Takk fyrir mig! Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 14. apríl 2014 08:57 Fyrir rúmu ári hóf ég verkefni sem loksins sér fyrir endann á; að horfa á hvern einasta Simpsons-þátt sem gerður hefur verið og reyna að koma auga á það nákvæmlega hvenær þættirnir „hoppuðu yfir hákarlinn“. Það orðatiltæki má rekja til bandarísku þáttaraðarinnar Happy Days, þegar ein af aðalsöguhetjum hennar stökk yfir hákarl á sjóskíðum. Þótti atriðið svo yfirgengilega bjánalegt að meira að segja hörðustu aðdáendur sneru baki við þáttunum. Ég man ennþá eftir því þegar ég fór fyrr heim af diskóteki í skólanum til þess að missa ekki af Simpsons. Árið var 1990 og heimurinn hafði aðeins fengið eina seríu af þessum sniðugu teiknimyndum sem engan grunaði að yrðu enn í framleiðslu árið 2014. Þið vitið, árið þar sem allir eru á flugbílum. Ég er kominn í átjándu seríu í áhorfi mínu og er enn ekki farið að leiðast. Gæðin minnkuðu töluvert eftir fyrstu tíu seríurnar, og einn og einn þáttur er vissulega hræðilega ófyndinn, en það er ennþá stuð í Springfield. Það áhugaverðasta við áhorfið er hins vegar að uppgötva hvað þættirnir hafa kennt mér og minni kynslóð margt. Ekki aðeins um bandarískan poppkúltúr heldur einnig um listina, pólitík, mannkynssögu og annað, misgagnlegt auðvitað. Svo ekki sé minnst á þá ómetanlegu enskukennslu sem þættirnir veittu mér á yngri árum. Takk kærlega fyrir mig. Ég held ég geti fullyrt að líf mitt væri öðruvísi ef ekki væri fyrir fólk eins og Hómer Simpson, Ned Flanders og Apu Nahasapeemapetilon. Og ég er ekki einn um það. Íslenskir Simpsons-aðdáendur hafa rottað sig saman á Facebook í grúppunni Æ on Springfield. Meðlimir eru rúmlega þúsund og skeggræða þeir mikilvægu málin. Er Gil ofnotaður? Af hverju eru Lísuþættir leiðinlegri en aðrir þættir? Hvað heitir kaldhæðni maðurinn með yfirskeggið? Hoppuðu Simpsons yfir hákarlinn þegar í ljós kom að Skinner skólastjóri heitir í raun Armin Tamzarian? Kíkið í heimsókn og þið fáið svör við þessu öllu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun
Fyrir rúmu ári hóf ég verkefni sem loksins sér fyrir endann á; að horfa á hvern einasta Simpsons-þátt sem gerður hefur verið og reyna að koma auga á það nákvæmlega hvenær þættirnir „hoppuðu yfir hákarlinn“. Það orðatiltæki má rekja til bandarísku þáttaraðarinnar Happy Days, þegar ein af aðalsöguhetjum hennar stökk yfir hákarl á sjóskíðum. Þótti atriðið svo yfirgengilega bjánalegt að meira að segja hörðustu aðdáendur sneru baki við þáttunum. Ég man ennþá eftir því þegar ég fór fyrr heim af diskóteki í skólanum til þess að missa ekki af Simpsons. Árið var 1990 og heimurinn hafði aðeins fengið eina seríu af þessum sniðugu teiknimyndum sem engan grunaði að yrðu enn í framleiðslu árið 2014. Þið vitið, árið þar sem allir eru á flugbílum. Ég er kominn í átjándu seríu í áhorfi mínu og er enn ekki farið að leiðast. Gæðin minnkuðu töluvert eftir fyrstu tíu seríurnar, og einn og einn þáttur er vissulega hræðilega ófyndinn, en það er ennþá stuð í Springfield. Það áhugaverðasta við áhorfið er hins vegar að uppgötva hvað þættirnir hafa kennt mér og minni kynslóð margt. Ekki aðeins um bandarískan poppkúltúr heldur einnig um listina, pólitík, mannkynssögu og annað, misgagnlegt auðvitað. Svo ekki sé minnst á þá ómetanlegu enskukennslu sem þættirnir veittu mér á yngri árum. Takk kærlega fyrir mig. Ég held ég geti fullyrt að líf mitt væri öðruvísi ef ekki væri fyrir fólk eins og Hómer Simpson, Ned Flanders og Apu Nahasapeemapetilon. Og ég er ekki einn um það. Íslenskir Simpsons-aðdáendur hafa rottað sig saman á Facebook í grúppunni Æ on Springfield. Meðlimir eru rúmlega þúsund og skeggræða þeir mikilvægu málin. Er Gil ofnotaður? Af hverju eru Lísuþættir leiðinlegri en aðrir þættir? Hvað heitir kaldhæðni maðurinn með yfirskeggið? Hoppuðu Simpsons yfir hákarlinn þegar í ljós kom að Skinner skólastjóri heitir í raun Armin Tamzarian? Kíkið í heimsókn og þið fáið svör við þessu öllu.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun