Landbúnaðarkerfi ESB hentar ekki fyrir Íslendinga Brjánn Jónasson skrifar 9. apríl 2014 06:30 Íslenskir bændur eru styrktir á grundvelli þess sem þeir framleiða, en styrkir ESB tengjast að mestu landareignum bænda. Fréttablaðið/Stefán Líklegt er að Ísland hefði fengið undanþágur frá reglum Evrópusambandsins til að fá áfram að banna innflutning á lifandi dýrum hefði aðildarviðræðum Íslands verið lokið. Þetta kemur fram í skýrslu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið. Skýrslan var unnin fyrir Alþýðusamband Íslands, Félag atvinnurekenda, Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands, og var kynnt á mánudag. Í skýrslunni segir að líklega hefði dugað fyrir Íslendinga að sýna fram á að bannið væri byggt á vísindalegum grunni. Undanþágan myndi þá að öllum líkindum vera endurskoðuð reglulega, en haldist vísindaleg rök óbreytt fengi hún að halda sér áfram. Þegar er tekist á um bann Íslands við innflutningi á ófrystu fersku kjöti á vettvangi ESA, eftirlitsstofnunar EFTA. Allt stefnir í að ESA fari í mál við Ísland vegna bannsins, og mun niðurstaðan úr því máli skipta miklu gangi Ísland í ESB. Vinni Ísland málið mun það styrkja stöðu landsins í að halda banninu. Tapist málið veikist um leið sá málstaður. Haldi aðildarviðræður Íslands og ESB áfram bendir ekkert til þess að Ísland muni þurfa á umfangsmiklum undanþágum eða sérlausnum að halda í landbúnaðarmálum umfram það sem fordæmi eru fyrir, til dæmis frá Finnlandi. Þegar kemur að landbúnaðarmálunum er líklegt að þrjú úrlausnarefni verði erfiðust, að mati skýrsluhöfunda. Í fyrsta lagi hversu stóran hluta landbúnaðarstyrkja á Íslandi megi tengja framleiðslu. Í öðru lagi hversu mikill stuðningur við bændur muni verða. Í þriðja lagi verði tekist á um hversu stóran hluta af stuðningnum ESB muni greiða. Langsamlega stærstur hluti greiðslna til bænda innan ESB er vegna eignar á landi. Þá er greidd ákveðin upphæð á hvern hektara lands sem er ræktaður. Upphæðin er misjöfn „vegna sögulegra ástæðna“, eins og segir í skýrslunni. Greiðslur eru lægstar um 15 þúsund á hektara í Lettlandi, en hæstar um 124 þúsund á hektara á Möltu. Í skýrslu Alþjóðamálastofnunar segir að illa henti að hafa stuðning af þessu tagi sem meginstoð styrkgreiðslna til bænda á Íslandi. Á Íslandi er nær allur stuðningur tengdur framleiðslu, en slíkir styrkir eru mjög takmarkaðir í ESB. Opnað var á frekari framleiðslutengdan stuðning í regluverki ESB í byrjun þessa árs, en umfanginu eru settar hömlur. „Ekki virðist þó útilokað að Ísland gæti nýtt sér undanþáguákvæði í reglunum og fengið að viðhalda umtalsverðum framleiðslutengdum stuðningi,“ segir í skýrslunni. Þá er „mjög líklegt“ að Ísland fái að fylgja fordæmi Finnlands, sem hefur fengið heimild til að styðja við eigin landbúnað á eigin kostnað. Heimild Finnlands er tímabundin. Forsendur fyrir henni eru endurskoðaðar reglulega, og breytist þær ekki er möguleiki á framlengingu. Við aðild að ESB yrði núverandi kvótakerfi á mjólk lagt niður, enda litlar líkur á að Ísland geti fengið, eða vilji fá, undanþágu frá opinberu íhlutunarkerfi ESB. „Það getur valdið vandamálum fyrir þá bændur sem eru mjög skuldsettir og hafa með einhverjum hætti veðsett greiðslumark sitt en kemur sér vel fyrir þá sem hafa möguleika á að auka framleiðslu sína,“ segir í skýrslunni.Verndartollar yrðu felldir niður Ísland yrði eina ríkið innan ESB þar sem allir bændur ættu rétt á svokölluðum harðbýlisgreiðslum. Stuðningur við dreifbýlið fellur undir landbúnaðarstefnu ESB. Ísland styrkir bændur þegar með sambærilegum hætti í gegnum ýmsa sjóði, og yrði aðlögun að kerfi ESB því ekki mjög erfið að mati skýrsluhöfunda. Erfitt gæti reynst fyrir Ísland að uppfylla kröfur ESB um stjórnsýslu landbúnaðarmála. Ljóst er að setja þyrfti á laggirnar greiðslustofnun í stað þess að láta greiðslurnar fara í gegnum Bændasamtök Íslands. Í skýrslu Alþjóðamálastofnunar segir að fulltrúar ESB hafi verið meðvitaðir um að leita þyrfti sérlausna fyrir Ísland á þessu sviði. Afar hæpið er að Ísland fái að halda verndartollum á landbúnaðarafurðir, gangi landið í ESB, enda tollfrjáls viðskipti milli landa eitt af grundvallaratriðunum í samstarfi aðildarríkjanna, segir í skýrslu Alþjóðamálastofnunar. Slík vernd skiptir langmestu fyrir framleiðendur kjúklinga- og svínakjöts. Mögulegt væri að bæta framleiðendunum upp niðurfellingu tollverndar með beinum styrkjum.Tvær hvalategundir eru veiddar hér við land. Hrefnur eru skotnar og seldar á innanlandsmarkaði. Langreiðarveiðar hafa einnig verið stundaðar undanfarin sumur, og er aflinn að mestu sendur til Japan.Fréttablaðið/AntonEnginn vilji til að leyfa hvalveiðar Líklegt er að Íslendingar þyrftu að hætta hvalveiðum gengi landið í Evrópusambandið, enda yrði afar erfitt að fá fram sérlausn í aðildarviðræðum sem gerði áframhaldandi hvalveiðar mögulegar, að mati skýrsluhöfunda Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands. Enginn pólitískur vilji er til að heimila hvalveiðar eða viðskipti með hvalaafurðir í ESB. Skýrsluhöfundar velta þó upp þeim möguleika að hvalveiðar sem sýnt hafi verið fram á að séu sjálfbærar myndu fá að halda áfram „að einhverju leyti“, mögulega aðeins fyrir heimamarkað. „Það er hins vegar augljós staðreynd að hvalveiðar eru mjög viðkvæmt mál hjá ýmsum aðildarríkjum ESB. Þau ættu erfitt með að samþykkja samning við Ísland sem fæli í sér samþykki við hvalveiðum,“ segir í skýrslunni. ESB-málið Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Sjá meira
Líklegt er að Ísland hefði fengið undanþágur frá reglum Evrópusambandsins til að fá áfram að banna innflutning á lifandi dýrum hefði aðildarviðræðum Íslands verið lokið. Þetta kemur fram í skýrslu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið. Skýrslan var unnin fyrir Alþýðusamband Íslands, Félag atvinnurekenda, Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands, og var kynnt á mánudag. Í skýrslunni segir að líklega hefði dugað fyrir Íslendinga að sýna fram á að bannið væri byggt á vísindalegum grunni. Undanþágan myndi þá að öllum líkindum vera endurskoðuð reglulega, en haldist vísindaleg rök óbreytt fengi hún að halda sér áfram. Þegar er tekist á um bann Íslands við innflutningi á ófrystu fersku kjöti á vettvangi ESA, eftirlitsstofnunar EFTA. Allt stefnir í að ESA fari í mál við Ísland vegna bannsins, og mun niðurstaðan úr því máli skipta miklu gangi Ísland í ESB. Vinni Ísland málið mun það styrkja stöðu landsins í að halda banninu. Tapist málið veikist um leið sá málstaður. Haldi aðildarviðræður Íslands og ESB áfram bendir ekkert til þess að Ísland muni þurfa á umfangsmiklum undanþágum eða sérlausnum að halda í landbúnaðarmálum umfram það sem fordæmi eru fyrir, til dæmis frá Finnlandi. Þegar kemur að landbúnaðarmálunum er líklegt að þrjú úrlausnarefni verði erfiðust, að mati skýrsluhöfunda. Í fyrsta lagi hversu stóran hluta landbúnaðarstyrkja á Íslandi megi tengja framleiðslu. Í öðru lagi hversu mikill stuðningur við bændur muni verða. Í þriðja lagi verði tekist á um hversu stóran hluta af stuðningnum ESB muni greiða. Langsamlega stærstur hluti greiðslna til bænda innan ESB er vegna eignar á landi. Þá er greidd ákveðin upphæð á hvern hektara lands sem er ræktaður. Upphæðin er misjöfn „vegna sögulegra ástæðna“, eins og segir í skýrslunni. Greiðslur eru lægstar um 15 þúsund á hektara í Lettlandi, en hæstar um 124 þúsund á hektara á Möltu. Í skýrslu Alþjóðamálastofnunar segir að illa henti að hafa stuðning af þessu tagi sem meginstoð styrkgreiðslna til bænda á Íslandi. Á Íslandi er nær allur stuðningur tengdur framleiðslu, en slíkir styrkir eru mjög takmarkaðir í ESB. Opnað var á frekari framleiðslutengdan stuðning í regluverki ESB í byrjun þessa árs, en umfanginu eru settar hömlur. „Ekki virðist þó útilokað að Ísland gæti nýtt sér undanþáguákvæði í reglunum og fengið að viðhalda umtalsverðum framleiðslutengdum stuðningi,“ segir í skýrslunni. Þá er „mjög líklegt“ að Ísland fái að fylgja fordæmi Finnlands, sem hefur fengið heimild til að styðja við eigin landbúnað á eigin kostnað. Heimild Finnlands er tímabundin. Forsendur fyrir henni eru endurskoðaðar reglulega, og breytist þær ekki er möguleiki á framlengingu. Við aðild að ESB yrði núverandi kvótakerfi á mjólk lagt niður, enda litlar líkur á að Ísland geti fengið, eða vilji fá, undanþágu frá opinberu íhlutunarkerfi ESB. „Það getur valdið vandamálum fyrir þá bændur sem eru mjög skuldsettir og hafa með einhverjum hætti veðsett greiðslumark sitt en kemur sér vel fyrir þá sem hafa möguleika á að auka framleiðslu sína,“ segir í skýrslunni.Verndartollar yrðu felldir niður Ísland yrði eina ríkið innan ESB þar sem allir bændur ættu rétt á svokölluðum harðbýlisgreiðslum. Stuðningur við dreifbýlið fellur undir landbúnaðarstefnu ESB. Ísland styrkir bændur þegar með sambærilegum hætti í gegnum ýmsa sjóði, og yrði aðlögun að kerfi ESB því ekki mjög erfið að mati skýrsluhöfunda. Erfitt gæti reynst fyrir Ísland að uppfylla kröfur ESB um stjórnsýslu landbúnaðarmála. Ljóst er að setja þyrfti á laggirnar greiðslustofnun í stað þess að láta greiðslurnar fara í gegnum Bændasamtök Íslands. Í skýrslu Alþjóðamálastofnunar segir að fulltrúar ESB hafi verið meðvitaðir um að leita þyrfti sérlausna fyrir Ísland á þessu sviði. Afar hæpið er að Ísland fái að halda verndartollum á landbúnaðarafurðir, gangi landið í ESB, enda tollfrjáls viðskipti milli landa eitt af grundvallaratriðunum í samstarfi aðildarríkjanna, segir í skýrslu Alþjóðamálastofnunar. Slík vernd skiptir langmestu fyrir framleiðendur kjúklinga- og svínakjöts. Mögulegt væri að bæta framleiðendunum upp niðurfellingu tollverndar með beinum styrkjum.Tvær hvalategundir eru veiddar hér við land. Hrefnur eru skotnar og seldar á innanlandsmarkaði. Langreiðarveiðar hafa einnig verið stundaðar undanfarin sumur, og er aflinn að mestu sendur til Japan.Fréttablaðið/AntonEnginn vilji til að leyfa hvalveiðar Líklegt er að Íslendingar þyrftu að hætta hvalveiðum gengi landið í Evrópusambandið, enda yrði afar erfitt að fá fram sérlausn í aðildarviðræðum sem gerði áframhaldandi hvalveiðar mögulegar, að mati skýrsluhöfunda Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands. Enginn pólitískur vilji er til að heimila hvalveiðar eða viðskipti með hvalaafurðir í ESB. Skýrsluhöfundar velta þó upp þeim möguleika að hvalveiðar sem sýnt hafi verið fram á að séu sjálfbærar myndu fá að halda áfram „að einhverju leyti“, mögulega aðeins fyrir heimamarkað. „Það er hins vegar augljós staðreynd að hvalveiðar eru mjög viðkvæmt mál hjá ýmsum aðildarríkjum ESB. Þau ættu erfitt með að samþykkja samning við Ísland sem fæli í sér samþykki við hvalveiðum,“ segir í skýrslunni.
ESB-málið Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Sjá meira