Rétt kom í veg fyrir tískuslys 4. apríl 2014 10:51 Harpa Einarsdóttir Vísir/GVA „Ég er enn þá að jafna mig,“ segir Harpa Einarsdóttir, fatahönnuður sem hannar undir nafninu Ziska, en hún varð fyrir því óláni að fatalínan hennar sem átti að sýna á Reykjavík Fashion Festival um síðustu helgi í Hörpu, barst ekki til landsins í tæka tíð. Fatalína hennar er framleidd á Indlandi. „Ég sendi allt tímanlega til verksmiðjunnar, en gjaldeyrishöftin urðu til þess að greiðslan barst ekki tímanlega. Þannig að verksmiðjan hóf ekki störf fyrr en viku fyrir sýningu sem er allt of seint,“ segir Harpa, sem dó þó ekki ráðalaus. „Þegar kom í ljós að þetta myndi ekki hafast, viku fyrir sýningu, þá tókum við Selma Ragnarsdóttir klæðskeri aldeilis við okkur. Það voru reyndar tíu flíkur sem voru gerðar hér heima, sem áttu að vera á móti því sem kom frá Indlandi, þannig að þær voru inni í sýningunni. Svo fylltum við bara upp í,“ segir Harpa og hlær. „Ég hafði náttúrulega engan tíma til að stílísera eitthvað sérstaklega. Við saumuðum allar nætur og til fjögur, nóttina fyrir sýningu. En það var margt gott sem kom út úr þessu, eins og til dæmis hvíti kjóllinn sem hefði aldrei orðið til ef þetta hefði ekki gerst,“ segir Harpa, en hvítur kjóll úr línu hennar vakti sérstaka athygli á sýningunni. „Við náðum fimmtán innkomum fyrirsæta, sem ég tel bara nokkuð gott!“ segir Harpa að lokum og hlær. RFF Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Sjá meira
„Ég er enn þá að jafna mig,“ segir Harpa Einarsdóttir, fatahönnuður sem hannar undir nafninu Ziska, en hún varð fyrir því óláni að fatalínan hennar sem átti að sýna á Reykjavík Fashion Festival um síðustu helgi í Hörpu, barst ekki til landsins í tæka tíð. Fatalína hennar er framleidd á Indlandi. „Ég sendi allt tímanlega til verksmiðjunnar, en gjaldeyrishöftin urðu til þess að greiðslan barst ekki tímanlega. Þannig að verksmiðjan hóf ekki störf fyrr en viku fyrir sýningu sem er allt of seint,“ segir Harpa, sem dó þó ekki ráðalaus. „Þegar kom í ljós að þetta myndi ekki hafast, viku fyrir sýningu, þá tókum við Selma Ragnarsdóttir klæðskeri aldeilis við okkur. Það voru reyndar tíu flíkur sem voru gerðar hér heima, sem áttu að vera á móti því sem kom frá Indlandi, þannig að þær voru inni í sýningunni. Svo fylltum við bara upp í,“ segir Harpa og hlær. „Ég hafði náttúrulega engan tíma til að stílísera eitthvað sérstaklega. Við saumuðum allar nætur og til fjögur, nóttina fyrir sýningu. En það var margt gott sem kom út úr þessu, eins og til dæmis hvíti kjóllinn sem hefði aldrei orðið til ef þetta hefði ekki gerst,“ segir Harpa, en hvítur kjóll úr línu hennar vakti sérstaka athygli á sýningunni. „Við náðum fimmtán innkomum fyrirsæta, sem ég tel bara nokkuð gott!“ segir Harpa að lokum og hlær.
RFF Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Sjá meira