Sér landið sem ómálaðan striga Ólöf Skaftadóttir skrifar 21. maí 2014 13:00 Hildur Bjarnadóttir Fréttablaðið/Daníel Hildur Bjarnadóttir myndlistarmaður opnar sýningu í Hverfisgalleríi á morgun klukkan 18. Sýningin heitir Kortlagning lands og þar verða til sýnis ný verk eftir Hildi. „Ég er að kortleggja mjög ákveðið land, nánar tiltekið tveggja hektara landsspildu fyrir austan sem ég er nýbúin að eignast. Landið hefur mikla merkingu fyrir mig og á því hefur ekkert verið byggt eða ræktað. Það er mótað af náttúruöflum og dýralífi. Ég sé þetta fyrir mér eins og ómálaðan striga,“ segir Hildur um sýninguna, en hún hyggst byggja sína framtíð á umræddri landspildu. „Ég nota plöntur almennt í minni myndlist og hér er engin breyting á. Plöntur taka upp og endurspegla þann stað sem þær koma frá. Bæði taka þær umhverfið inn bókstaflega, í gegnum ræturnar og í loftinu í gegnum blöðin og blómin. En plöntur taka líka í sig fólk og menningu og staðinn, sem er ef til vill á huglægari nótum,“ segir Hildur og bætir við. „Þannig að ég nota plöntur mikið sem tengingu við staði og fólk. Þessar plöntur eru ekki hvaða plöntur sem er heldur hafa tenginguna við landið.“ Hildur vinnur svo úr plöntunum liti og litar ullarþræði og silki, auk þess sem hún notar hörþráð sem hún hefur litað með hefðbundinni akrílmálningu. Svo vefur hún saman þræðina og blandar þannig saman tveimur mjög ólíkum heimum. „Mín rannsókn í gegnum þetta er að akríl er manngert og dautt efni en inniheldur alla liti, en plöntuheimurinn er andstæðan og inniheldur takmarkaða litapallettu en inniheldur að sama skapi bókstaflega staðinn sem þær koma frá og hafa allt aðra dýpt og merkingu,“ segir Hildur að lokum og bætir við að þessar tvær andstæður, náttúrulegu litirnir og gervilitirnir, dragi fram einkenni hverjir annars. Hildur dregur fram plönturnar í forgrunn á sýningunni með því að nefna verkin eftir þeim. Sýningin er liður í dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Menning Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Hildur Bjarnadóttir myndlistarmaður opnar sýningu í Hverfisgalleríi á morgun klukkan 18. Sýningin heitir Kortlagning lands og þar verða til sýnis ný verk eftir Hildi. „Ég er að kortleggja mjög ákveðið land, nánar tiltekið tveggja hektara landsspildu fyrir austan sem ég er nýbúin að eignast. Landið hefur mikla merkingu fyrir mig og á því hefur ekkert verið byggt eða ræktað. Það er mótað af náttúruöflum og dýralífi. Ég sé þetta fyrir mér eins og ómálaðan striga,“ segir Hildur um sýninguna, en hún hyggst byggja sína framtíð á umræddri landspildu. „Ég nota plöntur almennt í minni myndlist og hér er engin breyting á. Plöntur taka upp og endurspegla þann stað sem þær koma frá. Bæði taka þær umhverfið inn bókstaflega, í gegnum ræturnar og í loftinu í gegnum blöðin og blómin. En plöntur taka líka í sig fólk og menningu og staðinn, sem er ef til vill á huglægari nótum,“ segir Hildur og bætir við. „Þannig að ég nota plöntur mikið sem tengingu við staði og fólk. Þessar plöntur eru ekki hvaða plöntur sem er heldur hafa tenginguna við landið.“ Hildur vinnur svo úr plöntunum liti og litar ullarþræði og silki, auk þess sem hún notar hörþráð sem hún hefur litað með hefðbundinni akrílmálningu. Svo vefur hún saman þræðina og blandar þannig saman tveimur mjög ólíkum heimum. „Mín rannsókn í gegnum þetta er að akríl er manngert og dautt efni en inniheldur alla liti, en plöntuheimurinn er andstæðan og inniheldur takmarkaða litapallettu en inniheldur að sama skapi bókstaflega staðinn sem þær koma frá og hafa allt aðra dýpt og merkingu,“ segir Hildur að lokum og bætir við að þessar tvær andstæður, náttúrulegu litirnir og gervilitirnir, dragi fram einkenni hverjir annars. Hildur dregur fram plönturnar í forgrunn á sýningunni með því að nefna verkin eftir þeim. Sýningin er liður í dagskrá Listahátíðar í Reykjavík.
Menning Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira