Dætur Hjördísar fara til Danmerkur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 16. apríl 2014 09:13 Dæmt var í málinu á föstudaginn síðastliðinn og mun Kim Laursen fá dætur sínar afhentar eftir sex vikur. vísir/stefán Kim Laursen, danskur barnsfaðir Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, vann mál gegn henni í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag og mun fá dætur þeirra þrjár afhentar eftir sex vikur. Kim og Hjördís hafa átt í áralangri forræðisdeilu vegna barnanna sem Kim hefur nú löglega forræðið yfir, en Hjördís hefur setið í gæsluvarðhaldi í Horsens í rúma tvo mánuði fyrir ólöglegt brottnám á börnunum frá Danmörku til Íslands síðastliðið sumar. Um miðjan mars lagði lögmaður Kims fram kröfu um að hann fengi dæturnar en danskur lögmaður Hjördísar sagði í viðtali við Fréttablaðið að hann vonaði að ný íslensk sálfræðiskýrsla kæmi í veg fyrir að börnin væru send aftur til Danmerkur. Aðstandendur Hjördísar segja dóminn mikið áfall fyrir Hjördísi. „Íslenska skýrslan, sem var unnin af sálfræðingi sem starfaði í mörg ár í Barnahúsi, var greinilega ekki tekin til greina,“ segir aðstandandi Hjördísar. „En við fengum að vita að stelpurnar eigi að ganga til sálfræðings þar til þær fara til Danmerkur þar sem á að hjálpa þeim að hætta að vera hræddar við föður sinn. Þær eiga sem sagt að fara í aðlögun.“ Réttarhöld yfir Hjördísi verða í Horsens 26. og 30. apríl. Lögmaður Hjördísar í Danmörku, Thomas Berg, hefur verið vongóður um að hún fái sýknu þar sem búið er að opna lögreglurannsókn á þremur málum gegn Kim Laursen er varða vanrækslu og ofbeldi gagnvart börnunum. Hjördís Svan Tengdar fréttir Lokuð í klefa með klósetti og sjónvarpi Hjördís Svan Aðalheiðardóttir fékk sinn fyrsta gest í fangelsi í Horsens í Danmörku. Nefnd á vegum Evrópuþingsins hefur sent Dönum tvær kvartanir vegna handtöku Hjördísar. 22. febrúar 2014 07:00 Gæsluvarðhald framlengt en lögmaður bjartsýnn Hjördís Svan Aðalheiðardóttir verður í fjórar vikur í viðbót í gæsluvarðhaldi. Danskur lögmaður hennar segir ný gögn í málinu vekja bjartsýni. 10. mars 2014 07:00 Dönsk barnaverndaryfirvöld sögð vilhöll dönskum ríkisborgurum Umboðsmaður Hjördísar Svan kom fyrir nefnd á vegum Evrópuþingsins þar sem aðfinnslum við málsmeðferð í forræðisdeilu hennar og Kim Gram Laursen hennar var komið á framfæri. 11. febrúar 2014 21:55 Barnsfaðir Hjördísar Svan vill fá dæturnar afhentar Lögmaður Kims Laursen, barnsföður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, hefur lagt fram kröfu um að hann fái dætur þeirra afhentar. 25. mars 2014 07:30 Sýndu Hjördísi stuðning Boðað var til mótmæla í gær fyrir framan fangelsið þar sem Hjördís Svan Aðalheiðardóttir er í haldi. 17. febrúar 2014 08:00 Hjördís gæti fengið fjögurra ára fangelsisdóm Lögreglan í Horsens segir Hjördísi verða ákærða fyrir þrjú brot. 11. mars 2014 07:00 Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira
Kim Laursen, danskur barnsfaðir Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, vann mál gegn henni í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag og mun fá dætur þeirra þrjár afhentar eftir sex vikur. Kim og Hjördís hafa átt í áralangri forræðisdeilu vegna barnanna sem Kim hefur nú löglega forræðið yfir, en Hjördís hefur setið í gæsluvarðhaldi í Horsens í rúma tvo mánuði fyrir ólöglegt brottnám á börnunum frá Danmörku til Íslands síðastliðið sumar. Um miðjan mars lagði lögmaður Kims fram kröfu um að hann fengi dæturnar en danskur lögmaður Hjördísar sagði í viðtali við Fréttablaðið að hann vonaði að ný íslensk sálfræðiskýrsla kæmi í veg fyrir að börnin væru send aftur til Danmerkur. Aðstandendur Hjördísar segja dóminn mikið áfall fyrir Hjördísi. „Íslenska skýrslan, sem var unnin af sálfræðingi sem starfaði í mörg ár í Barnahúsi, var greinilega ekki tekin til greina,“ segir aðstandandi Hjördísar. „En við fengum að vita að stelpurnar eigi að ganga til sálfræðings þar til þær fara til Danmerkur þar sem á að hjálpa þeim að hætta að vera hræddar við föður sinn. Þær eiga sem sagt að fara í aðlögun.“ Réttarhöld yfir Hjördísi verða í Horsens 26. og 30. apríl. Lögmaður Hjördísar í Danmörku, Thomas Berg, hefur verið vongóður um að hún fái sýknu þar sem búið er að opna lögreglurannsókn á þremur málum gegn Kim Laursen er varða vanrækslu og ofbeldi gagnvart börnunum.
Hjördís Svan Tengdar fréttir Lokuð í klefa með klósetti og sjónvarpi Hjördís Svan Aðalheiðardóttir fékk sinn fyrsta gest í fangelsi í Horsens í Danmörku. Nefnd á vegum Evrópuþingsins hefur sent Dönum tvær kvartanir vegna handtöku Hjördísar. 22. febrúar 2014 07:00 Gæsluvarðhald framlengt en lögmaður bjartsýnn Hjördís Svan Aðalheiðardóttir verður í fjórar vikur í viðbót í gæsluvarðhaldi. Danskur lögmaður hennar segir ný gögn í málinu vekja bjartsýni. 10. mars 2014 07:00 Dönsk barnaverndaryfirvöld sögð vilhöll dönskum ríkisborgurum Umboðsmaður Hjördísar Svan kom fyrir nefnd á vegum Evrópuþingsins þar sem aðfinnslum við málsmeðferð í forræðisdeilu hennar og Kim Gram Laursen hennar var komið á framfæri. 11. febrúar 2014 21:55 Barnsfaðir Hjördísar Svan vill fá dæturnar afhentar Lögmaður Kims Laursen, barnsföður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, hefur lagt fram kröfu um að hann fái dætur þeirra afhentar. 25. mars 2014 07:30 Sýndu Hjördísi stuðning Boðað var til mótmæla í gær fyrir framan fangelsið þar sem Hjördís Svan Aðalheiðardóttir er í haldi. 17. febrúar 2014 08:00 Hjördís gæti fengið fjögurra ára fangelsisdóm Lögreglan í Horsens segir Hjördísi verða ákærða fyrir þrjú brot. 11. mars 2014 07:00 Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira
Lokuð í klefa með klósetti og sjónvarpi Hjördís Svan Aðalheiðardóttir fékk sinn fyrsta gest í fangelsi í Horsens í Danmörku. Nefnd á vegum Evrópuþingsins hefur sent Dönum tvær kvartanir vegna handtöku Hjördísar. 22. febrúar 2014 07:00
Gæsluvarðhald framlengt en lögmaður bjartsýnn Hjördís Svan Aðalheiðardóttir verður í fjórar vikur í viðbót í gæsluvarðhaldi. Danskur lögmaður hennar segir ný gögn í málinu vekja bjartsýni. 10. mars 2014 07:00
Dönsk barnaverndaryfirvöld sögð vilhöll dönskum ríkisborgurum Umboðsmaður Hjördísar Svan kom fyrir nefnd á vegum Evrópuþingsins þar sem aðfinnslum við málsmeðferð í forræðisdeilu hennar og Kim Gram Laursen hennar var komið á framfæri. 11. febrúar 2014 21:55
Barnsfaðir Hjördísar Svan vill fá dæturnar afhentar Lögmaður Kims Laursen, barnsföður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, hefur lagt fram kröfu um að hann fái dætur þeirra afhentar. 25. mars 2014 07:30
Sýndu Hjördísi stuðning Boðað var til mótmæla í gær fyrir framan fangelsið þar sem Hjördís Svan Aðalheiðardóttir er í haldi. 17. febrúar 2014 08:00
Hjördís gæti fengið fjögurra ára fangelsisdóm Lögreglan í Horsens segir Hjördísi verða ákærða fyrir þrjú brot. 11. mars 2014 07:00