Landbúnaðarkerfi ESB hentar ekki fyrir Íslendinga Brjánn Jónasson skrifar 9. apríl 2014 06:30 Íslenskir bændur eru styrktir á grundvelli þess sem þeir framleiða, en styrkir ESB tengjast að mestu landareignum bænda. Fréttablaðið/Stefán Líklegt er að Ísland hefði fengið undanþágur frá reglum Evrópusambandsins til að fá áfram að banna innflutning á lifandi dýrum hefði aðildarviðræðum Íslands verið lokið. Þetta kemur fram í skýrslu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið. Skýrslan var unnin fyrir Alþýðusamband Íslands, Félag atvinnurekenda, Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands, og var kynnt á mánudag. Í skýrslunni segir að líklega hefði dugað fyrir Íslendinga að sýna fram á að bannið væri byggt á vísindalegum grunni. Undanþágan myndi þá að öllum líkindum vera endurskoðuð reglulega, en haldist vísindaleg rök óbreytt fengi hún að halda sér áfram. Þegar er tekist á um bann Íslands við innflutningi á ófrystu fersku kjöti á vettvangi ESA, eftirlitsstofnunar EFTA. Allt stefnir í að ESA fari í mál við Ísland vegna bannsins, og mun niðurstaðan úr því máli skipta miklu gangi Ísland í ESB. Vinni Ísland málið mun það styrkja stöðu landsins í að halda banninu. Tapist málið veikist um leið sá málstaður. Haldi aðildarviðræður Íslands og ESB áfram bendir ekkert til þess að Ísland muni þurfa á umfangsmiklum undanþágum eða sérlausnum að halda í landbúnaðarmálum umfram það sem fordæmi eru fyrir, til dæmis frá Finnlandi. Þegar kemur að landbúnaðarmálunum er líklegt að þrjú úrlausnarefni verði erfiðust, að mati skýrsluhöfunda. Í fyrsta lagi hversu stóran hluta landbúnaðarstyrkja á Íslandi megi tengja framleiðslu. Í öðru lagi hversu mikill stuðningur við bændur muni verða. Í þriðja lagi verði tekist á um hversu stóran hluta af stuðningnum ESB muni greiða. Langsamlega stærstur hluti greiðslna til bænda innan ESB er vegna eignar á landi. Þá er greidd ákveðin upphæð á hvern hektara lands sem er ræktaður. Upphæðin er misjöfn „vegna sögulegra ástæðna“, eins og segir í skýrslunni. Greiðslur eru lægstar um 15 þúsund á hektara í Lettlandi, en hæstar um 124 þúsund á hektara á Möltu. Í skýrslu Alþjóðamálastofnunar segir að illa henti að hafa stuðning af þessu tagi sem meginstoð styrkgreiðslna til bænda á Íslandi. Á Íslandi er nær allur stuðningur tengdur framleiðslu, en slíkir styrkir eru mjög takmarkaðir í ESB. Opnað var á frekari framleiðslutengdan stuðning í regluverki ESB í byrjun þessa árs, en umfanginu eru settar hömlur. „Ekki virðist þó útilokað að Ísland gæti nýtt sér undanþáguákvæði í reglunum og fengið að viðhalda umtalsverðum framleiðslutengdum stuðningi,“ segir í skýrslunni. Þá er „mjög líklegt“ að Ísland fái að fylgja fordæmi Finnlands, sem hefur fengið heimild til að styðja við eigin landbúnað á eigin kostnað. Heimild Finnlands er tímabundin. Forsendur fyrir henni eru endurskoðaðar reglulega, og breytist þær ekki er möguleiki á framlengingu. Við aðild að ESB yrði núverandi kvótakerfi á mjólk lagt niður, enda litlar líkur á að Ísland geti fengið, eða vilji fá, undanþágu frá opinberu íhlutunarkerfi ESB. „Það getur valdið vandamálum fyrir þá bændur sem eru mjög skuldsettir og hafa með einhverjum hætti veðsett greiðslumark sitt en kemur sér vel fyrir þá sem hafa möguleika á að auka framleiðslu sína,“ segir í skýrslunni.Verndartollar yrðu felldir niður Ísland yrði eina ríkið innan ESB þar sem allir bændur ættu rétt á svokölluðum harðbýlisgreiðslum. Stuðningur við dreifbýlið fellur undir landbúnaðarstefnu ESB. Ísland styrkir bændur þegar með sambærilegum hætti í gegnum ýmsa sjóði, og yrði aðlögun að kerfi ESB því ekki mjög erfið að mati skýrsluhöfunda. Erfitt gæti reynst fyrir Ísland að uppfylla kröfur ESB um stjórnsýslu landbúnaðarmála. Ljóst er að setja þyrfti á laggirnar greiðslustofnun í stað þess að láta greiðslurnar fara í gegnum Bændasamtök Íslands. Í skýrslu Alþjóðamálastofnunar segir að fulltrúar ESB hafi verið meðvitaðir um að leita þyrfti sérlausna fyrir Ísland á þessu sviði. Afar hæpið er að Ísland fái að halda verndartollum á landbúnaðarafurðir, gangi landið í ESB, enda tollfrjáls viðskipti milli landa eitt af grundvallaratriðunum í samstarfi aðildarríkjanna, segir í skýrslu Alþjóðamálastofnunar. Slík vernd skiptir langmestu fyrir framleiðendur kjúklinga- og svínakjöts. Mögulegt væri að bæta framleiðendunum upp niðurfellingu tollverndar með beinum styrkjum.Tvær hvalategundir eru veiddar hér við land. Hrefnur eru skotnar og seldar á innanlandsmarkaði. Langreiðarveiðar hafa einnig verið stundaðar undanfarin sumur, og er aflinn að mestu sendur til Japan.Fréttablaðið/AntonEnginn vilji til að leyfa hvalveiðar Líklegt er að Íslendingar þyrftu að hætta hvalveiðum gengi landið í Evrópusambandið, enda yrði afar erfitt að fá fram sérlausn í aðildarviðræðum sem gerði áframhaldandi hvalveiðar mögulegar, að mati skýrsluhöfunda Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands. Enginn pólitískur vilji er til að heimila hvalveiðar eða viðskipti með hvalaafurðir í ESB. Skýrsluhöfundar velta þó upp þeim möguleika að hvalveiðar sem sýnt hafi verið fram á að séu sjálfbærar myndu fá að halda áfram „að einhverju leyti“, mögulega aðeins fyrir heimamarkað. „Það er hins vegar augljós staðreynd að hvalveiðar eru mjög viðkvæmt mál hjá ýmsum aðildarríkjum ESB. Þau ættu erfitt með að samþykkja samning við Ísland sem fæli í sér samþykki við hvalveiðum,“ segir í skýrslunni. ESB-málið Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Sjá meira
Líklegt er að Ísland hefði fengið undanþágur frá reglum Evrópusambandsins til að fá áfram að banna innflutning á lifandi dýrum hefði aðildarviðræðum Íslands verið lokið. Þetta kemur fram í skýrslu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið. Skýrslan var unnin fyrir Alþýðusamband Íslands, Félag atvinnurekenda, Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands, og var kynnt á mánudag. Í skýrslunni segir að líklega hefði dugað fyrir Íslendinga að sýna fram á að bannið væri byggt á vísindalegum grunni. Undanþágan myndi þá að öllum líkindum vera endurskoðuð reglulega, en haldist vísindaleg rök óbreytt fengi hún að halda sér áfram. Þegar er tekist á um bann Íslands við innflutningi á ófrystu fersku kjöti á vettvangi ESA, eftirlitsstofnunar EFTA. Allt stefnir í að ESA fari í mál við Ísland vegna bannsins, og mun niðurstaðan úr því máli skipta miklu gangi Ísland í ESB. Vinni Ísland málið mun það styrkja stöðu landsins í að halda banninu. Tapist málið veikist um leið sá málstaður. Haldi aðildarviðræður Íslands og ESB áfram bendir ekkert til þess að Ísland muni þurfa á umfangsmiklum undanþágum eða sérlausnum að halda í landbúnaðarmálum umfram það sem fordæmi eru fyrir, til dæmis frá Finnlandi. Þegar kemur að landbúnaðarmálunum er líklegt að þrjú úrlausnarefni verði erfiðust, að mati skýrsluhöfunda. Í fyrsta lagi hversu stóran hluta landbúnaðarstyrkja á Íslandi megi tengja framleiðslu. Í öðru lagi hversu mikill stuðningur við bændur muni verða. Í þriðja lagi verði tekist á um hversu stóran hluta af stuðningnum ESB muni greiða. Langsamlega stærstur hluti greiðslna til bænda innan ESB er vegna eignar á landi. Þá er greidd ákveðin upphæð á hvern hektara lands sem er ræktaður. Upphæðin er misjöfn „vegna sögulegra ástæðna“, eins og segir í skýrslunni. Greiðslur eru lægstar um 15 þúsund á hektara í Lettlandi, en hæstar um 124 þúsund á hektara á Möltu. Í skýrslu Alþjóðamálastofnunar segir að illa henti að hafa stuðning af þessu tagi sem meginstoð styrkgreiðslna til bænda á Íslandi. Á Íslandi er nær allur stuðningur tengdur framleiðslu, en slíkir styrkir eru mjög takmarkaðir í ESB. Opnað var á frekari framleiðslutengdan stuðning í regluverki ESB í byrjun þessa árs, en umfanginu eru settar hömlur. „Ekki virðist þó útilokað að Ísland gæti nýtt sér undanþáguákvæði í reglunum og fengið að viðhalda umtalsverðum framleiðslutengdum stuðningi,“ segir í skýrslunni. Þá er „mjög líklegt“ að Ísland fái að fylgja fordæmi Finnlands, sem hefur fengið heimild til að styðja við eigin landbúnað á eigin kostnað. Heimild Finnlands er tímabundin. Forsendur fyrir henni eru endurskoðaðar reglulega, og breytist þær ekki er möguleiki á framlengingu. Við aðild að ESB yrði núverandi kvótakerfi á mjólk lagt niður, enda litlar líkur á að Ísland geti fengið, eða vilji fá, undanþágu frá opinberu íhlutunarkerfi ESB. „Það getur valdið vandamálum fyrir þá bændur sem eru mjög skuldsettir og hafa með einhverjum hætti veðsett greiðslumark sitt en kemur sér vel fyrir þá sem hafa möguleika á að auka framleiðslu sína,“ segir í skýrslunni.Verndartollar yrðu felldir niður Ísland yrði eina ríkið innan ESB þar sem allir bændur ættu rétt á svokölluðum harðbýlisgreiðslum. Stuðningur við dreifbýlið fellur undir landbúnaðarstefnu ESB. Ísland styrkir bændur þegar með sambærilegum hætti í gegnum ýmsa sjóði, og yrði aðlögun að kerfi ESB því ekki mjög erfið að mati skýrsluhöfunda. Erfitt gæti reynst fyrir Ísland að uppfylla kröfur ESB um stjórnsýslu landbúnaðarmála. Ljóst er að setja þyrfti á laggirnar greiðslustofnun í stað þess að láta greiðslurnar fara í gegnum Bændasamtök Íslands. Í skýrslu Alþjóðamálastofnunar segir að fulltrúar ESB hafi verið meðvitaðir um að leita þyrfti sérlausna fyrir Ísland á þessu sviði. Afar hæpið er að Ísland fái að halda verndartollum á landbúnaðarafurðir, gangi landið í ESB, enda tollfrjáls viðskipti milli landa eitt af grundvallaratriðunum í samstarfi aðildarríkjanna, segir í skýrslu Alþjóðamálastofnunar. Slík vernd skiptir langmestu fyrir framleiðendur kjúklinga- og svínakjöts. Mögulegt væri að bæta framleiðendunum upp niðurfellingu tollverndar með beinum styrkjum.Tvær hvalategundir eru veiddar hér við land. Hrefnur eru skotnar og seldar á innanlandsmarkaði. Langreiðarveiðar hafa einnig verið stundaðar undanfarin sumur, og er aflinn að mestu sendur til Japan.Fréttablaðið/AntonEnginn vilji til að leyfa hvalveiðar Líklegt er að Íslendingar þyrftu að hætta hvalveiðum gengi landið í Evrópusambandið, enda yrði afar erfitt að fá fram sérlausn í aðildarviðræðum sem gerði áframhaldandi hvalveiðar mögulegar, að mati skýrsluhöfunda Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands. Enginn pólitískur vilji er til að heimila hvalveiðar eða viðskipti með hvalaafurðir í ESB. Skýrsluhöfundar velta þó upp þeim möguleika að hvalveiðar sem sýnt hafi verið fram á að séu sjálfbærar myndu fá að halda áfram „að einhverju leyti“, mögulega aðeins fyrir heimamarkað. „Það er hins vegar augljós staðreynd að hvalveiðar eru mjög viðkvæmt mál hjá ýmsum aðildarríkjum ESB. Þau ættu erfitt með að samþykkja samning við Ísland sem fæli í sér samþykki við hvalveiðum,“ segir í skýrslunni.
ESB-málið Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Sjá meira