íslandi. „Ég tala við mömmu og pabba á næstum því hverjum degi og held góðu sambandi við vinkonurnar heima." Varðandi framtíðina segir fyrirsætan hana vera algjörlega óráðna. „Ég hef svona verið að gæla við þá hugmynd að læra leiklist,“ segir hún sem hefur einnig þann möguleika að flytja til Evrópu til þess að vinna. „Líf mitt er einhvern veginn óskipulagshæft,“ segir Sigrún Eva og hlær. „Ég get aldrei skipulagt neitt lengra en mánuð fram í tímann.“ RFF Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira
„Ég kann mjög vel við mig hérna,“ segir hin 23 ára Sigrún Eva Jónsdóttir en hún er búsett í New York þar sem hún starfar sem fyrirsæta. „Það er samt gott að taka pásur inn á milli til þess að koma heim til Íslands og ná sér niður á jörðina,“ segir fyrirsætan sem var einmitt stödd hér á landi um síðustu helgi þar sem hún tók þátt í Reykjavík Fashion Festival. „Það var rosalega gaman en líka rosalega mikil vinna,“ segir Sigrún Eva sem gekk sýningarpallinn fyrir fimm mismunandi hönnuði. „Það var ekki mikið sofið. Það var smá skrítið að koma heim í svona þunga vinnuferð,“ segir Sigrún Eva en hún lenti á fimmtudeginum og fór strax í myndatöku fyrir Smáralindarblaðið og mátun fyrir RFF. „Síðan sýndi ég fyrir Hildi Yeoman á föstudagskvöldinu. Á laugardaginn sýndi ég síðan fyrir Cintamani, Farmers Market, Magneu og REY,“ segir Sigrún Eva sem hafði varla tíma til þess að setjast niður og anda.Var send til Kóreu Fyrirsætuferill Sigrúnar hófst óvænt þegar hún var sautján ára og stödd í New York ásamt foreldrum sínum. „Ég var í H&M þegar það kemur einhver kona upp að mér og vildi fá mig á skrá sem fyrirsætu,“ segir Sigrún Eva en konan var útsendari fyrir umboðsskrifstofu Wilhelmina Models þar sem hún starfar í dag. „Ég var ennþá í menntaskóla á þessum tíma þannig að ég var send í sumarfríinu árið eftir til Kóreu til þess að byrja að vinna. Til þess að fá vinnuleyfi í Bandaríkjunum þarf maður víst að safna ákveðinni reynslu og hafa starfað áður sem fyrirsæta,“ segir Sigrún Eva en hún var send til Kóreu í þeim tilgangi að sitja fyrir á auglýsingum sem birtust í kóreskum tímaritum.Sigrún Eva sýndi á RFF fyrir hönnuði á borð við Magnea.mynd/einkasafn„Þetta var rosalega fyndið. Ég vissi voðalega lítið um Kóreu,“ segir Sigrún Eva en hún þurfti að taka úr ferðatöskunni á flugvellinum vegna yfirþyngdar. „Mamma hafði pakkað svo miklu nesti fyrir mig,“ segir Sigrún Eva og hlær. „Ég var þar í 2 mánuði áður en ég flutti síðan aftur heim til þess að klára skólann,“ segir Sigrún Eva sem flutti eftir framhaldsskólann til New York þar sem hún hefur búið í næstum því 3 ár. „New York er algjör suðupottur af alls kyns fólki, mér finnst það frábært,“ segir Sigrún Eva sem heldur samt góðu sambandi við vini og fjölskyldu á Íslandi. „Ég tala við mömmu og pabba á næstum því hverjum degi og held góðu sambandi við vinkonurnar heima." Varðandi framtíðina segir fyrirsætan hana vera algjörlega óráðna. „Ég hef svona verið að gæla við þá hugmynd að læra leiklist,“ segir hún sem hefur einnig þann möguleika að flytja til Evrópu til þess að vinna. „Líf mitt er einhvern veginn óskipulagshæft,“ segir Sigrún Eva og hlær. „Ég get aldrei skipulagt neitt lengra en mánuð fram í tímann.“
RFF Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira