Frændliðin fara í lokaúrslitin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. apríl 2014 07:45 Róbert Aron Hostert varð Íslandsmeistari með Fram í fyrra en spilar nú með ÍBV. Hér fagnar hann titlinum með Fram síðasta vor en hann er eini leikmaðurinn sem á enn möguleika á því að vinna annað árið í röð. Vísir/Daniel Úrslitakeppni karla í handbolta hefur heldur betur boðið upp á óvænt úrslit undanfarin ár sem sést á því að tveir síðustu Íslandsmeistarar voru ekki með heimavallarrétt í undanúrslitunum (HK 2012 og Fram 2013) og að deildarmeistararnir hafa ekki orðið meistarar síðan 2010. Fréttablaðið fékk Guðlaug Arnarsson, þjálfara Framara, til að velta fyrir sér undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta sem hefjast í kvöld. Fyrsti leikur Hafnarfjarðarliðanna Hauka og FH er á Ásvöllum en í Eyjum tekur ÍBV á móti Val. „Ég reikna með mjög spennandi leikjum. Þegar við erum komin á þennan stað á tímabilinu þá eru þetta alltaf hörkuleikir,“ segir Guðlaugur. FH-ingar tóku síðasta sætið af Guðlaugi og lærisveinum hans í Fram með góðum endaspretti og hann sér FH-liðið stríða deildarmeisturum Hauka.Hafnarfjarðarslagur af bestu sort „Ég reikna með því að FH-ingar komi inn í sína seríu með mikið sjálfstraust eftir að hafa náð að stelast inn í úrslitakeppnina á lokametrunum. Ég ætla að leyfa mér að spá því að Haukarnir vinni í oddaleik en við fáum því Hafnarfjarðarslag af bestu sort,“ segir Guðlaugur og bætir við: „FH-ingar hafa verið að spila undir getu í allan vetur en núna gefa þeir allt í þetta og eiga eftir að standa sig vel,“ segir Guðlaugur. Haukarnir hafa unnið bikarinn, deildarmeistaratitilinn og deildarbikarinn og náð því fernunni með sigri. „Patrekur þarf að koma sínum mönnum niður á jörðina eftir að þeir eru búnir að vinna allt í vetur. Það er verðugt verkefni að koma þeim niður á jörðina en ég held að Patti sé með reynsluna og getuna til að gera það mjög vel.“. ÍBV er með heimavallarréttinn á móti Val en Valsmenn unnu tvo af þremur innbyrðisleikjum liðanna í vetur og báða stórt.Bestu sóknarmennirnir mætast „Þarna mætast tveir bestu sóknarmennirnir í deildinni í dag, Róbert Aron Hostert hjá ÍBV sem er að mínu mati búinn að vera bestur og svo Guðmundur Hólmar Helgason hjá Val sem er búinn að draga vagninn mjög vel fyrir Valsmenn. Ég held að Valsmenn muni rúlla í gegnum þessa viðureign og að þetta fari ekki í oddaleik en endi 3-1 fyrir Val,“ segir Guðlaugur sem sér Ólaf Stefánsson, þjálfara Vals, hafa mikil áhrif. „Þegar það er komið í svona keppni þá hlýtur að koma fram þessi sigurvilji og hefð sem Óli býr yfir. Ég held að hann muni smita henni vel út frá sér. Valsmenn eru búnir að vera trúir þessari hugmyndafræði sinni í allan vetur. Þeir eru með mikla breidd og þola því mikið álag og marga leiki á fáum dögum. Á meðan þarf ÍBV að treysta á Róbert í 60 mínútur í hverjum leik,“ segir Guðlaugur.Borðleggjandi úrslitin „Ég leyfði mér að spá því að það yrði frændslagur í úrslitunum og það gætu orðið virkilega skemmtilegar rimmur. Annars veit maður ekkert því lið hafa verið að koma á óvart í úrslitakeppninni síðustu árin. Þetta eru samt svona borðleggjandi úrslitin,“ segir Guðlaugur að lokum. Olís-deild karla Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Úrslitakeppni karla í handbolta hefur heldur betur boðið upp á óvænt úrslit undanfarin ár sem sést á því að tveir síðustu Íslandsmeistarar voru ekki með heimavallarrétt í undanúrslitunum (HK 2012 og Fram 2013) og að deildarmeistararnir hafa ekki orðið meistarar síðan 2010. Fréttablaðið fékk Guðlaug Arnarsson, þjálfara Framara, til að velta fyrir sér undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta sem hefjast í kvöld. Fyrsti leikur Hafnarfjarðarliðanna Hauka og FH er á Ásvöllum en í Eyjum tekur ÍBV á móti Val. „Ég reikna með mjög spennandi leikjum. Þegar við erum komin á þennan stað á tímabilinu þá eru þetta alltaf hörkuleikir,“ segir Guðlaugur. FH-ingar tóku síðasta sætið af Guðlaugi og lærisveinum hans í Fram með góðum endaspretti og hann sér FH-liðið stríða deildarmeisturum Hauka.Hafnarfjarðarslagur af bestu sort „Ég reikna með því að FH-ingar komi inn í sína seríu með mikið sjálfstraust eftir að hafa náð að stelast inn í úrslitakeppnina á lokametrunum. Ég ætla að leyfa mér að spá því að Haukarnir vinni í oddaleik en við fáum því Hafnarfjarðarslag af bestu sort,“ segir Guðlaugur og bætir við: „FH-ingar hafa verið að spila undir getu í allan vetur en núna gefa þeir allt í þetta og eiga eftir að standa sig vel,“ segir Guðlaugur. Haukarnir hafa unnið bikarinn, deildarmeistaratitilinn og deildarbikarinn og náð því fernunni með sigri. „Patrekur þarf að koma sínum mönnum niður á jörðina eftir að þeir eru búnir að vinna allt í vetur. Það er verðugt verkefni að koma þeim niður á jörðina en ég held að Patti sé með reynsluna og getuna til að gera það mjög vel.“. ÍBV er með heimavallarréttinn á móti Val en Valsmenn unnu tvo af þremur innbyrðisleikjum liðanna í vetur og báða stórt.Bestu sóknarmennirnir mætast „Þarna mætast tveir bestu sóknarmennirnir í deildinni í dag, Róbert Aron Hostert hjá ÍBV sem er að mínu mati búinn að vera bestur og svo Guðmundur Hólmar Helgason hjá Val sem er búinn að draga vagninn mjög vel fyrir Valsmenn. Ég held að Valsmenn muni rúlla í gegnum þessa viðureign og að þetta fari ekki í oddaleik en endi 3-1 fyrir Val,“ segir Guðlaugur sem sér Ólaf Stefánsson, þjálfara Vals, hafa mikil áhrif. „Þegar það er komið í svona keppni þá hlýtur að koma fram þessi sigurvilji og hefð sem Óli býr yfir. Ég held að hann muni smita henni vel út frá sér. Valsmenn eru búnir að vera trúir þessari hugmyndafræði sinni í allan vetur. Þeir eru með mikla breidd og þola því mikið álag og marga leiki á fáum dögum. Á meðan þarf ÍBV að treysta á Róbert í 60 mínútur í hverjum leik,“ segir Guðlaugur.Borðleggjandi úrslitin „Ég leyfði mér að spá því að það yrði frændslagur í úrslitunum og það gætu orðið virkilega skemmtilegar rimmur. Annars veit maður ekkert því lið hafa verið að koma á óvart í úrslitakeppninni síðustu árin. Þetta eru samt svona borðleggjandi úrslitin,“ segir Guðlaugur að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira