Ólíkar minningar frá oddaleikjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2014 10:00 Valskonan Hrafnhildur Skúladóttir getur orðið Íslandsmeistari í síðasta leiknum sínum á ferlinum. Fréttablaðið/Stefán Lokaleikur handboltatímabilsins fer fram í Mýrinni í Garðabæ klukkan 13.30 í dag þegar deildarmeistarar Stjörnunnar og bikarmeistarar Vals spila hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Þetta er í þriðja árið í röð sem það þarf oddaleik til að skera úr um hvaða lið vinnur Íslandsmeistaratitilinn hjá stelpunum og bæði þessi lið hafa spilað svona leik á síðustu tveimur árum. Niðurstaðan og upplifun liðanna var aftur á móti gerólík. Valskonur urðu síðast Íslandsmeistarar fyrir tveimur árum eftir 24-21 sigur á Fram í oddaleik á Hlíðarenda. Það var þriðji Íslandsmeistaratitill Valsliðsins í röð. Stjörnukonur voru hins vegar í sams konar leik í fyrra þegar þær urðu að sætta sig við 16-19 tap á móti Fram. Stjarnan komst hins vegar í úrslitin í fyrra eftir dramatískan sigur á Valsliðinu í oddaleik í undanúrslitunum. Stjarnan var einnig 2-1 yfir í úrslitaeinvíginu í fyrra en tapaði þá tveimur síðustu leikjunum og það gæti vissulega endurtekið sig í ár. Stjörnuliðið missti niður þriggja marka forskot í blálokin í fjórða leiknum þegar þær virtust vera að landa fyrsta Íslandsmeistaratitlinum í fimm ár. Stjörnuliðið býr nú að því að eiga heimaleikinn þar sem Garðabæjarkonur hafa unnið alla fimm leiki sína í úrslitakeppninni til þessa. Nú er að sjá hvort heimavöllurinn dugi Stjörnukonum eða hvort Valskonur ná að leika eftir afrek Eyjamanna í fyrrakvöld og tryggja sér titilinn á útivelli. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Óskar Bjarni vill sjá fleiri Valsmenn á vellinum Óskar Bjarni Óskarsson, aðstoðarþjálfari kvennaliðs Vals, var ekki ánægður með að stuðningsmenn Vals hefðu verið í minnihluta á leik Vals og Stjörnunnar í gær. 16. maí 2014 08:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Stjarnan 23-19 | Anna Úrsúla kláraði Stjörnuna Anna Úrsúla Guðmundsdóttir sá til þess að Valur náði að knýja fram oddaleik í úrslitarimmunni gegn deildarmeisturum Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitilinn. 14. maí 2014 14:38 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Sjá meira
Lokaleikur handboltatímabilsins fer fram í Mýrinni í Garðabæ klukkan 13.30 í dag þegar deildarmeistarar Stjörnunnar og bikarmeistarar Vals spila hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Þetta er í þriðja árið í röð sem það þarf oddaleik til að skera úr um hvaða lið vinnur Íslandsmeistaratitilinn hjá stelpunum og bæði þessi lið hafa spilað svona leik á síðustu tveimur árum. Niðurstaðan og upplifun liðanna var aftur á móti gerólík. Valskonur urðu síðast Íslandsmeistarar fyrir tveimur árum eftir 24-21 sigur á Fram í oddaleik á Hlíðarenda. Það var þriðji Íslandsmeistaratitill Valsliðsins í röð. Stjörnukonur voru hins vegar í sams konar leik í fyrra þegar þær urðu að sætta sig við 16-19 tap á móti Fram. Stjarnan komst hins vegar í úrslitin í fyrra eftir dramatískan sigur á Valsliðinu í oddaleik í undanúrslitunum. Stjarnan var einnig 2-1 yfir í úrslitaeinvíginu í fyrra en tapaði þá tveimur síðustu leikjunum og það gæti vissulega endurtekið sig í ár. Stjörnuliðið missti niður þriggja marka forskot í blálokin í fjórða leiknum þegar þær virtust vera að landa fyrsta Íslandsmeistaratitlinum í fimm ár. Stjörnuliðið býr nú að því að eiga heimaleikinn þar sem Garðabæjarkonur hafa unnið alla fimm leiki sína í úrslitakeppninni til þessa. Nú er að sjá hvort heimavöllurinn dugi Stjörnukonum eða hvort Valskonur ná að leika eftir afrek Eyjamanna í fyrrakvöld og tryggja sér titilinn á útivelli.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Óskar Bjarni vill sjá fleiri Valsmenn á vellinum Óskar Bjarni Óskarsson, aðstoðarþjálfari kvennaliðs Vals, var ekki ánægður með að stuðningsmenn Vals hefðu verið í minnihluta á leik Vals og Stjörnunnar í gær. 16. maí 2014 08:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Stjarnan 23-19 | Anna Úrsúla kláraði Stjörnuna Anna Úrsúla Guðmundsdóttir sá til þess að Valur náði að knýja fram oddaleik í úrslitarimmunni gegn deildarmeisturum Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitilinn. 14. maí 2014 14:38 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Sjá meira
Óskar Bjarni vill sjá fleiri Valsmenn á vellinum Óskar Bjarni Óskarsson, aðstoðarþjálfari kvennaliðs Vals, var ekki ánægður með að stuðningsmenn Vals hefðu verið í minnihluta á leik Vals og Stjörnunnar í gær. 16. maí 2014 08:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Stjarnan 23-19 | Anna Úrsúla kláraði Stjörnuna Anna Úrsúla Guðmundsdóttir sá til þess að Valur náði að knýja fram oddaleik í úrslitarimmunni gegn deildarmeisturum Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitilinn. 14. maí 2014 14:38