Fínn tímapunktur til að hætta með ÍR 13. maí 2014 07:00 Nýtt starf Bjarki Sigurðsson er nú þjálfari HK. „Þetta er krefjandi verkefni, ég held að liðið komist ekkert neðar en þar sem það var á þessu tímabili,“ segir Bjarki Sigurðsson, nýráðinn þjálfari HK í Olís-deild karla í handbolta, í samtali við Fréttablaðið en Bjarki gekk frá tveggja ára samningi við Kópavogsliðið á sunnudagskvöldið. „Við hittumst á föstudaginn og ræddum málin. Svo komumst við að samkomulagi á sunnudagskvöldið. Svona staða er ekkert ný fyrir mér. Ég tók við ÍR í 1. deild þannig að maður þekkir það að vera niðri með lið og komast svo upp þannig að ég horfi bara bjartur á framtíðina hjá HK,“ segir Bjarki. HK gekk mjög illa á tímabilinu en liðið endaði langneðst í Olís-deildinni eftir mikinn leikmannamissi síðasta sumar. Það náði aðeins í þrjú stig og vann ekki nema einn leik af 21. „Það er efniviður til staðar í félaginu en það er kannski svolítið langt í einhverja. Við ætlum að keyra á ungum mönnum og styrkja það með öðrum ungum og upprennandi. Sú vinna á að vera hafin,“ segir Bjarki en skömmu eftir að tilkynnt var um samning hans tilkynntu HK-ingar að búið væri að framlengja samninga við hornamanninn Leó Snæ Pétursson og línumanninn Tryggva Tryggvason. „Það er mjög gott að halda þeim og þessum kjarna sem var þarna síðastliðinn vetur. Síðan þurfum við bara að bæta við og gera þetta að alvöru hóp.“ Bjarki hefur þjálfað ÍR undanfarin fjögur ár en hann kom liðinu upp úr 1. deildinni og festi það í sessi í úrvalsdeildinni. Liðið varð bikarmeistari í fyrra og komst aftur í bikarúrslitin í ár. Illa gekk hjá liðinu undir lok þessarar leiktíðar og fór það í tilgangslaust umspil um áframhaldandi veru í deildinni. „Þetta tímabil einkenndist af miklum meiðslum. Við vorum með einn mann meiddan í bikarúrslitunum en eftir það meiðast allt að tíu menn og þá verður þetta erfitt. Margir þeirra voru lykilmenn,“ segir Bjarki sem gengur ekki svekktur frá borði þrátt fyrir árangurinn með liðið. „Ég held að þetta hafi bara verið ágætis tímapunktur til að hætta með ÍR. Þeir sáu hagsýni í að fá Bjarna (Fritzson) fyrst að hann var á leiðinni heim og mér finnst bara sniðugt að gera hann að þjálfara. Við tókum bara sameiginlega ákvörðun um að ég myndi láta af störfum. Trúðu mér, ef ég hefði verið brjálaður yfir þessu hefði ég látið í mér heyra,“ segir Bjarki sem kveður ÍR með söknuði. „Þetta voru frábær ár hjá ÍR. Þessi klúbbur er stórkostlegur. Þarna vinnur frábært fólk á bak við tjöldin en án þess hefðum við ekkert náð svona langt. Ég kveð ÍR mjög sáttur og þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að þjálfa þetta lið,“ segir Bjarki Sigurðsson. Olís-deild karla Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Fleiri fréttir Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Sjá meira
„Þetta er krefjandi verkefni, ég held að liðið komist ekkert neðar en þar sem það var á þessu tímabili,“ segir Bjarki Sigurðsson, nýráðinn þjálfari HK í Olís-deild karla í handbolta, í samtali við Fréttablaðið en Bjarki gekk frá tveggja ára samningi við Kópavogsliðið á sunnudagskvöldið. „Við hittumst á föstudaginn og ræddum málin. Svo komumst við að samkomulagi á sunnudagskvöldið. Svona staða er ekkert ný fyrir mér. Ég tók við ÍR í 1. deild þannig að maður þekkir það að vera niðri með lið og komast svo upp þannig að ég horfi bara bjartur á framtíðina hjá HK,“ segir Bjarki. HK gekk mjög illa á tímabilinu en liðið endaði langneðst í Olís-deildinni eftir mikinn leikmannamissi síðasta sumar. Það náði aðeins í þrjú stig og vann ekki nema einn leik af 21. „Það er efniviður til staðar í félaginu en það er kannski svolítið langt í einhverja. Við ætlum að keyra á ungum mönnum og styrkja það með öðrum ungum og upprennandi. Sú vinna á að vera hafin,“ segir Bjarki en skömmu eftir að tilkynnt var um samning hans tilkynntu HK-ingar að búið væri að framlengja samninga við hornamanninn Leó Snæ Pétursson og línumanninn Tryggva Tryggvason. „Það er mjög gott að halda þeim og þessum kjarna sem var þarna síðastliðinn vetur. Síðan þurfum við bara að bæta við og gera þetta að alvöru hóp.“ Bjarki hefur þjálfað ÍR undanfarin fjögur ár en hann kom liðinu upp úr 1. deildinni og festi það í sessi í úrvalsdeildinni. Liðið varð bikarmeistari í fyrra og komst aftur í bikarúrslitin í ár. Illa gekk hjá liðinu undir lok þessarar leiktíðar og fór það í tilgangslaust umspil um áframhaldandi veru í deildinni. „Þetta tímabil einkenndist af miklum meiðslum. Við vorum með einn mann meiddan í bikarúrslitunum en eftir það meiðast allt að tíu menn og þá verður þetta erfitt. Margir þeirra voru lykilmenn,“ segir Bjarki sem gengur ekki svekktur frá borði þrátt fyrir árangurinn með liðið. „Ég held að þetta hafi bara verið ágætis tímapunktur til að hætta með ÍR. Þeir sáu hagsýni í að fá Bjarna (Fritzson) fyrst að hann var á leiðinni heim og mér finnst bara sniðugt að gera hann að þjálfara. Við tókum bara sameiginlega ákvörðun um að ég myndi láta af störfum. Trúðu mér, ef ég hefði verið brjálaður yfir þessu hefði ég látið í mér heyra,“ segir Bjarki sem kveður ÍR með söknuði. „Þetta voru frábær ár hjá ÍR. Þessi klúbbur er stórkostlegur. Þarna vinnur frábært fólk á bak við tjöldin en án þess hefðum við ekkert náð svona langt. Ég kveð ÍR mjög sáttur og þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að þjálfa þetta lið,“ segir Bjarki Sigurðsson.
Olís-deild karla Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Fleiri fréttir Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Sjá meira