Tilefnislaus dagdrykkja Ólöf Skaftadóttir skrifar 21. maí 2014 11:00 20 tilefni til dagdrykkju 20 tilefni til dagdrykkju Tobba Marínós Forlagið 20 tilefni til dagdrykkju er þriðja bók Tobbu Marínós. Bókin er einhvers konar ævisaga og segir frá uppvexti Tobbu, minningum af æskuheimilinu í Kópavogi, ferlinum í blaðamennsku og röð misheppnaðra sambanda, svo nokkuð sé nefnt. Þá fjallar seinni hlutinn að miklu leyti um kokteila, tengslamyndun, Ölstofu og þjóðþekkta karlmenn. Bókin kann að vera áhugaverð fyrir þá sem þekkja Tobbu, en fyrir þau okkar sem aðeins þekkja hana úr fréttum fjölmiðla er bókin hvorki fugl né fiskur. Líf Tobbu er einfaldlega ekki í frásögur færandi því að söguhetjan vinnur fátt annað sér til afreka en að vaxa úr grasi og vera gamansöm. Sennilega er sögunni ætlað að vera í einhverjum skilningi þroskasaga en í hana vantar öll átök og lesandinn fær á tilfinninguna að Tobba ritskoði sjálfa sig hressilega. Á einhvern hátt minnir textinn á gamansamar færslur í gestabókum í sumarbústöðum, hálfkveðnar vísur um það sem fram fór. Hitt er svo annað mál að Tobba er ágætlega ritfær, kemst oft skemmtilega að orði og vill öllum í borginni vel. Meinið er bara það að það vantar tíðindin í þessa sögu og þar vegur þyngst að Tobbu tekst aldrei að setja sig í spor þess barns og þess unglings sem hún eitt sinn var, sýna okkur inn í huga sjálfrar sín á æskuárum. Hún horfir á sjálfa sig úr fjarska, án þess að gerast nokkurn tíma nærgöngul, og því stendur fátt eftir nema frekar almenn frásögn af ævi millistéttarstúlku úr Kópavogi. Víst á Tobba Marinós skemmtilega spretti í frásögn og stíl í þessari bók sinni og vera má að hún skemmti ýmsum. En hún geldur fyrir tíðindaleysið, það er lítið kjöt á beinum í þessari ævisögu. Ekki efast ég um að gaman geti verið að sitja að dagdrykkju með Tobbu en að lesa um hana er öllu síðra.Niðurstaða: Bókin kann að vera áhugaverð fyrir þá sem þekkja Tobbu, en fyrir þau okkar sem aðeins þekkja hana úr fréttum fjölmiðla er bókin hvorki fugl né fiskur. Gagnrýni Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
20 tilefni til dagdrykkju Tobba Marínós Forlagið 20 tilefni til dagdrykkju er þriðja bók Tobbu Marínós. Bókin er einhvers konar ævisaga og segir frá uppvexti Tobbu, minningum af æskuheimilinu í Kópavogi, ferlinum í blaðamennsku og röð misheppnaðra sambanda, svo nokkuð sé nefnt. Þá fjallar seinni hlutinn að miklu leyti um kokteila, tengslamyndun, Ölstofu og þjóðþekkta karlmenn. Bókin kann að vera áhugaverð fyrir þá sem þekkja Tobbu, en fyrir þau okkar sem aðeins þekkja hana úr fréttum fjölmiðla er bókin hvorki fugl né fiskur. Líf Tobbu er einfaldlega ekki í frásögur færandi því að söguhetjan vinnur fátt annað sér til afreka en að vaxa úr grasi og vera gamansöm. Sennilega er sögunni ætlað að vera í einhverjum skilningi þroskasaga en í hana vantar öll átök og lesandinn fær á tilfinninguna að Tobba ritskoði sjálfa sig hressilega. Á einhvern hátt minnir textinn á gamansamar færslur í gestabókum í sumarbústöðum, hálfkveðnar vísur um það sem fram fór. Hitt er svo annað mál að Tobba er ágætlega ritfær, kemst oft skemmtilega að orði og vill öllum í borginni vel. Meinið er bara það að það vantar tíðindin í þessa sögu og þar vegur þyngst að Tobbu tekst aldrei að setja sig í spor þess barns og þess unglings sem hún eitt sinn var, sýna okkur inn í huga sjálfrar sín á æskuárum. Hún horfir á sjálfa sig úr fjarska, án þess að gerast nokkurn tíma nærgöngul, og því stendur fátt eftir nema frekar almenn frásögn af ævi millistéttarstúlku úr Kópavogi. Víst á Tobba Marinós skemmtilega spretti í frásögn og stíl í þessari bók sinni og vera má að hún skemmti ýmsum. En hún geldur fyrir tíðindaleysið, það er lítið kjöt á beinum í þessari ævisögu. Ekki efast ég um að gaman geti verið að sitja að dagdrykkju með Tobbu en að lesa um hana er öllu síðra.Niðurstaða: Bókin kann að vera áhugaverð fyrir þá sem þekkja Tobbu, en fyrir þau okkar sem aðeins þekkja hana úr fréttum fjölmiðla er bókin hvorki fugl né fiskur.
Gagnrýni Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira