Verð algjör geðsjúklingur í þessa forgjöf Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. maí 2014 08:00 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir kyssir fyrirliðann sinn, Hrafnhildi Skúladóttur, sem lyfti bikarnum um helgina. vísir/Daníel „Það eiga allir titlarnir sín „móment“ þannig að það er rosalega erfitt að gera upp á milli þeirra,“ segir HrafnhildurÓskSkúladóttir, leikmaður Vals, sem fagnaði sínum fjórða Íslandsmeistaratitli á fimm árum á laugardaginn þegar Valur vann Stjörnuna í oddaleik í lokaúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta. „Það var geðveikt að vinna loksins í fyrsta skipti 2012, árið eftir unnum við í vítakeppni sem var sturlað og 2012 setjum við áhorfendamet í Vodafonehöllinni. Ég hef aldrei séð aðra eins stemningu og þá. Það var samt draumur að klára þennan síðasta, ég var búin að óska þess svo heitt að vinna hann,“ segir Hrafnhildur.Alltaf verið undirmetnar Þrátt fyrir yfirburði Vals undanfarin ár hefur þeim oft verið spáð tapi í lokaúrslitum og afsökunin nær alltaf sú sama: Þær eru orðnar of gamlar. „Þetta hefur alltaf verið þannig. Við erum búnar að vera 100 ára í ansi mörg ár og alltaf vanmetnar. Hitt liðið á alltaf að vera sigurstranglegra. Það hentar mér bara og öðrum í liðinu að vera undirmetnar. Þetta hvetur okkur bara enn frekar. Það eru svo miklir sigurvegarar í þessu liði. Það væri ekki hægt að blása upp sápukúlur í þessum hópi án þess að einhver myndi tapa sér. Það eru svona týpur sem fara langt í lífinu,“ segir Hrafnhildur en hvernig hefur þetta ferðalag verið með Valsliðinu síðan hún kom heim úr atvinnumennsku 2008? „Breytingin á liðinu hefur verið rosalega mikil á síðustu árum en það er alltaf sami kjarninn þarna. Þetta er alveg stórkostlegt lið og ótrúlegir snillingar þarna. Við erum svo ótrúlega ólíkar á margan hátt sem er líka gott.“Tók út vonbrigðin 2009 Hrafnhildur var í Valsliðinu sem laut í gras fyrir öflugu liði Stjörnunnar í undanúrslitum 2009 í oddaleik. Stjarnan varð síðan Íslandsmeistari þriðja árið í röð áður en drottnun Valskvenna hófst. „Ég þurfti að taka út eitt vonsvikið ár en síðan hefur þetta bara verið frábært,“ segir Hrafnhildur, sem eyddi sex árum í atvinnumennsku; tveimur hjá Team-Tvis Holstebro og fjórum hjá SK Århus. „Það var alveg geðveikt. Ég mátti vinna nokkra tíma á dag og gerði það svo mér myndi ekki drepleiðast. Annars var þetta bara handbolti. Alveg æðislegt.“Smeyk við forgjöfina Hrafnhildur hefur nú lagt skóna á hilluna og þá er réttast að spyrja hvað tekur við? „Ætli ég verði ekki að sveifla golfkylfu. Karlinn minn er kominn í það. Ég stefni á öldungalandsliðið í golfi eftir 15 ár,“ segir hún og hlær. „Ég verð eflaust algjör geðsjúklingur í þessa forgjöf. Ég er alveg rosaleg þegar ég þarf að keppa við sjálfa mig í einhverju svona. Þetta verður eitthvað.“ Hún ætlar að taka sér smá frí frá handbolta og þjálfa ungar stúlkur á næsta ári en hún segir þó ekki skilið við Olís-deildina að eilífu. „Ég tek mér eitt ár þar sem handboltinn stjórnar ekki lífi mínu en svo fer ég eflaust út í einhverja þjálfun eftir svona 1-2 ár,“ segir Hrafnhildur Ósk Skúladóttir. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 20-23 | Valur Íslandsmeistari í sextánda sinn Valur er Íslandsmeistari kvenna í handbolta eftir 23-20 sigur á Stjörnunni í æsispennandi oddaleik liðanna í Mýrinni í Garðabæ í dag. Valur var 11-8 yfir í hálfleik. 17. maí 2014 00:01 Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Leik lokið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Leik lokið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Sjá meira
„Það eiga allir titlarnir sín „móment“ þannig að það er rosalega erfitt að gera upp á milli þeirra,“ segir HrafnhildurÓskSkúladóttir, leikmaður Vals, sem fagnaði sínum fjórða Íslandsmeistaratitli á fimm árum á laugardaginn þegar Valur vann Stjörnuna í oddaleik í lokaúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta. „Það var geðveikt að vinna loksins í fyrsta skipti 2012, árið eftir unnum við í vítakeppni sem var sturlað og 2012 setjum við áhorfendamet í Vodafonehöllinni. Ég hef aldrei séð aðra eins stemningu og þá. Það var samt draumur að klára þennan síðasta, ég var búin að óska þess svo heitt að vinna hann,“ segir Hrafnhildur.Alltaf verið undirmetnar Þrátt fyrir yfirburði Vals undanfarin ár hefur þeim oft verið spáð tapi í lokaúrslitum og afsökunin nær alltaf sú sama: Þær eru orðnar of gamlar. „Þetta hefur alltaf verið þannig. Við erum búnar að vera 100 ára í ansi mörg ár og alltaf vanmetnar. Hitt liðið á alltaf að vera sigurstranglegra. Það hentar mér bara og öðrum í liðinu að vera undirmetnar. Þetta hvetur okkur bara enn frekar. Það eru svo miklir sigurvegarar í þessu liði. Það væri ekki hægt að blása upp sápukúlur í þessum hópi án þess að einhver myndi tapa sér. Það eru svona týpur sem fara langt í lífinu,“ segir Hrafnhildur en hvernig hefur þetta ferðalag verið með Valsliðinu síðan hún kom heim úr atvinnumennsku 2008? „Breytingin á liðinu hefur verið rosalega mikil á síðustu árum en það er alltaf sami kjarninn þarna. Þetta er alveg stórkostlegt lið og ótrúlegir snillingar þarna. Við erum svo ótrúlega ólíkar á margan hátt sem er líka gott.“Tók út vonbrigðin 2009 Hrafnhildur var í Valsliðinu sem laut í gras fyrir öflugu liði Stjörnunnar í undanúrslitum 2009 í oddaleik. Stjarnan varð síðan Íslandsmeistari þriðja árið í röð áður en drottnun Valskvenna hófst. „Ég þurfti að taka út eitt vonsvikið ár en síðan hefur þetta bara verið frábært,“ segir Hrafnhildur, sem eyddi sex árum í atvinnumennsku; tveimur hjá Team-Tvis Holstebro og fjórum hjá SK Århus. „Það var alveg geðveikt. Ég mátti vinna nokkra tíma á dag og gerði það svo mér myndi ekki drepleiðast. Annars var þetta bara handbolti. Alveg æðislegt.“Smeyk við forgjöfina Hrafnhildur hefur nú lagt skóna á hilluna og þá er réttast að spyrja hvað tekur við? „Ætli ég verði ekki að sveifla golfkylfu. Karlinn minn er kominn í það. Ég stefni á öldungalandsliðið í golfi eftir 15 ár,“ segir hún og hlær. „Ég verð eflaust algjör geðsjúklingur í þessa forgjöf. Ég er alveg rosaleg þegar ég þarf að keppa við sjálfa mig í einhverju svona. Þetta verður eitthvað.“ Hún ætlar að taka sér smá frí frá handbolta og þjálfa ungar stúlkur á næsta ári en hún segir þó ekki skilið við Olís-deildina að eilífu. „Ég tek mér eitt ár þar sem handboltinn stjórnar ekki lífi mínu en svo fer ég eflaust út í einhverja þjálfun eftir svona 1-2 ár,“ segir Hrafnhildur Ósk Skúladóttir.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 20-23 | Valur Íslandsmeistari í sextánda sinn Valur er Íslandsmeistari kvenna í handbolta eftir 23-20 sigur á Stjörnunni í æsispennandi oddaleik liðanna í Mýrinni í Garðabæ í dag. Valur var 11-8 yfir í hálfleik. 17. maí 2014 00:01 Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Leik lokið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Leik lokið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 20-23 | Valur Íslandsmeistari í sextánda sinn Valur er Íslandsmeistari kvenna í handbolta eftir 23-20 sigur á Stjörnunni í æsispennandi oddaleik liðanna í Mýrinni í Garðabæ í dag. Valur var 11-8 yfir í hálfleik. 17. maí 2014 00:01
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn