Dætur Hjördísar fara til Danmerkur

Kim og Hjördís hafa átt í áralangri forræðisdeilu vegna barnanna sem Kim hefur nú löglega forræðið yfir, en Hjördís hefur setið í gæsluvarðhaldi í Horsens í rúma tvo mánuði fyrir ólöglegt brottnám á börnunum frá Danmörku til Íslands síðastliðið sumar.
Um miðjan mars lagði lögmaður Kims fram kröfu um að hann fengi dæturnar en danskur lögmaður Hjördísar sagði í viðtali við Fréttablaðið að hann vonaði að ný íslensk sálfræðiskýrsla kæmi í veg fyrir að börnin væru send aftur til Danmerkur.
Aðstandendur Hjördísar segja dóminn mikið áfall fyrir Hjördísi. „Íslenska skýrslan, sem var unnin af sálfræðingi sem starfaði í mörg ár í Barnahúsi, var greinilega ekki tekin til greina,“ segir aðstandandi Hjördísar. „En við fengum að vita að stelpurnar eigi að ganga til sálfræðings þar til þær fara til Danmerkur þar sem á að hjálpa þeim að hætta að vera hræddar við föður sinn. Þær eiga sem sagt að fara í aðlögun.“
Réttarhöld yfir Hjördísi verða í Horsens 26. og 30. apríl. Lögmaður Hjördísar í Danmörku, Thomas Berg, hefur verið vongóður um að hún fái sýknu þar sem búið er að opna lögreglurannsókn á þremur málum gegn Kim Laursen er varða vanrækslu og ofbeldi gagnvart börnunum.
Tengdar fréttir

Lokuð í klefa með klósetti og sjónvarpi
Hjördís Svan Aðalheiðardóttir fékk sinn fyrsta gest í fangelsi í Horsens í Danmörku. Nefnd á vegum Evrópuþingsins hefur sent Dönum tvær kvartanir vegna handtöku Hjördísar.

Gæsluvarðhald framlengt en lögmaður bjartsýnn
Hjördís Svan Aðalheiðardóttir verður í fjórar vikur í viðbót í gæsluvarðhaldi. Danskur lögmaður hennar segir ný gögn í málinu vekja bjartsýni.

Dönsk barnaverndaryfirvöld sögð vilhöll dönskum ríkisborgurum
Umboðsmaður Hjördísar Svan kom fyrir nefnd á vegum Evrópuþingsins þar sem aðfinnslum við málsmeðferð í forræðisdeilu hennar og Kim Gram Laursen hennar var komið á framfæri.

Barnsfaðir Hjördísar Svan vill fá dæturnar afhentar
Lögmaður Kims Laursen, barnsföður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, hefur lagt fram kröfu um að hann fái dætur þeirra afhentar.

Sýndu Hjördísi stuðning
Boðað var til mótmæla í gær fyrir framan fangelsið þar sem Hjördís Svan Aðalheiðardóttir er í haldi.

Hjördís gæti fengið fjögurra ára fangelsisdóm
Lögreglan í Horsens segir Hjördísi verða ákærða fyrir þrjú brot.