Gyðingar og dragdrottningar í nýju videoverki Snorra Ásmundssonar 28. apríl 2014 11:00 Snorri segir ádeilu í verkinu, en segir þó gleðina ráða ríkjum. MYND/Spessi Á sumardaginn fyrsta fóru fram tökur á nýju vídeóverki Snorra Ásmundssonar, „Hatikva“. „Tökur tókust glimrandi vel en ég var með eintóma snillinga með mér í öllum hlutverkum. Ég fékk til dæmis Birgi Gíslason sem hefur áður verið með í gjörningi með mér og vin hans, Björgvin, til að leika rétttrúnaðargyðinga,“ segir Snorri, en Birgir hefur starfað mikið með Snorra. „Svo kemur Auður Ómarsdóttir fram í gervi múslima og Rebekka Moran í gervi kúrekastelpu. Svo er Árni Grétar íklæddur leðurfrakka og með Davíðsstjörnuna um arminn,“ segir Snorri um verkið. Hatikva er nafn á þjóðsöng Ísraels. „Ég syng dansútgáfu af laginu á hebresku í gervi Dönu International sem vann Eurovision-keppnina 1998 fyrir hönd Ísraels,“ útskýrir Snorri. Marteinn Thorsson sá um myndatöku og tónlistina útsetti Árni Grétar, betur þekktur sem Futuregrapher. „Ég er búinn að vera með þetta verk í maganum í tvö ár svo það varð spennufall þegar ég lauk því loksins í gær. Ég frumsýni verkið í lok maí í 21der Haus, nútímalistasafni Vínarborgar,“ segir Snorri jafnframt, en hann fékk styrk úr Myndlistarsjóði fyrir verkinu. Enn hafa ekki verið ákveðnar sýningar á verkinu hér á landi. „Verkið hefur þegar vakið umtal og áhugi er víða og verður tónlistin meðal annars gefin út á vinýl í Belgíu. En ég tek fulla ábyrgð á þessu verki og geri mér grein fyrir að það á eftir að hreyfa við mörgum enda má sjá ádeilu í því þótt gleðin ráði ríkjum.“ Eurovision Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira
Á sumardaginn fyrsta fóru fram tökur á nýju vídeóverki Snorra Ásmundssonar, „Hatikva“. „Tökur tókust glimrandi vel en ég var með eintóma snillinga með mér í öllum hlutverkum. Ég fékk til dæmis Birgi Gíslason sem hefur áður verið með í gjörningi með mér og vin hans, Björgvin, til að leika rétttrúnaðargyðinga,“ segir Snorri, en Birgir hefur starfað mikið með Snorra. „Svo kemur Auður Ómarsdóttir fram í gervi múslima og Rebekka Moran í gervi kúrekastelpu. Svo er Árni Grétar íklæddur leðurfrakka og með Davíðsstjörnuna um arminn,“ segir Snorri um verkið. Hatikva er nafn á þjóðsöng Ísraels. „Ég syng dansútgáfu af laginu á hebresku í gervi Dönu International sem vann Eurovision-keppnina 1998 fyrir hönd Ísraels,“ útskýrir Snorri. Marteinn Thorsson sá um myndatöku og tónlistina útsetti Árni Grétar, betur þekktur sem Futuregrapher. „Ég er búinn að vera með þetta verk í maganum í tvö ár svo það varð spennufall þegar ég lauk því loksins í gær. Ég frumsýni verkið í lok maí í 21der Haus, nútímalistasafni Vínarborgar,“ segir Snorri jafnframt, en hann fékk styrk úr Myndlistarsjóði fyrir verkinu. Enn hafa ekki verið ákveðnar sýningar á verkinu hér á landi. „Verkið hefur þegar vakið umtal og áhugi er víða og verður tónlistin meðal annars gefin út á vinýl í Belgíu. En ég tek fulla ábyrgð á þessu verki og geri mér grein fyrir að það á eftir að hreyfa við mörgum enda má sjá ádeilu í því þótt gleðin ráði ríkjum.“
Eurovision Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira