Hestur leikur aðalhlutverk í myndbandinu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 15. apríl 2014 10:30 Brynhildur er lærður tamningamaður. Mynd/Eva Rut Hjaltadóttir „Ég útskrifaðist sem tamningamaður árið 2002 og var að vinna við það í svolítinn tíma. Ég hafði mikinn áhuga á að hafa myndbandið hestatengt,“ segir söngkonan og tónsmiðurinn Brynhildur Oddsdóttir. Hún tók nýverið upp tónlistarmyndband við fyrstu sólósmáskífuna sína Óumflýjanlegt og fékk lánaðan graðhestinn Pilt frá Hæli í tökurnar. „Ég hefði ekki getað fengið betri hest. Hann var algjör snillingur. Þetta er þolinmóðasti hestur sem ég hef á ævi minni kynnst. Hann stóð grafkyrr á milli taka eins og ekkert væri,“ segir Brynhildur en vinkona hennar, Eva Rut Hjaltadóttir, leikstýrði myndbandinu, tók það upp og klippti. Brynhildur lærði á fiðlu sem krakki og lærði söng í Nýja tónlistarskólanum. Árið 2011 kláraði hún síðan tónsmíðanám við Listaháskóla Íslands. Núna er hún líka að læra á rafmagnsgítar hjá Félagi íslenskra hljómlistamanna og er á framhaldsstigi í djasssöng. Þá er hún einnig í hljómsveitinni Beebee and the Bluebirds sem gefur út plötu í maí. Það er því í nægu að snúast hjá Brynhildi. „Lagið Óumflýjanlegt er hluti af sólóverkefninu mínu. Þetta lag er verk sem stendur eitt og sér með myndbandinu en ég ætla að gera sólóplötu á þessu ári. Það er allavega stefnan,“ segir Brynhildur. Hún treður upp á Blúshátíð Reykjavíkur á Hilton Nordica á fimmtudaginn sem sólólistamaður. „Ég opna kvöldið en sama kvöld spila einnig Egill Ólafsson, Dóri Braga og Andrea Gylfadóttir.“ Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Ég útskrifaðist sem tamningamaður árið 2002 og var að vinna við það í svolítinn tíma. Ég hafði mikinn áhuga á að hafa myndbandið hestatengt,“ segir söngkonan og tónsmiðurinn Brynhildur Oddsdóttir. Hún tók nýverið upp tónlistarmyndband við fyrstu sólósmáskífuna sína Óumflýjanlegt og fékk lánaðan graðhestinn Pilt frá Hæli í tökurnar. „Ég hefði ekki getað fengið betri hest. Hann var algjör snillingur. Þetta er þolinmóðasti hestur sem ég hef á ævi minni kynnst. Hann stóð grafkyrr á milli taka eins og ekkert væri,“ segir Brynhildur en vinkona hennar, Eva Rut Hjaltadóttir, leikstýrði myndbandinu, tók það upp og klippti. Brynhildur lærði á fiðlu sem krakki og lærði söng í Nýja tónlistarskólanum. Árið 2011 kláraði hún síðan tónsmíðanám við Listaháskóla Íslands. Núna er hún líka að læra á rafmagnsgítar hjá Félagi íslenskra hljómlistamanna og er á framhaldsstigi í djasssöng. Þá er hún einnig í hljómsveitinni Beebee and the Bluebirds sem gefur út plötu í maí. Það er því í nægu að snúast hjá Brynhildi. „Lagið Óumflýjanlegt er hluti af sólóverkefninu mínu. Þetta lag er verk sem stendur eitt og sér með myndbandinu en ég ætla að gera sólóplötu á þessu ári. Það er allavega stefnan,“ segir Brynhildur. Hún treður upp á Blúshátíð Reykjavíkur á Hilton Nordica á fimmtudaginn sem sólólistamaður. „Ég opna kvöldið en sama kvöld spila einnig Egill Ólafsson, Dóri Braga og Andrea Gylfadóttir.“
Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira