Speglar samtímann og söguna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. maí 2014 14:30 "Á veggjunum snýst ekkert um mig heldur það sem ég hef tekið myndir af,“ segir Rax. Fréttablaðið/GVA „Sýningin er svona yfirlit yfir árin. Úr ævintýraferðum og úr sögunni,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari um sýninguna Spegill lífsins, sem opnuð verður í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á laugardaginn. Sjálfur kveðst hann ekki geta verið við opnunina því þá verði hann kominn til Grænlands. Á veggjunum eru stórar myndir úr bókunum hans, af heimi og lífsbaráttu veiðimanna á Grænlandi, bænda og sjómanna á Íslandi og í Færeyjum og frá Síberíu. Svo eru fréttamyndir á einum vegg. „Fréttamyndirnar eru frá þeim tíma sem við vorum alltaf á ferðinni,“ segir hann. „Frá Eystrasaltsríkjunum á tímamótum, skipsströndum og eldgosum. Brot af þessu. Nokkuð flott sýnishorn bæði af nýju og gömlu.“ Talandi um gamalt. Ragnar segir þrjá glerkassa á sýningunni með litlum myndum frá því hann var að byrja. „Sumar eru frá Kvískerjum í Öræfum þar sem ég var á sumrin sem strákur. Þar byrjaði þetta allt. Ég smíðaði mér kassa til að vera í við að taka myndir af skúmum á hreiðrum. Þá uppgötvaði ég að fuglar kunna bara að telja upp að einum. Ef ég fór einn í kassann þá settust fuglarnir ekki á hreiðrin en ef Hálfdán eða Helgi á Kvískerjum voru með mér og gengu til baka þá settust fuglarnir og ég gat myndað. Þetta var paradís og þarna hófst minn ferill. Svo kenndi pabbi mér að framkalla þegar ég kom heim.“ Ragnar tekur fram að á veggjunum sé verið að spegla samtímann og söguna. „Þar snýst ekkert um mig heldur það sem ég hef tekið myndir af,“ segir hann ákveðinn. Þess má geta að um þessar mundir kemur út ný ljósmyndabók Ragnars í hinni þekktu frönsku ljósmyndabókaritröð Photo Poche. Hérlendis verður bókin gefin út á ensku af útgefanda Ragnars, Crymogeu. Sýningin í Ljósmyndasafni Reykjavíkur er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2014 og stendur til 7. september. Menning Mest lesið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira
„Sýningin er svona yfirlit yfir árin. Úr ævintýraferðum og úr sögunni,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari um sýninguna Spegill lífsins, sem opnuð verður í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á laugardaginn. Sjálfur kveðst hann ekki geta verið við opnunina því þá verði hann kominn til Grænlands. Á veggjunum eru stórar myndir úr bókunum hans, af heimi og lífsbaráttu veiðimanna á Grænlandi, bænda og sjómanna á Íslandi og í Færeyjum og frá Síberíu. Svo eru fréttamyndir á einum vegg. „Fréttamyndirnar eru frá þeim tíma sem við vorum alltaf á ferðinni,“ segir hann. „Frá Eystrasaltsríkjunum á tímamótum, skipsströndum og eldgosum. Brot af þessu. Nokkuð flott sýnishorn bæði af nýju og gömlu.“ Talandi um gamalt. Ragnar segir þrjá glerkassa á sýningunni með litlum myndum frá því hann var að byrja. „Sumar eru frá Kvískerjum í Öræfum þar sem ég var á sumrin sem strákur. Þar byrjaði þetta allt. Ég smíðaði mér kassa til að vera í við að taka myndir af skúmum á hreiðrum. Þá uppgötvaði ég að fuglar kunna bara að telja upp að einum. Ef ég fór einn í kassann þá settust fuglarnir ekki á hreiðrin en ef Hálfdán eða Helgi á Kvískerjum voru með mér og gengu til baka þá settust fuglarnir og ég gat myndað. Þetta var paradís og þarna hófst minn ferill. Svo kenndi pabbi mér að framkalla þegar ég kom heim.“ Ragnar tekur fram að á veggjunum sé verið að spegla samtímann og söguna. „Þar snýst ekkert um mig heldur það sem ég hef tekið myndir af,“ segir hann ákveðinn. Þess má geta að um þessar mundir kemur út ný ljósmyndabók Ragnars í hinni þekktu frönsku ljósmyndabókaritröð Photo Poche. Hérlendis verður bókin gefin út á ensku af útgefanda Ragnars, Crymogeu. Sýningin í Ljósmyndasafni Reykjavíkur er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2014 og stendur til 7. september.
Menning Mest lesið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira