Draumur ef við sópum Haukum og Liverpool vinnur Chelsea Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. apríl 2014 07:00 Ágúst Elí Björgvinsson ver eins og berserkur. Fréttablaðið/Stefán „Þetta er allt að smella og við að toppa sem lið á réttum tíma,“ segir Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH í Olís-deild karla í handbolta, en liðið er einum sigri frá því að sópa deildar- og bikarmeisturum Hauka í sumarfrí í undanúrslitum deildarinnar. FH rétt slefaði inn í úrslitakeppnina en liðið vann þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum í deildinni eftir að hafa tapað sex af sjö þar á undan. Með tilkomu Kristjáns Arasonar hefur liðið spilað eftir getu og er búið að vinna besta lið tímabilsins í tvígang. FH-ingum leiðist heldur ekkert að vera að eyðileggja tímabilið fyrir erkifjendum sínum.Æðislegt að spila í þessu liði Sá leikmaður sem hefur komið mest á óvart í einvíginu til þessa er markvörðurinn Ágúst Elí sem er með samanlagt 45 prósent hlutfallsmarkvörslu í fyrstu tveimur leikjunum. Hann er að springa út nú þegar ljósin skína sem skærast en til viðmiðunar var hann aðeins með 28 prósent hlutfallsmarkvörslu í síðustu tveimur leikjum liðsins í deildinni sem báðir voru sigurleikir. „Það er alveg æðislegt að spila í þessu liði núna. Fyrir svona mánuði var það dapurt en við hertum okkur bara saman. Hausinn komst í lag hjá okkur og þetta small í gang. Við höfum alltaf búið yfir þessum gæðum en nú erum við að sýna þau,“ segir markvörðurinn ungi sem er aðeins 19 ára gamall. Hann þakkar frábærum varnarleik liðsins fyrstu tvo sigrana. „Varnarvinnan er búin að vera þvílík. Ísak (Rafnsson) er búinn að vera frábær. Ég hef farið með honum upp alla yngri flokkana en aldrei séð hann í þessum ham. Samvinna varnar- og markmanns hefur verið frábær og það gerir manni auðveldara um vik. Ég er aðallega bara að verja úr dauðafærum.“Frábært tækifæri Ef allt væri eðlilegt væri Ágúst Elí vafalítið ekki að spila mikið í þessari úrslitakeppni enda hóf hann tímabilið sem varamaður Daníels Freys Andréssonar sem var besti markvörður Íslandsmótsins þegar hann meiddist illa um miðbik móts. Eins manns dauði er annars brauð í hörðum heimi íþróttanna og er Ágúst nú að nýta tækifærið til fulls. „Þetta er alveg frábært tækifæri sem ég hef fengið. Ég gat bara ekki fengið betri séns. Einar Andri þjálfari sagði við mig strax að það væri enginn að ætlast til neins af mér og því þyrfti ég ekki að setja neina pressu á sjálfan mig. Fyrr í vetur ætlaði ég bara að reyna að gera gott úr þessum vetri og ná mér í smá reynslu og hjálpa Danna en svo fékk ég þetta frábæra tækifæri og nú er allt í blóma hjá liðinu. Þetta er búið að vera ótrúlega gaman,“ segir Ágúst Elí. FH getur afgreitt einvígið við deildarmeistara Hauka á Ásvöllum á sunnudaginn þegar liðin mætast þriðja sinni og það er takmarkið. „Við ætlum að klára þetta en það verður erfitt,“ segir Ágúst Elí. „Það yrði ekki amalegur sunnudagur að sjá Liverpool vinna Chelsea og sópa svo Haukunum í sumarfrí. Við erum samt ekki búnir að vinna neitt og verðum að halda okkur á jörðinni.“ Olís-deild karla Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
„Þetta er allt að smella og við að toppa sem lið á réttum tíma,“ segir Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH í Olís-deild karla í handbolta, en liðið er einum sigri frá því að sópa deildar- og bikarmeisturum Hauka í sumarfrí í undanúrslitum deildarinnar. FH rétt slefaði inn í úrslitakeppnina en liðið vann þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum í deildinni eftir að hafa tapað sex af sjö þar á undan. Með tilkomu Kristjáns Arasonar hefur liðið spilað eftir getu og er búið að vinna besta lið tímabilsins í tvígang. FH-ingum leiðist heldur ekkert að vera að eyðileggja tímabilið fyrir erkifjendum sínum.Æðislegt að spila í þessu liði Sá leikmaður sem hefur komið mest á óvart í einvíginu til þessa er markvörðurinn Ágúst Elí sem er með samanlagt 45 prósent hlutfallsmarkvörslu í fyrstu tveimur leikjunum. Hann er að springa út nú þegar ljósin skína sem skærast en til viðmiðunar var hann aðeins með 28 prósent hlutfallsmarkvörslu í síðustu tveimur leikjum liðsins í deildinni sem báðir voru sigurleikir. „Það er alveg æðislegt að spila í þessu liði núna. Fyrir svona mánuði var það dapurt en við hertum okkur bara saman. Hausinn komst í lag hjá okkur og þetta small í gang. Við höfum alltaf búið yfir þessum gæðum en nú erum við að sýna þau,“ segir markvörðurinn ungi sem er aðeins 19 ára gamall. Hann þakkar frábærum varnarleik liðsins fyrstu tvo sigrana. „Varnarvinnan er búin að vera þvílík. Ísak (Rafnsson) er búinn að vera frábær. Ég hef farið með honum upp alla yngri flokkana en aldrei séð hann í þessum ham. Samvinna varnar- og markmanns hefur verið frábær og það gerir manni auðveldara um vik. Ég er aðallega bara að verja úr dauðafærum.“Frábært tækifæri Ef allt væri eðlilegt væri Ágúst Elí vafalítið ekki að spila mikið í þessari úrslitakeppni enda hóf hann tímabilið sem varamaður Daníels Freys Andréssonar sem var besti markvörður Íslandsmótsins þegar hann meiddist illa um miðbik móts. Eins manns dauði er annars brauð í hörðum heimi íþróttanna og er Ágúst nú að nýta tækifærið til fulls. „Þetta er alveg frábært tækifæri sem ég hef fengið. Ég gat bara ekki fengið betri séns. Einar Andri þjálfari sagði við mig strax að það væri enginn að ætlast til neins af mér og því þyrfti ég ekki að setja neina pressu á sjálfan mig. Fyrr í vetur ætlaði ég bara að reyna að gera gott úr þessum vetri og ná mér í smá reynslu og hjálpa Danna en svo fékk ég þetta frábæra tækifæri og nú er allt í blóma hjá liðinu. Þetta er búið að vera ótrúlega gaman,“ segir Ágúst Elí. FH getur afgreitt einvígið við deildarmeistara Hauka á Ásvöllum á sunnudaginn þegar liðin mætast þriðja sinni og það er takmarkið. „Við ætlum að klára þetta en það verður erfitt,“ segir Ágúst Elí. „Það yrði ekki amalegur sunnudagur að sjá Liverpool vinna Chelsea og sópa svo Haukunum í sumarfrí. Við erum samt ekki búnir að vinna neitt og verðum að halda okkur á jörðinni.“
Olís-deild karla Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira