Tekjur í fjarskiptageira námu 50 milljörðum króna í fyrra Óli Kristján Ármannsson skrifar 16. apríl 2014 06:00 Fastlínukerfi borðsímanna og fyrsta kynslóð farsíma önnuðu vel þeirri umferð sem þurfti vegna talsambands. Aukin áhersla á gagnaflutninga vegna nets og internetumferðar í fartæki hefur knúið fjárfestingu í fjarskiptageira áfram. Fréttablaðið/Samsett mynd Tekjur fjarskiptageirans á Íslandi námu tæplega 50,5 milljörðum króna á síðasta ári og aukast um 4,5 prósent á milli ára, að því er fram kemur í nýútkominni tölfræðiúttekt Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS). Stærsti hluti teknanna, eða tæpur þriðjungur, kemur úr farsímarekstri. Stærsta breytingin í fjarskiptaumhverfi landsmanna á milli 2012 og 2013 liggur í stóraukinni gagnanotkun í farsímum. Þar eru greinileg áhrif 4G-gagnatenginga sem Nova tók fyrst fjarskiptafyrirtækja í notkun í fyrra. Breytingin er langmest hjá fyrirtækinu. Þar fer gagnamagn yfir farsímanetið úr rúmum 89 milljónum megabæta árið 2012 í rúmar 364 milljónir megabæta 2013.Hrafnkell V. GíslasonÞegar horft er til farsímanetsins í heild þá er aukningin nær þreföld eða um 190 prósent, fer úr 238,5 milljónum megabæta 2012 í rúmar 692,4 milljónir 2013. Á öðrum sviðum er þróunin í takt við það sem verið hefur. Áfram dregur úr notkun fastlínukerfisins, eða gamla borðsímans. Þar nemur samdráttur frá 2007 um fimmtungi en hefðbundnum aðgangslínum notenda fækkaði um 6.566 milli 2012 og 2013. Línurnar voru 125.099 2012 en voru komnar í 118.533 í lok síðasta árs. Samdrátturinn milli ára er rúm fimm prósent. Þá má sjá að símtölum til útlanda úr fastlínukerfinu fækkar stöðugt. „Ég hef nú samt ekki trú á að fólk sé minna að hringja til útlanda,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri PFS. Símtölin hafi bara færst yfir á netið, í gegn um Skype og viðlíka þjónustur.Hrafnkell segir að færanleiki viðskiptavina sé einna mestur þegar komi að frelsisþjónustu í farsíma og auðveldast að færa sig á milli fyrirtækja. Hann bendir á að PFS haldi úti vefnum reiknivel.is þar notendur geti glöggvað sig á því hvaða áskriftarleið henti þeim best. „Þar koma frelsispakkar jafnvel oft betur út en föst áskrift,“ segir hann. Hrafnkell segir að hægt hafi á fjölgun háhraðanettenginga eftir gífurlega uppbyggingu, þótt enn fjölgi ljósleiðaratengingum. Hreyfanleiki sé hins vegar minni hjá notendum þegar komi að netáskrift. „Og það er nokkuð sem við þurfum að huga betur að,“ segir hann. Fjárfesting í fjarskiptageira eykst um tæpan milljarð milli 2012 og 2013 og þar segir Hrafnkell að áhrif gagnaflutningskerfanna komi til. „Fjárfestingin er öll þar,“ segir hann og bendir á að 4G-tæknin snúist bara um aukinn gagnaflutning, sem og ljósleiðaravæðingin. Fjarskiptafyrirtækin hafi líka lagað sig að þessari þróun með breyttum áskriftarleiðum þar sem bara er rukkað fyrir gagnamagn yfir fjarskiptanetið. „Þau reyna þar að láta tekjur og útgjöld haldast í hendur.“ Fréttaskýringar Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Tekjur fjarskiptageirans á Íslandi námu tæplega 50,5 milljörðum króna á síðasta ári og aukast um 4,5 prósent á milli ára, að því er fram kemur í nýútkominni tölfræðiúttekt Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS). Stærsti hluti teknanna, eða tæpur þriðjungur, kemur úr farsímarekstri. Stærsta breytingin í fjarskiptaumhverfi landsmanna á milli 2012 og 2013 liggur í stóraukinni gagnanotkun í farsímum. Þar eru greinileg áhrif 4G-gagnatenginga sem Nova tók fyrst fjarskiptafyrirtækja í notkun í fyrra. Breytingin er langmest hjá fyrirtækinu. Þar fer gagnamagn yfir farsímanetið úr rúmum 89 milljónum megabæta árið 2012 í rúmar 364 milljónir megabæta 2013.Hrafnkell V. GíslasonÞegar horft er til farsímanetsins í heild þá er aukningin nær þreföld eða um 190 prósent, fer úr 238,5 milljónum megabæta 2012 í rúmar 692,4 milljónir 2013. Á öðrum sviðum er þróunin í takt við það sem verið hefur. Áfram dregur úr notkun fastlínukerfisins, eða gamla borðsímans. Þar nemur samdráttur frá 2007 um fimmtungi en hefðbundnum aðgangslínum notenda fækkaði um 6.566 milli 2012 og 2013. Línurnar voru 125.099 2012 en voru komnar í 118.533 í lok síðasta árs. Samdrátturinn milli ára er rúm fimm prósent. Þá má sjá að símtölum til útlanda úr fastlínukerfinu fækkar stöðugt. „Ég hef nú samt ekki trú á að fólk sé minna að hringja til útlanda,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri PFS. Símtölin hafi bara færst yfir á netið, í gegn um Skype og viðlíka þjónustur.Hrafnkell segir að færanleiki viðskiptavina sé einna mestur þegar komi að frelsisþjónustu í farsíma og auðveldast að færa sig á milli fyrirtækja. Hann bendir á að PFS haldi úti vefnum reiknivel.is þar notendur geti glöggvað sig á því hvaða áskriftarleið henti þeim best. „Þar koma frelsispakkar jafnvel oft betur út en föst áskrift,“ segir hann. Hrafnkell segir að hægt hafi á fjölgun háhraðanettenginga eftir gífurlega uppbyggingu, þótt enn fjölgi ljósleiðaratengingum. Hreyfanleiki sé hins vegar minni hjá notendum þegar komi að netáskrift. „Og það er nokkuð sem við þurfum að huga betur að,“ segir hann. Fjárfesting í fjarskiptageira eykst um tæpan milljarð milli 2012 og 2013 og þar segir Hrafnkell að áhrif gagnaflutningskerfanna komi til. „Fjárfestingin er öll þar,“ segir hann og bendir á að 4G-tæknin snúist bara um aukinn gagnaflutning, sem og ljósleiðaravæðingin. Fjarskiptafyrirtækin hafi líka lagað sig að þessari þróun með breyttum áskriftarleiðum þar sem bara er rukkað fyrir gagnamagn yfir fjarskiptanetið. „Þau reyna þar að láta tekjur og útgjöld haldast í hendur.“
Fréttaskýringar Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur