Hagræðing í að þétta byggð og byggja upp leigumarkað í borginni Höskuldur Kári Schram skrifar 12. apríl 2014 08:00 S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar í Reykjavík, segir að með þéttingu byggðar megi ná fram mikilli hagræðingu. Hann segir nauðsynlegt að borgin komi að málum til að byggja upp leigumarkað til að taka á húsnæðisvandanum. „Við verðum að horfast í augu við það að leigumarkaðurinn í Reykjavík og á Íslandi er mjög óheilbrigður. Hann hefur ekki náð að þroskast og verða til. Hér hefur verið rekin sú stefna að allir þurfi að kaupa íbúð. Það er fínt á meðan fólk hefur efni á því en eins og staðan er núna er bara orðið mjög erfitt fyrir t.d. ungt fólk að kaupa íbúð. Þá er ansi slæmt að ekki skuli vera til heilbrigður leigumarkaður. Núverandi meirihluti, Besti flokkurinn og Samfylkingin, hefur verið að þróa hugmyndir sem við köllum Reykjavíkurhús. Þar er verið að tala um beint inngrip borgarinnar í leigumarkaðinn. Við aðstoðum við að koma honum á fót. Hinn frjálsi markaður hefur haft ansi langan tíma en þetta hefur ekki verið að gera sig. Spurningin er hvort borgin þurfi ekki að hjálpa þessu af stað í tíu, tuttugu ár og svo getur hún selt þetta. Framlag borgarinnar yrði þá í formi lóða,“ segir Björn.Fara úr borg í borg Björn segir að Björt framtíð leggi mikla áherslu á þéttingu byggðar. „Við erum nýbúin að samþykkja aðalskipulag sem er stefnumótunarplagg til framtíðar. Þar erum við að segja að við viljum þétta byggð. Við viljum ýta undir fleiri samgöngumáta en einkabílinn og þetta er auðvitað risamál. Þetta er ákveðin breyting á borginni. Við erum að fara úr sveit í borg, úr borg í borg. Við lítum þannig á að þetta sé eftirsóknarverð þróun. Hún er hagkvæmari fyrir okkur og það verður annar bragur á borginni. Menn sætta sig við að Reykjavík er borg og við skulum þróa hana sem slíka. Ekki þróa hana sem dreifbýli. Ég held að sá hugsunarháttur sé á undanhaldi.“ Björn horfir meðal annars til Vatnsmýrarinnar sem framtíðarbyggingarsvæðis. „Vatnsmýrin er það svæði sem við eigum að byggja upp. Það verður þessari borg til mestrar framþróunar og öllu landinu. Ég lít svo á að eftir því sem Reykjavíkurborg er sterkari, því sterkara verður landið. Flugvöllurinn er ekki eina tengingin við landsbyggðina. Við teljum að það eigi að vera flugvöllur á höfuðborgarsvæðinu og það eru nokkrar staðsetningar sem koma til greina. Sannleikurinn er hins vegar sá að borgin hefur þróast með þeim hætti að miðja hennar liggur nú við Vatnsmýrina. Í miðborginni er mikið um atvinnu, þarna vill fólk vera og við náum fram mikilli hagræðingu og hagkvæmni t.a.m. í samgöngum með því að þétta okkur inn á þennan reit.Reykjavík ekki skítug borgHalldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna, sagði í viðtali við Fréttablaðið um síðustu helgi að verulega hefði dregið úr umhirðu í borginni sem væri nú orðin skítug. Björn hafnar þessum fullyrðingum. „Ég er ekki sammála því að borgin sé skítug. Það var skorið niður í umhirðu í borginni eftir hrun um 50 prósent og það segir sig sjálft að eitthvað varð undan að láta. En okkur hefur hins vegar tekist mjög vel að halda þessari borg hreinni og fallegri. Við fáum líka ábendingar frá borgarbúum um að hlutir megi betur fara varðandi hreinsun og við reynum þá alltaf að bregðast við því. Mér finnst hins vegar heyskapur Reykjavíkurborgar vera alltof mikill. Við erum með gríðarlega túnfláka sem við eigum að skoða hvort ekki sé hægt að hanna á annan hátt. Það eru til ýmsar skemmtilegar gróðurtegundir aðrar en gras. Reykjavíkurborg en langstærsti aðilinn á landinu sem stundar heyskap og við gerum ekkert við þetta hey. En mér finnst hins vegar orðum aukið að hér sé allt í órækt og illa slegið,“ segir Björn. Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Sjá meira
S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar í Reykjavík, segir að með þéttingu byggðar megi ná fram mikilli hagræðingu. Hann segir nauðsynlegt að borgin komi að málum til að byggja upp leigumarkað til að taka á húsnæðisvandanum. „Við verðum að horfast í augu við það að leigumarkaðurinn í Reykjavík og á Íslandi er mjög óheilbrigður. Hann hefur ekki náð að þroskast og verða til. Hér hefur verið rekin sú stefna að allir þurfi að kaupa íbúð. Það er fínt á meðan fólk hefur efni á því en eins og staðan er núna er bara orðið mjög erfitt fyrir t.d. ungt fólk að kaupa íbúð. Þá er ansi slæmt að ekki skuli vera til heilbrigður leigumarkaður. Núverandi meirihluti, Besti flokkurinn og Samfylkingin, hefur verið að þróa hugmyndir sem við köllum Reykjavíkurhús. Þar er verið að tala um beint inngrip borgarinnar í leigumarkaðinn. Við aðstoðum við að koma honum á fót. Hinn frjálsi markaður hefur haft ansi langan tíma en þetta hefur ekki verið að gera sig. Spurningin er hvort borgin þurfi ekki að hjálpa þessu af stað í tíu, tuttugu ár og svo getur hún selt þetta. Framlag borgarinnar yrði þá í formi lóða,“ segir Björn.Fara úr borg í borg Björn segir að Björt framtíð leggi mikla áherslu á þéttingu byggðar. „Við erum nýbúin að samþykkja aðalskipulag sem er stefnumótunarplagg til framtíðar. Þar erum við að segja að við viljum þétta byggð. Við viljum ýta undir fleiri samgöngumáta en einkabílinn og þetta er auðvitað risamál. Þetta er ákveðin breyting á borginni. Við erum að fara úr sveit í borg, úr borg í borg. Við lítum þannig á að þetta sé eftirsóknarverð þróun. Hún er hagkvæmari fyrir okkur og það verður annar bragur á borginni. Menn sætta sig við að Reykjavík er borg og við skulum þróa hana sem slíka. Ekki þróa hana sem dreifbýli. Ég held að sá hugsunarháttur sé á undanhaldi.“ Björn horfir meðal annars til Vatnsmýrarinnar sem framtíðarbyggingarsvæðis. „Vatnsmýrin er það svæði sem við eigum að byggja upp. Það verður þessari borg til mestrar framþróunar og öllu landinu. Ég lít svo á að eftir því sem Reykjavíkurborg er sterkari, því sterkara verður landið. Flugvöllurinn er ekki eina tengingin við landsbyggðina. Við teljum að það eigi að vera flugvöllur á höfuðborgarsvæðinu og það eru nokkrar staðsetningar sem koma til greina. Sannleikurinn er hins vegar sá að borgin hefur þróast með þeim hætti að miðja hennar liggur nú við Vatnsmýrina. Í miðborginni er mikið um atvinnu, þarna vill fólk vera og við náum fram mikilli hagræðingu og hagkvæmni t.a.m. í samgöngum með því að þétta okkur inn á þennan reit.Reykjavík ekki skítug borgHalldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna, sagði í viðtali við Fréttablaðið um síðustu helgi að verulega hefði dregið úr umhirðu í borginni sem væri nú orðin skítug. Björn hafnar þessum fullyrðingum. „Ég er ekki sammála því að borgin sé skítug. Það var skorið niður í umhirðu í borginni eftir hrun um 50 prósent og það segir sig sjálft að eitthvað varð undan að láta. En okkur hefur hins vegar tekist mjög vel að halda þessari borg hreinni og fallegri. Við fáum líka ábendingar frá borgarbúum um að hlutir megi betur fara varðandi hreinsun og við reynum þá alltaf að bregðast við því. Mér finnst hins vegar heyskapur Reykjavíkurborgar vera alltof mikill. Við erum með gríðarlega túnfláka sem við eigum að skoða hvort ekki sé hægt að hanna á annan hátt. Það eru til ýmsar skemmtilegar gróðurtegundir aðrar en gras. Reykjavíkurborg en langstærsti aðilinn á landinu sem stundar heyskap og við gerum ekkert við þetta hey. En mér finnst hins vegar orðum aukið að hér sé allt í órækt og illa slegið,“ segir Björn.
Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Sjá meira