Alþýðumenningarhátíð, pönk og veggjalist í Kópavogi Marín Manda skrifar 7. maí 2014 12:00 Arna Schram Forstöðumaður Listhúss Kópavogs hvetur Kópavogsbúa til að mæta á hátíðina. Arna Schram, forstöðumaður Listhúss Kópavogs, hvetur Kópavogsbúa til að njóta menningarhátíðarinnar í vikunni. Hátíðin verður með fjölbreyttara sniði en undanfarin ár. „Þetta er árleg menningarhátíð í Kópavogi en í ár er hún öflugri og fjölbreyttari, ekki síst vegna þeirrar nýjungar að við auglýstum eftir listamönnum til að vera með viðburði. Við viljum að frumkvæðið komi frá listamönnunum sjálfum og fengum í kjölfarið fjölda umsókna, sem styrkir hátíðina verulega,“ segir Arna Schram, forstöðumaður Listhúss Kópavogs. Hátíðin sem haldin er í ellefta sinn byrjar á morgun, 8. maí, og stendur til 11. maí. Meðal þess sem boðið verður upp á á hátíðinni er pönk, gjörningar, veggjalist, gítarspil, myndlist, gönguferðir, dans og leiklist.Fræbbblarnir á æfingu forðum daga.„Markmið hátíðarinnar er að gefa bæjarbúum tækifæri á að njóta afraksturs lista- og menningarlífs sem fram fer í bænum allan ársins hring og dagskráin endurspeglar það vel að okkar mati.“ Arna bendir á að ljóðlistin hafi verið í hávegum höfð í Kópavogi og þykir því áhugavert að sjá listakonuna Kristínu Þorláksdóttur mála stórt fígúratívt veggverk með vísun í ljóð Jóns úr Vör. Pönkið á Íslandi á jafnframt sterkar rætur í Kópavogi og mun skipa stóran sess á menningarhátíðinni. Annað kvöld mæta upphafsmenn pönktónlistarinnar á Bretlandi og á Íslandi á skemmtistaðinn Spot og halda tónleika. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 og fram koma meðal annars Q4U, Fræbbblarnir og Glen Matlock, bassaleikari The Sex Pistols, sem er heiðursgestur pönkhátíðarinnar. Ókeypis er inn á flesta viðburði hátíðarinnar og nánari upplýsingar um dagskrána er að finna á síðunni kopavogsdagar.is. Menning Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Arna Schram, forstöðumaður Listhúss Kópavogs, hvetur Kópavogsbúa til að njóta menningarhátíðarinnar í vikunni. Hátíðin verður með fjölbreyttara sniði en undanfarin ár. „Þetta er árleg menningarhátíð í Kópavogi en í ár er hún öflugri og fjölbreyttari, ekki síst vegna þeirrar nýjungar að við auglýstum eftir listamönnum til að vera með viðburði. Við viljum að frumkvæðið komi frá listamönnunum sjálfum og fengum í kjölfarið fjölda umsókna, sem styrkir hátíðina verulega,“ segir Arna Schram, forstöðumaður Listhúss Kópavogs. Hátíðin sem haldin er í ellefta sinn byrjar á morgun, 8. maí, og stendur til 11. maí. Meðal þess sem boðið verður upp á á hátíðinni er pönk, gjörningar, veggjalist, gítarspil, myndlist, gönguferðir, dans og leiklist.Fræbbblarnir á æfingu forðum daga.„Markmið hátíðarinnar er að gefa bæjarbúum tækifæri á að njóta afraksturs lista- og menningarlífs sem fram fer í bænum allan ársins hring og dagskráin endurspeglar það vel að okkar mati.“ Arna bendir á að ljóðlistin hafi verið í hávegum höfð í Kópavogi og þykir því áhugavert að sjá listakonuna Kristínu Þorláksdóttur mála stórt fígúratívt veggverk með vísun í ljóð Jóns úr Vör. Pönkið á Íslandi á jafnframt sterkar rætur í Kópavogi og mun skipa stóran sess á menningarhátíðinni. Annað kvöld mæta upphafsmenn pönktónlistarinnar á Bretlandi og á Íslandi á skemmtistaðinn Spot og halda tónleika. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 og fram koma meðal annars Q4U, Fræbbblarnir og Glen Matlock, bassaleikari The Sex Pistols, sem er heiðursgestur pönkhátíðarinnar. Ókeypis er inn á flesta viðburði hátíðarinnar og nánari upplýsingar um dagskrána er að finna á síðunni kopavogsdagar.is.
Menning Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira