Fagna tíu ára afmælinu í hljóðveri Gunnar Leó Pálsson skrifar 9. maí 2014 09:00 Sigurður Guðmundsson fékk rafstuð í fingur í upptökunum en Hjálmar vinna nú hörðum höndum í hljóðveri. Vísir/Guðm. Kristinn Jónsson „Við erum að vinna í tveimur lögum eins og er. Í þeim erum við á frekar þekktu svæði og erum ekki að experímentera jafn mikið og á síðustu plötu,“ segir Guðmundur Kristinn Jónsson, gítarleikari Hjálma, en sveitin vinnur þessa dagana í hljóðveri við að taka upp tvö ný lög. Sveitin hefur þó sem stendur eingöngu í hyggju að taka upp þessi tvö lög í bili. „Við eigum eftir að ákveða framhaldið. Fyrra lagið kemur út á næstu dögum og seinna lagið kemur út 1. júlí en það er hinn alþjóðlegi reggídagur,“ bætir Guðmundur Kristinn við. Síðasta plata Hjálma, Órar, kom út árið 2011. Liðsskipan sveitarinnar hefur þó breyst í gegnum tíðina. „Í grunninn er þetta ég, Siggi og Steini. Helgi Svavar trommari og Valdi Kolli bassaleikari eru með okkur núna.“ Þess má til gamans geta að Guðmundur Kristinn, Þorsteinn Einarsson, söngvari og gítarleikari Hjálma, og Helgi Svavar eru allir að spila með Ásgeiri Trausta.Þorsteinn og Helgi í hljóðverinuSigurður Guðmundsson, hljómborðsleikari og söngvari sveitarinnar, sem hefur verið búsettur í Ósló undanfarið ár, fékk stuð í löngutöng meðan á upptökum stóð og náðist atvikið því á hljóðupptöku og er hún komin á YouTube. „Þetta var mikið stuð en svona er þó orðið sjaldgæft. Ég lít lífið öðrum augum eftir þessa stórfenglegu upplifun,“ segir Sigurður spurður út í stuðið. Hann segir jafnframt að norskan Óslóarkeim megi finna í nýju lögunum ef vel er gáð. „Óslóartréð lætur í sér heyra.“ Plötur Hjálma í gegnum tíðina:Hljóðlega af stað- 2004Hjálmar- 2005Ferðasót- 2007IV- 2009Keflavík Kingston - 2010Órar- 2011 Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Við erum að vinna í tveimur lögum eins og er. Í þeim erum við á frekar þekktu svæði og erum ekki að experímentera jafn mikið og á síðustu plötu,“ segir Guðmundur Kristinn Jónsson, gítarleikari Hjálma, en sveitin vinnur þessa dagana í hljóðveri við að taka upp tvö ný lög. Sveitin hefur þó sem stendur eingöngu í hyggju að taka upp þessi tvö lög í bili. „Við eigum eftir að ákveða framhaldið. Fyrra lagið kemur út á næstu dögum og seinna lagið kemur út 1. júlí en það er hinn alþjóðlegi reggídagur,“ bætir Guðmundur Kristinn við. Síðasta plata Hjálma, Órar, kom út árið 2011. Liðsskipan sveitarinnar hefur þó breyst í gegnum tíðina. „Í grunninn er þetta ég, Siggi og Steini. Helgi Svavar trommari og Valdi Kolli bassaleikari eru með okkur núna.“ Þess má til gamans geta að Guðmundur Kristinn, Þorsteinn Einarsson, söngvari og gítarleikari Hjálma, og Helgi Svavar eru allir að spila með Ásgeiri Trausta.Þorsteinn og Helgi í hljóðverinuSigurður Guðmundsson, hljómborðsleikari og söngvari sveitarinnar, sem hefur verið búsettur í Ósló undanfarið ár, fékk stuð í löngutöng meðan á upptökum stóð og náðist atvikið því á hljóðupptöku og er hún komin á YouTube. „Þetta var mikið stuð en svona er þó orðið sjaldgæft. Ég lít lífið öðrum augum eftir þessa stórfenglegu upplifun,“ segir Sigurður spurður út í stuðið. Hann segir jafnframt að norskan Óslóarkeim megi finna í nýju lögunum ef vel er gáð. „Óslóartréð lætur í sér heyra.“ Plötur Hjálma í gegnum tíðina:Hljóðlega af stað- 2004Hjálmar- 2005Ferðasót- 2007IV- 2009Keflavík Kingston - 2010Órar- 2011
Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira