Helst einhverja með rjóma Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 21. maí 2014 07:00 Fyrir tveimur árum sat ég inni á Hressingarskálanum við Austurstræti og var að borða eitthvað sem ég man ekkert hvað var. Ég var samt örugglega heillengi að velja það af matseðlinum. Skipti kannski oft um skoðun. En ég man sem sagt ekkert hvað það var, enda kemur það ekki sögunni við. Inn á kaffihúsið gengur gömul kona með eldhúsrúllur og innkaupapoka. Hún hálfkjagar inn og fær sér svo sæti við hringlaga borð í miðju rýminu. Kastar mæðinni. Eftir dálitla stund sér hún afgreiðslustúlku og vinkar til hennar. Hún kemur. „Áttu kaffi og tertu?“ spyr sú gamla. Égveit ekki hvers vegna þessi minning festist í hausnum á mér. Ég man ekkert hvernig þessi kona leit út, ég myndi líklega ekki þekkja hana í dag. Afgreiðslukonanhorfir undrandi á gömlu konuna sem hefur ekki svo mikið sem gjóað augunum á matseðilinn. „Hvernig tertu má bjóða þér?“ spyr hún og horfir eiginlega meira á matseðilinn en gömlu konuna. „Það hef ég ekki hugmynd um,“ svarar sú gamla. „Helst einhverja með rjóma.“ Svo lítur hún undan, spennir greipar á borðinu og brosir í átt að veggnum. Helstbara einhverja með rjóma. Hún krafðist þess ekki einu sinni. Nú þarf ég að slá nokkra varnagla. Þessi pistill á alls ekki að lesast sem ádeila á samfélagið sem er svo yfirfullt af valmöguleikum að maður getur varla ákveðið í hvorn fótinn maður á að stíga. Nei. Þetta er ekki heldur ádeila á neyslusamfélagið. Nei,ég bara mundi allt í einu eftir þessari gömlu konu á Hressó fyrir tveimur árum. Hún var alsæl þegar hún fékk rjómatertuna sína og kaffibollann. Hugsanlega setti hún spurningarmerkið við leirbollann sem kaffið var borið fram í, hefði líklega kosið næfurþunnt postulín. Hún kláraði tertusneiðina og kaffið, ég vil meina að hún hafi brosað allan tímann en það er kannski skekkja í minningunni, svo stóð hún upp og kjagaði heim á leið með eldhúsrúllurnar sínar. Hver var þessi kona? Ég veit það ekki. En þetta var kona sem kunni á lífið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þórlaug Óskarsdóttir Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun
Fyrir tveimur árum sat ég inni á Hressingarskálanum við Austurstræti og var að borða eitthvað sem ég man ekkert hvað var. Ég var samt örugglega heillengi að velja það af matseðlinum. Skipti kannski oft um skoðun. En ég man sem sagt ekkert hvað það var, enda kemur það ekki sögunni við. Inn á kaffihúsið gengur gömul kona með eldhúsrúllur og innkaupapoka. Hún hálfkjagar inn og fær sér svo sæti við hringlaga borð í miðju rýminu. Kastar mæðinni. Eftir dálitla stund sér hún afgreiðslustúlku og vinkar til hennar. Hún kemur. „Áttu kaffi og tertu?“ spyr sú gamla. Égveit ekki hvers vegna þessi minning festist í hausnum á mér. Ég man ekkert hvernig þessi kona leit út, ég myndi líklega ekki þekkja hana í dag. Afgreiðslukonanhorfir undrandi á gömlu konuna sem hefur ekki svo mikið sem gjóað augunum á matseðilinn. „Hvernig tertu má bjóða þér?“ spyr hún og horfir eiginlega meira á matseðilinn en gömlu konuna. „Það hef ég ekki hugmynd um,“ svarar sú gamla. „Helst einhverja með rjóma.“ Svo lítur hún undan, spennir greipar á borðinu og brosir í átt að veggnum. Helstbara einhverja með rjóma. Hún krafðist þess ekki einu sinni. Nú þarf ég að slá nokkra varnagla. Þessi pistill á alls ekki að lesast sem ádeila á samfélagið sem er svo yfirfullt af valmöguleikum að maður getur varla ákveðið í hvorn fótinn maður á að stíga. Nei. Þetta er ekki heldur ádeila á neyslusamfélagið. Nei,ég bara mundi allt í einu eftir þessari gömlu konu á Hressó fyrir tveimur árum. Hún var alsæl þegar hún fékk rjómatertuna sína og kaffibollann. Hugsanlega setti hún spurningarmerkið við leirbollann sem kaffið var borið fram í, hefði líklega kosið næfurþunnt postulín. Hún kláraði tertusneiðina og kaffið, ég vil meina að hún hafi brosað allan tímann en það er kannski skekkja í minningunni, svo stóð hún upp og kjagaði heim á leið með eldhúsrúllurnar sínar. Hver var þessi kona? Ég veit það ekki. En þetta var kona sem kunni á lífið.