Tilkynning til barnaverndar er beiðni um aðstoð, ekki kæra Þóra Jónsdóttir skrifar 15. apríl 2014 07:00 Margir líta svo á að eitt það versta sem geti gerst í lífi foreldra sé að vera tilkynntir til barnaverndarnefndar. Með því sé því lýst yfir að foreldri eða aðstandandi sé ekki fær um að sinna hlutverki sínu gagnvart barni og því fylgi fordæming og skömm. Það er ákaflega mikilvægt að minna á með reglubundnum hætti hver tilgangur með lagalegri tilkynningaskyldu til barnaverndarnefndar er. Tilkynning er ekki kæra, heldur beiðni um að barni og fjölskyldu þess verði veitt aðstoð. Tilkynnandi kann að hafa hugboð um að barn sé í aðstæðum sem eru ekki góðar fyrir það, það fái ekki þann stuðning og atlæti sem nauðsynlegt er til að það þroskist og mikilvægt sé að koma því til aðstoðar. Það er því af umhyggju fyrir barninu, en ekki af óvild við foreldrana sem langflestar tilkynningar berast til barnaverndarnefnda. Tilkynning til barnaverndarnefndar er ekki dómur yfir frammistöðu aðstandenda barnsins. Við skyldum miklu fremur einblína á að barni berist aðstoð í aðstæðum sem taldar eru á einhvern hátt óheppilegar eða óheilbrigðar barninu. Hér skyldi ekki einblínt á það við hvern sé að sakast, heldur að aðstæður hafi þróast á þann veg að gera þurfi ráðstafanir til að koma barninu og fjölskyldu þess aftur á sporið. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa það að markmiði að stuðla að bættum hag barna og fjölskyldna þeirra og að hafa áhrif á viðhorf til barna í samfélaginu. Barnaheill líta á það sem hlutverk sitt að tala máli barna og hvetja því samfélagið allt til að líta jákvæðum augum á þau tækifæri sem geta falist í að vera veittur stuðningur frá barnaverndarkerfinu. Við vitum það öll sem reynt höfum, að það er ekki leikur einn að ala upp barn. Við erum misjafnlega sett hvað varðar félagslega, fjárhagslega eða heilsufarslega stöðu. Sumir hafa óþétt stuðningsnet og geta illa fengið aðstoð í uppeldishlutverki sínu. Sá stuðningur sem býðst þegar starfsfólk barnaverndarnefndar gerir vart við sig ætti vitanlega að þykja kærkominn og opna leiðir að nýjum tækifærum til að skapa barni gott og heilbrigt líf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þóra Jónsdóttir Mest lesið Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Margir líta svo á að eitt það versta sem geti gerst í lífi foreldra sé að vera tilkynntir til barnaverndarnefndar. Með því sé því lýst yfir að foreldri eða aðstandandi sé ekki fær um að sinna hlutverki sínu gagnvart barni og því fylgi fordæming og skömm. Það er ákaflega mikilvægt að minna á með reglubundnum hætti hver tilgangur með lagalegri tilkynningaskyldu til barnaverndarnefndar er. Tilkynning er ekki kæra, heldur beiðni um að barni og fjölskyldu þess verði veitt aðstoð. Tilkynnandi kann að hafa hugboð um að barn sé í aðstæðum sem eru ekki góðar fyrir það, það fái ekki þann stuðning og atlæti sem nauðsynlegt er til að það þroskist og mikilvægt sé að koma því til aðstoðar. Það er því af umhyggju fyrir barninu, en ekki af óvild við foreldrana sem langflestar tilkynningar berast til barnaverndarnefnda. Tilkynning til barnaverndarnefndar er ekki dómur yfir frammistöðu aðstandenda barnsins. Við skyldum miklu fremur einblína á að barni berist aðstoð í aðstæðum sem taldar eru á einhvern hátt óheppilegar eða óheilbrigðar barninu. Hér skyldi ekki einblínt á það við hvern sé að sakast, heldur að aðstæður hafi þróast á þann veg að gera þurfi ráðstafanir til að koma barninu og fjölskyldu þess aftur á sporið. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa það að markmiði að stuðla að bættum hag barna og fjölskyldna þeirra og að hafa áhrif á viðhorf til barna í samfélaginu. Barnaheill líta á það sem hlutverk sitt að tala máli barna og hvetja því samfélagið allt til að líta jákvæðum augum á þau tækifæri sem geta falist í að vera veittur stuðningur frá barnaverndarkerfinu. Við vitum það öll sem reynt höfum, að það er ekki leikur einn að ala upp barn. Við erum misjafnlega sett hvað varðar félagslega, fjárhagslega eða heilsufarslega stöðu. Sumir hafa óþétt stuðningsnet og geta illa fengið aðstoð í uppeldishlutverki sínu. Sá stuðningur sem býðst þegar starfsfólk barnaverndarnefndar gerir vart við sig ætti vitanlega að þykja kærkominn og opna leiðir að nýjum tækifærum til að skapa barni gott og heilbrigt líf.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun