Veturinn segir okkur að Valur verði meistari Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. maí 2014 07:00 Hrafnhildur Skúladóttir fer í gegn í bikarsigri Vals. Vísir/Daníel Úrslitaeinvígi Stjörnunnar og Vals um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta hefst í kvöld í Mýrinni í Garðabæ en flautað verður til leiks klukkan 19.45. Stjarnan er deildar- og deildarbikarmeistari en Valskonur unnu bikarmeistaratitilinn. Fréttablaðið fékk Kára Garðarsson, þjálfara Gróttu, til að rýna í einvígið og hann segir það óumdeilt að þarna mætist tvö bestu lið landsins. „Það er engin spurning. Veturinn hefur sýnt það að Stjarnan og Valur eru með bestu liðin. Þau mættust í bikarnum og enduðu í tveimur efstu sætum deildarinnar. Stjarnan vinnur okkur, 3-1, í undanúrslitum og Valur vinnur ÍBV, 3-1. Þetta eru bestu liðin, alveg klárt,“ segir Kári. Valur vann öruggan 29-21 sigur á Stjörnunni í Mýrinni í Olís-deildinni í vetur en liðin skildu jöfn á Hlíðarenda. Valur hafði svo betur í bikarúrslitaleik liðanna, 24-19, þar sem Valsstúlkur skelltu í lás í varnarleiknum. „Það er ofboðslega erfitt að ráða í þetta. Veturinn segir okkur að Valskonur séu sigurstranglegri. Valur sigraði í tveimur innbyrðisleikjum liðanna í vetur og svo gerðu þau eitt jafntefli. Ef maður horfir á tölurnar bara hrátt þá hallast maður að Valssigri en ég held það verði þá í fjórum til fimm leikjum. Allavega vonast maður eftir því,“ segir Kári en bæði lið hafa misst leikmenn meiðsli á tímabilinu. „Sólveig Lára var ekkert með Stjörnunni á móti okkur og áður eru Garðbæingar búnir að missa Hönnu Birnu í meiðsli. Þar fara rosalega mörg hraðaupphlaupsmörk. Aftur á móti verður Valur ekki með Jenny í markinu. Begga (Berglind Íris Hansdóttir) er ekkert síðri markvörður en nú þarf hún að spila kannski fimm leiki í úrslitarimmu og maður veit ekki alveg í hvernig spilformi hún er. Svo missti Valur líka Írisi Ástu út sem er vanmetinn leikmaður. Það er eitthvað sem þarf að skoða rækilega.“ Hvað þarf Stjarnan að gera til að vinna þetta einvígi? „Hún þarf að spila sinn sterka varnarleik og stoppa þessa reynslumiklu leikmenn Vals. Stjörnustúlkurnar verða líka að skora eitthvað úr hraðaupphlaupum og seinni bylgjum því þeim hefur stundum gengið erfiðlega í sóknarleiknum,“ segir Kári, en hvernig spáir hann að einvígið fari? „Ég held að Valur vinni þetta 3-2 og það verði spenna fram á síðustu sekúndu.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Sjá meira
Úrslitaeinvígi Stjörnunnar og Vals um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta hefst í kvöld í Mýrinni í Garðabæ en flautað verður til leiks klukkan 19.45. Stjarnan er deildar- og deildarbikarmeistari en Valskonur unnu bikarmeistaratitilinn. Fréttablaðið fékk Kára Garðarsson, þjálfara Gróttu, til að rýna í einvígið og hann segir það óumdeilt að þarna mætist tvö bestu lið landsins. „Það er engin spurning. Veturinn hefur sýnt það að Stjarnan og Valur eru með bestu liðin. Þau mættust í bikarnum og enduðu í tveimur efstu sætum deildarinnar. Stjarnan vinnur okkur, 3-1, í undanúrslitum og Valur vinnur ÍBV, 3-1. Þetta eru bestu liðin, alveg klárt,“ segir Kári. Valur vann öruggan 29-21 sigur á Stjörnunni í Mýrinni í Olís-deildinni í vetur en liðin skildu jöfn á Hlíðarenda. Valur hafði svo betur í bikarúrslitaleik liðanna, 24-19, þar sem Valsstúlkur skelltu í lás í varnarleiknum. „Það er ofboðslega erfitt að ráða í þetta. Veturinn segir okkur að Valskonur séu sigurstranglegri. Valur sigraði í tveimur innbyrðisleikjum liðanna í vetur og svo gerðu þau eitt jafntefli. Ef maður horfir á tölurnar bara hrátt þá hallast maður að Valssigri en ég held það verði þá í fjórum til fimm leikjum. Allavega vonast maður eftir því,“ segir Kári en bæði lið hafa misst leikmenn meiðsli á tímabilinu. „Sólveig Lára var ekkert með Stjörnunni á móti okkur og áður eru Garðbæingar búnir að missa Hönnu Birnu í meiðsli. Þar fara rosalega mörg hraðaupphlaupsmörk. Aftur á móti verður Valur ekki með Jenny í markinu. Begga (Berglind Íris Hansdóttir) er ekkert síðri markvörður en nú þarf hún að spila kannski fimm leiki í úrslitarimmu og maður veit ekki alveg í hvernig spilformi hún er. Svo missti Valur líka Írisi Ástu út sem er vanmetinn leikmaður. Það er eitthvað sem þarf að skoða rækilega.“ Hvað þarf Stjarnan að gera til að vinna þetta einvígi? „Hún þarf að spila sinn sterka varnarleik og stoppa þessa reynslumiklu leikmenn Vals. Stjörnustúlkurnar verða líka að skora eitthvað úr hraðaupphlaupum og seinni bylgjum því þeim hefur stundum gengið erfiðlega í sóknarleiknum,“ segir Kári, en hvernig spáir hann að einvígið fari? „Ég held að Valur vinni þetta 3-2 og það verði spenna fram á síðustu sekúndu.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Sjá meira