Líflína Grindavíkur er í hendi Lewis Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. maí 2014 10:00 Lewis Clinch þarf að eiga góðan leik í kvöld ætli Grindvíkingar að tryggja sér oddaleik á laugardaginn. Vísir/Valli Íslandsmeistarar Grindavíkur fá KR í heimsókn í fjórða leik liðanna í kvöld í úrslitaeinvígi Dominos-deildar karla. KR leiðir 2-1 og tryggir sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri. Gulklæddir heimamenn knýja fram oddaleik með sigri. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, segir möguleika Grindavíkur standa og falla með frammistöðu eins manns, Earnest Lewis Clinch Jr.Clinch verður að eiga stórleik „Möguleiki Grindavíkur felst í því að Clinch eigi stórleik. Þeir þurfa algjört toppframlag frá honum,“ segir Benedikt, sem hefur komið víða við á þjálfaraferli sínum. Bæði Grindavík og KR hafa notið krafta hans þótt Vesturbæjarliðið sé það félag sem Benedikt tengist sterkustu böndum. „Kannski er KR-ingur inni í mér alltaf að þvælast fyrir mér þegar kemur að KR,“ segir Benedikt léttur um vangaveltur sínar um möguleika liðanna. Engin spurning sé þó hvorum megin gæðin liggi. „Ef þú berð saman þessi lið þá eru gæðin klárlega KR-megin. Þeir hafa breiddina,“ segir Benedikt. Bendir hann á að margreyndir landsliðsmenn á borð við Brynjar Þór Björnsson og Magna Hafsteinsson komist ekki í byrjunarlið þeirra svörtu og hvítu. „Það eru leikmenn sem myndu byrja inni á í nánast hvaða liði sem er.“Munar rosalega um Þorleif Á sama tíma séu Grindvíkingar vængbrotnir vegna meiðsla Þorleifs Ólafssonar. Þorleifur sleit krossband í átta liða úrslitunum gegn Benedikt og félögum og segir þjálfarinn muna rosalega um Þorleif. „Hann er eiginlega hjartað og karakterinn í þessu liði,“ segir Benedikt en hrósar um leið karakter Grindvíkinga. „Þeir hafa risahjarta og eru búnir að fara mjög langt þrátt fyrir að verða fyrir skakkafalli.“ Ólafur Ólafsson, bróðir Þorleifs, verður aftur á móti með í kvöld en hann slapp við bann eftir að hafa verið kærður til aganefndar fyrir afar óheppileg ummæli sín eftir tapið í DHL-höllinni á mánudag. Þótt líkurnar séu meiri á sigri KR segist Benedikt alls ekki þora að afskrifa Grindavíkurliðið. Þar séu leikmenn með mikla reynslu og sigurhefð sem gætu vel snúið við blaðinu eftir slátrunina í síðasta leik. Það kæmi Benedikt ekkert á óvart ef Grindavík hefði betur í kvöld. „Hins vegar sé ég ekkert lið vinna KR þrisvar í einni seríu.“Mikilvægi Lewis Clinch í úrslitakeppninniStig að meðaltali í leik Í sigurleikjunum (7): 24,1 Í tapleikjunum (5): 15,6Framlag að meðaltali í leik Í sigurleikjunum (7): 23,0 Í tapleikjunum (5): 12,23ja stiga körfur í leik Í sigurleikjunum (7): 3,1 Í tapleikjunum (5): 1,63ja stiga skotnýting Í sigurleikjunum (7): 46 prósent Í tapleikjunum (5): 30 prósent Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grindavík 87-58 | Grindvíkingar rassskelltir KR er komið yfir á ný í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir að hafa rassskellt Grindavík 87-58 á heimavelli sínum í kvöld. KR leiðir einvígið 2-1. 28. apríl 2014 10:58 Umfjöllun, viðtöl og myndbönd: Grindavík - KR 79-76 | Grindavík jafnaði einvígið Íslandsmeistarar Grindavíkur jöfnuðu einvígið gegn KR, 1-1, í úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld í hreint frábærum leik. 25. apríl 2014 14:03 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grindavík | KR tók forystuna KR tók í kvöld forystuna í lokaúrslitunum Íslandsmótsins í körfubolta eftir 93-84 sigur á Grindavík í DHL-höllinni. 21. apríl 2014 18:45 Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira
Íslandsmeistarar Grindavíkur fá KR í heimsókn í fjórða leik liðanna í kvöld í úrslitaeinvígi Dominos-deildar karla. KR leiðir 2-1 og tryggir sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri. Gulklæddir heimamenn knýja fram oddaleik með sigri. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, segir möguleika Grindavíkur standa og falla með frammistöðu eins manns, Earnest Lewis Clinch Jr.Clinch verður að eiga stórleik „Möguleiki Grindavíkur felst í því að Clinch eigi stórleik. Þeir þurfa algjört toppframlag frá honum,“ segir Benedikt, sem hefur komið víða við á þjálfaraferli sínum. Bæði Grindavík og KR hafa notið krafta hans þótt Vesturbæjarliðið sé það félag sem Benedikt tengist sterkustu böndum. „Kannski er KR-ingur inni í mér alltaf að þvælast fyrir mér þegar kemur að KR,“ segir Benedikt léttur um vangaveltur sínar um möguleika liðanna. Engin spurning sé þó hvorum megin gæðin liggi. „Ef þú berð saman þessi lið þá eru gæðin klárlega KR-megin. Þeir hafa breiddina,“ segir Benedikt. Bendir hann á að margreyndir landsliðsmenn á borð við Brynjar Þór Björnsson og Magna Hafsteinsson komist ekki í byrjunarlið þeirra svörtu og hvítu. „Það eru leikmenn sem myndu byrja inni á í nánast hvaða liði sem er.“Munar rosalega um Þorleif Á sama tíma séu Grindvíkingar vængbrotnir vegna meiðsla Þorleifs Ólafssonar. Þorleifur sleit krossband í átta liða úrslitunum gegn Benedikt og félögum og segir þjálfarinn muna rosalega um Þorleif. „Hann er eiginlega hjartað og karakterinn í þessu liði,“ segir Benedikt en hrósar um leið karakter Grindvíkinga. „Þeir hafa risahjarta og eru búnir að fara mjög langt þrátt fyrir að verða fyrir skakkafalli.“ Ólafur Ólafsson, bróðir Þorleifs, verður aftur á móti með í kvöld en hann slapp við bann eftir að hafa verið kærður til aganefndar fyrir afar óheppileg ummæli sín eftir tapið í DHL-höllinni á mánudag. Þótt líkurnar séu meiri á sigri KR segist Benedikt alls ekki þora að afskrifa Grindavíkurliðið. Þar séu leikmenn með mikla reynslu og sigurhefð sem gætu vel snúið við blaðinu eftir slátrunina í síðasta leik. Það kæmi Benedikt ekkert á óvart ef Grindavík hefði betur í kvöld. „Hins vegar sé ég ekkert lið vinna KR þrisvar í einni seríu.“Mikilvægi Lewis Clinch í úrslitakeppninniStig að meðaltali í leik Í sigurleikjunum (7): 24,1 Í tapleikjunum (5): 15,6Framlag að meðaltali í leik Í sigurleikjunum (7): 23,0 Í tapleikjunum (5): 12,23ja stiga körfur í leik Í sigurleikjunum (7): 3,1 Í tapleikjunum (5): 1,63ja stiga skotnýting Í sigurleikjunum (7): 46 prósent Í tapleikjunum (5): 30 prósent
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grindavík 87-58 | Grindvíkingar rassskelltir KR er komið yfir á ný í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir að hafa rassskellt Grindavík 87-58 á heimavelli sínum í kvöld. KR leiðir einvígið 2-1. 28. apríl 2014 10:58 Umfjöllun, viðtöl og myndbönd: Grindavík - KR 79-76 | Grindavík jafnaði einvígið Íslandsmeistarar Grindavíkur jöfnuðu einvígið gegn KR, 1-1, í úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld í hreint frábærum leik. 25. apríl 2014 14:03 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grindavík | KR tók forystuna KR tók í kvöld forystuna í lokaúrslitunum Íslandsmótsins í körfubolta eftir 93-84 sigur á Grindavík í DHL-höllinni. 21. apríl 2014 18:45 Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grindavík 87-58 | Grindvíkingar rassskelltir KR er komið yfir á ný í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir að hafa rassskellt Grindavík 87-58 á heimavelli sínum í kvöld. KR leiðir einvígið 2-1. 28. apríl 2014 10:58
Umfjöllun, viðtöl og myndbönd: Grindavík - KR 79-76 | Grindavík jafnaði einvígið Íslandsmeistarar Grindavíkur jöfnuðu einvígið gegn KR, 1-1, í úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld í hreint frábærum leik. 25. apríl 2014 14:03
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grindavík | KR tók forystuna KR tók í kvöld forystuna í lokaúrslitunum Íslandsmótsins í körfubolta eftir 93-84 sigur á Grindavík í DHL-höllinni. 21. apríl 2014 18:45