Á Bolungarvík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. apríl 2014 07:00 Í apríl 2009 var ég á svipuðum stað og í dag að einu leyti. Mig langaði að skemmta mér um páskana og var ferð á tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður á Ísafirði efst á lista. Ég var ekki lengi að sannfæra þáverandi kærustu mína um að við skyldum skella okkur og á nokkrum dögum hafði myndast ellefu manna hópur, tvö pör auk sjö einhleypra snillinga. Eftirvæntingin var mikil. Fyrir vestan hitti maður svo auðvitað einvala lið fólks sem dansaði í takt við Hemma Gunn heitinn og fleiri góða sem trylltu lýðinn. Fimm árum síðar er stefnan aftur sett á Ísafjörð en hlutirnir hafa svo sannarlega breyst. Sex af hinum þáverandi einhleypu sjö er búið að veiða í samband, margir hafa fjölgað mannkyninu, annað parið er hætt saman og hitt flutt til útlanda. Eftir stendur sá sem þetta skrifar í bullandi basli með að finna góðan ferðafélaga. Það er ekki oft sem skegglaus maður, nýkominn á fertugsaldurinn, upplifir sig sem „gamlan“. Sú var þó raunin þegar horft var fimm ár aftur í tímann þar sem við, unga fólkið á þrítugsaldri, skellti sér áhyggju- og ábyrgðarlaust vestur. Sem betur fer sá góður vinur minn, enn eldri, aumur á mér svo farið verður í veisluna fyrir vestan. Fyrir utan félagsskapinn, tónlistina og bjórdrykkjuna stendur ýmislegt upp úr í ferðinni fyrir fimm árum. Þá helst að loksins lærði ég að nota forsetninguna í með staðarheitinu Bolungarvík. Það tókst heimakonu nokkurri í pottinum í Bolungarvík að stimpla inn í heila minn eftir erfiða fæðingu. Er engu logið til um að vinur minn, sem við sóttum heim í Víkina fögru, hafi verið farinn að óska eftir yfirvinnukaupi við að leiðrétta forsetningaval mitt. Eftir að hafa kjaftað aðra í kaf í pottinum og ítrekað verið leiðréttur fyrir ranga forsetningu missti konan sig og sagði grjóthörð: „Myndirðu segja á Reykjavík!“ Svör voru fá en lærdómurinn öllu meiri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Í apríl 2009 var ég á svipuðum stað og í dag að einu leyti. Mig langaði að skemmta mér um páskana og var ferð á tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður á Ísafirði efst á lista. Ég var ekki lengi að sannfæra þáverandi kærustu mína um að við skyldum skella okkur og á nokkrum dögum hafði myndast ellefu manna hópur, tvö pör auk sjö einhleypra snillinga. Eftirvæntingin var mikil. Fyrir vestan hitti maður svo auðvitað einvala lið fólks sem dansaði í takt við Hemma Gunn heitinn og fleiri góða sem trylltu lýðinn. Fimm árum síðar er stefnan aftur sett á Ísafjörð en hlutirnir hafa svo sannarlega breyst. Sex af hinum þáverandi einhleypu sjö er búið að veiða í samband, margir hafa fjölgað mannkyninu, annað parið er hætt saman og hitt flutt til útlanda. Eftir stendur sá sem þetta skrifar í bullandi basli með að finna góðan ferðafélaga. Það er ekki oft sem skegglaus maður, nýkominn á fertugsaldurinn, upplifir sig sem „gamlan“. Sú var þó raunin þegar horft var fimm ár aftur í tímann þar sem við, unga fólkið á þrítugsaldri, skellti sér áhyggju- og ábyrgðarlaust vestur. Sem betur fer sá góður vinur minn, enn eldri, aumur á mér svo farið verður í veisluna fyrir vestan. Fyrir utan félagsskapinn, tónlistina og bjórdrykkjuna stendur ýmislegt upp úr í ferðinni fyrir fimm árum. Þá helst að loksins lærði ég að nota forsetninguna í með staðarheitinu Bolungarvík. Það tókst heimakonu nokkurri í pottinum í Bolungarvík að stimpla inn í heila minn eftir erfiða fæðingu. Er engu logið til um að vinur minn, sem við sóttum heim í Víkina fögru, hafi verið farinn að óska eftir yfirvinnukaupi við að leiðrétta forsetningaval mitt. Eftir að hafa kjaftað aðra í kaf í pottinum og ítrekað verið leiðréttur fyrir ranga forsetningu missti konan sig og sagði grjóthörð: „Myndirðu segja á Reykjavík!“ Svör voru fá en lærdómurinn öllu meiri.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun